5.3.2011 | 20:49
Krónan aflögð og DABBINN tekinn upp?
Eitt og annað fer framhjá fólki og fjölmiðlum. Lilja Mósesdóttir varpaði fram stórri sprengju, sem fjölmiðlar virðast líta á sem ómerkilega handsprengju, en það er hún ekki. Hreint ekki.
Á fundi nefnda Alþingis með Seðlabankamönnum á föstudag kom Lilja Mósesdóttir með þá hugmynd að taka hér upp nýjan íslenskan gjaldmiðil. Hún færði fyrir því þau rök að þá myndu menn neyðast til að gera grein fyrir peningum, sem hefði verið skotið undan skatti hingað til og menn ekki þóst eiga.
Þannig var sprengja Lilju.
Ótrúlega áhugaverð tillaga um að skipta um gjaldmiðil. Ekki að taka upp evru eða dollar, nei hún var um að taka upp nýjan íslenskan gjaldmiðil, án þess að honum væri gefið nafn eða verðgildi vegið eða metið.
Hann mætti mín vegna heita DABBI og hafa sama verðgildi og krónan nú hefur.
Hvað kostar þá bensínið? Það kostar 225 DABBA. Ekki krónur.
Hvað kostar þá gjaldþrot Seðlabanka Íslands? Nokkur hundruð milljarða DABBA!
Það væri unaðsleg tilfinning að sjá alla bankaþjófana reyna að skipta ránsfengnum sínum í nýju DABBANA! Koma með heilu gámana af krónuseðlunum, sem þeir annars þyrftu að nota til að kynda arininn í sumarhöllum sínum vítt um heiminn!
Þessi tillaga Lilju er ekkert annað en tær snilld!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líst vel á
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 6.3.2011 kl. 08:21
Þessi frábæra hugmynd Lilju er reyndar ekkert svo ný af nálinni. Hún hefur meðal annars verið rædd á fundum áhugafólks um úrbætur á fjármálakerfinu (IFRI). Með innköllun gjaldmiðilsins væri falið fé svælt fram í dagsljósið. Samtímis mætti leggja stighækkandi skatt á innlausn peningaeigna yfir þeim upphæðum sem venjulegt vinnand fólk ræður yfir, t.d. 20 milljónir eða svo, og nota ávinninginn af því til að borga fyrir kostnaðinn af bankahruninu. Sanngjarnt, einfalt, og sniðugt.
Í kjölfarið væri svo tilvalið að innleiða þá sjöundu af tíu helstu tillögum hópsins, sem snýst um gegnsæi og rekjanleika. Samkvæmt þeirri tillögu ætti að setja eftirfarandi takmarkanir á eignarhald fyrirtækja:
- Aðeins einstaklingar geta átt félög sem hafa engan annan tilgang en að halda utan um eignarhluti (eignarhaldsfélög).
- Aðeins einstaklingar eða eignarhaldsfélög í eigu þeirra geta átt venjuleg fyrirtæki í atvinnurekstri.
Með þessu móti yrði lagskipting eignarhalds aldrei meira en þreföld (einstaklingur->eignarhaldsfélag->atvinnufyrirtæki). Upplýsingar um eigendur þyrfti svo að færa inn í gagnagrunn sem væri opinn og aðgengilegur. Þannig yrðu eigna- og hagsmunatengsl fullkomlega gegnsæ, og andslistlaus skeljafyrirtæki heyrðu sögunni til.Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 17:12
Guðmuindur, takk fyrir þetta. Frjálshyggjan vill hafa þetta allt andlitslaust og illrekjanlegt. Mál er að linni með öflugri löggjöf og breyttum leikreglum.
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.