5.3.2011 | 23:30
Baldur Hermannsson og orðalepparnir hans - Ný könnun
Hefur Baldur Hermannsson, íhaldskurfur, eðlisfræðikennari og bloggari, notið sannmælis í fjölmiðlum að undanförnu? Glettinn mannvinur að mínu mati, en mitt mat skiptir engu máli. Það er bara fyrir mig.
Fjaðrafokið hefur verið mikið og stór orð hafa fallið. Sitt sýnist hverjum, en algjörlega má ljóst vera að vissir fjölmiðlar elska þá uppákomu sem Baldur bauð óbeint uppá með orðum sínum. Sumum er tamara en öðrum en velta sér upp úr því sem lyktar verr en annað. Leita þangað stöðugt. Eðlinu samkvæmt.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur manni á óvart ef Baldur Hermannsson tekur sér ekki frí frá Blogginu um einhvern tíma,maðurinn þarf að endurræsa sig upp og líta á siðferðishlið sína. Baldur greiið fór full geist með orðaforða sínum,og hann hlýtur að snúa til baka fyrir vorið sem nýr maður allt að því,sjálfur lýsir hann sér sem strigakjafti,,,að mínu mati á hann að taka sér hvíld. Það var oft gaman að lesa bloggfærslur hans,en eitthvað fór illilega úrskeiðis hjá karlfausknum,og er ég sannfærður að hann kemur öflugur til baka og fínpússaður en ekki sem þessi strigakjaftur, Baldur kjaftur / kemur aftur.
Númi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 01:27
Björn, nú skalt þú skammast þín, og það mikið.
Orð Baldurs buðu ekki upp á þessa umfjöllun, aðeins verulega sjúkt fólk sér þar samhengi. Og þú ert ekki í þeim hópi.
Ástæða þess að þú setur samt einhvern vafa á lágkúruna, og jafnvel opnar fyrir skoðanakönnun, er sú , að þú hefur oft fundið samhljóman í þennan fjölmiðil lágkúrunnar.
Vissulega hefur hann sagt ýmislegt um spillinguna og samtrygginguna á Íslandi, en oftast gamlar fréttir, ekki neitt um það sem gerist í dag. Enda þeir sem græða, eru þeir sem kosta hann.
En burtséð frá því öllu, hvað rekur aumingjalið DV áfram, þá er þessi aðför að Baldri, með öllu forkastanleg. Ekki einu sinni villidýr merkunnar eða málaliðar vígvallanna leggjast svona lágt.
Aðeins það lægsta af því lægsta lætur svona. Og skrýtið, þetta er sama fólkið sem hefur alltaf logið ICEsave upp á þjóð okkar. Eða að velferðarlán AGS sé fyrir almenning, en ekki braskara.
Björn, allur þinn ættleggur, öll þín mennska og vit, allt sem þú ert, og munt verða, þú kannt meira að segja að meta Giggs. En samt getur þú ekki rifið þig frá lágkúrunni.
Stundum segir vellandi ógeðið satt. En það er alltaf fýla og ógeð þar að baki. Alltaf hagsmunir kostunaraðilana, þeirra sem rændu okkur.
Björn, þú talar um rétt og rétt, réttlæti löggjafar, og rétt hins nafnlausa manns til lífs og lima. Samt getur sorinn villt þér sýn.
Björn, Baldur getur verið bjánabelgur, eins og má segja um fleiri, en ekkert í hans orðum réttlætir skít auðleppa DV.
Ekkert Björn, og fólk með sál og mennsku, það lætur aldrei bjóða sér slíkan hroða.
Björn, ég fyrirgef þér að hafa ekki mætt mér við hlið til að berja á vindmyllum, en ekki þetta, ekki að þú skulir bregðast sjálfri mennskunni. Og ég veit að það ert þú ekki að gera.
En Björn, þú hljómar þannig.
Og það mátt þú aldrei gera. Því þú ert bandamaður hennar.
Og þá er ekkert val.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2011 kl. 01:28
Ég svaraði hér til vinstri "veitt ekki". Ástæðan er að mér finnst orð hans frekar hörð og óþörf en á móti hef ég varið rétt hans til frjálsrar skrifa og hugsana. Fannst furðulegt hvernig sem dæmi einn bloggari, sem varði rétt Baldurs til frjálsra skoðana, var dreginn í svaðið og staða hans gagnvart ESB (sem þarf ekki að vera sama og mín) virðist hafa ráði för þar. Þar var hann sagður hafa samsinnt Baldri þegar hann eingögnu varði rétt hans til málfreslsi. Voru þetta andstæðir pólar í ESB umræðuni sem fannst þetta gott tækifærri að ná ódýru skoti á andstæðing í ESB umræðuni (sem er á eins lágu planni og hægt er hér á landi).
Umræðan á Íslandi er eins að verða í þjóðfélaginu og það hefur verið á Alþingi, svo lággúruleg að hún nærr ekki lægsta manni í hné.
Tel að fjölmiðlaumræðan sé til komin vegna stjórnmálaskoðana Baldurs, ekkert annað. Ég er oftast ekki sammála honum en mér finnst hart gengið fram þegar hann er lagður í einelti vegna skoðana sinna og þetta mál nýtt til skoðunar og rit kúgunar. Rétt er að hans orð voru illa ígrunduð og persónulega finnst mér þau sóðaleg og hefði hann átt að biðjast afsökunar sem fyrst.
Hannes (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 09:35
Ég þakka innlitin.
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.