Forvarnir gegn glæpum eru nauðsynlegar

"Stjórn Ungra vinstri grænna (UVG) mótmælir harðlega hugmyndum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um auknar rannsóknarheimildir lögreglunnar."

Gat nú verið.

Þessar rannsóknarheimildir eru ekkert annað en nauðvörn sem enginn vill í raun leika. En stundum þarf að gera fleira en gott þykir.

Skipulögð glæpastarfsemi, bæði innlendra og erlendra aðila, er orðinn að staðreynd hérlendis. UVG hefur kannski ekki tekið eftir því, eða kýs bara að stinga höfðinu í sandinn.

Við verðum að ástunda forvarnir gegn glæpum, rétt eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu.

Björn Bjarnason vissi það. Ögmundur Jónasson veit það núna.

Öll þjóðin veit það líka.


mbl.is UVG mótmælir rannsóknarheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenær má almenningur eiga von á að fá heimildir til forvirkra rannsókna á aðgerðum og ákvarðanatöku stjórnvalda?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 16:45

2 identicon

þeir byrja þá sjálfsagt að athuga einu skipulögðu glæpasamtökin hér á landi þ.e.a.s. fjármálafyrirtækin og stjórnmálaflokkana,sem eru búinn að leika lausum hala of lengi skrípentin Ögmundur hlýtur að sjá til þess.

magnús steinar (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, góð spurning! Svarið er: aldrei.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 17:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

magnús steinar, nokkur kaldhæðni í innlegginu þínu, en hún á fullan rétt á sér.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 17:11

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Forvarnir gegn glæpum"? Er ekki allt í lagi að fólk sem notar setningar eins og "forvarnir gegn glæpum" skilji hvað forvarnir séu? Það eru ótrúlega fáir á Íslandi sem vita hvað forvarnir eru, og ég held engin af þeim sem vita hvað það er, er að vinna við þann málaflokk. Lögregla veit sama og ekki neitt um forvarnir. Auknar rannsóknarheimildir eru ekki "forvarnir" og hafa aldrei verið...

Óskar Arnórsson, 6.3.2011 kl. 18:49

6 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, eru það ekki forvarnir að auka heimildir til að fylgjast með glæpamönnum, sem vitað er að munu brjóta af sér aftur og aftur? Eru það ekki forvarnir að lögreglan bara mæti þeim á glæpavettvangnum, vegna vitneskju sem hún hefur aflað sér? Hvað ertu að bulla? Þótt þú hafir unnið með glæpamenn í fangelsum og víðar, þá ertu ekki sjálfskipaður sérfræðingur í þeim málum, þannig að aðrir hljóti að vera einhverjir vitleysingjar. Þú hljómar þannig.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 20:20

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalega ertu ergilegur alltaf Björn. Í þessu máli er ég bara mjög vel að mér og ég er reyndar höfundur að einu besta fyrirbyggjandi prógrammi sem er notað í dag í Svíþjóð. Það er ekkert svona prógram notað á Íslandi. Í öllum öðrum norðurlöndum eru 5 - 6 ólík prógrömm notuð í skólum, uppeldisstofnunum, fangelsum og meðferðarheimilum fyrir unglinga.

Eins og þú sérfræðingurinn skilur kanski þá vinnur lögregla ALDREI að forvörnum. Forvarnir miða af því að koma í veg fyrir glæpi og það gerir lögregla ekki. Auknar heimildir lögreglu sem allir vita um, gera það bara að verkum að eldri glæponar breyta bara hegðun sinni. Það á ekki að fórna lýðræði og búa til lögregluræiki í staðin.

Glæpir aukast á Íslandi eins og allstaðar, glæpir færast lengra niður í aldursflokka og glæpir verða grófari með hverju árinu. Það þarf enga sérfræðinga heldur bara venjulegt fólk sem getur reiknað út með rassgatinu að eitthvað er eins og það á ekki að vera.

Auknar heimildir lögreglu til húsleitar og hlerana Danmörku, Svíþjóðar og Noregs: Árangur engin nema endalaus réttarhöld vegna handtöku fólks sem hefur aldrei gert neitt af sér. Húsfriður brotin og lögin misnotuð. Lögregla fær vont orð á sig og það er það síðasta sem þarf.

Forvarnir þýðir aukin kennsla í skólum, fræðsla fyrir embættismenn, dómara og lögreglu, lög endurskoðuð vegna smábrota, þvingunarúrræði unglinga notuð öðruvísi og meðferðarúrræði aukin. Skólarnir eru aðalmálaflokkarnir og þangað fer að sjálfsögu ekki króna á Íslandi. Menn skilja þetta núna á flestum norðurlöndum og eru það oft unglingarnir sjálfir krefjast úrbóta opinberlega.

Afbrot og glæpir verða ekki leystir með meiri rannsóknum. Það verður ekki leyst með enn einni nefndinni. Það verður ekki leyst með að ráðast á útlaga Vítis engla sem eru fullorðið fólk með yfirlýsta stefnu að þeir gefa fullt frat í allt sýstem sem eru þeim ekki að skapi. Þeir viðurkenna opinberlega að þeir muni beita ofbeldi ef á þá er ráðist. Þeir eru ekki vandamál. Þeir eru bara sjáanlegir og þess vegna er flott auglýsing fyrir lömuð yfirvöld að leika þetta leikrit fyrir almenning.

Vítisenglar eru afarfáir í fangelsum. Stundum sitja menn inni fyrir þá og þeir nota byrjunargangstera til að taka fyrir sig áhættuna. Stærsti hluti afbrota eru tengdir brennívíns og eiturlyfjaneyslu. Næstum 90%. Og meira enn 90% af öllum föngum eru með ADD og ADHD sem þeir fengu enga aðstoð við sem börn.

Að laga rótina á vandamálinu eru"forvarnir gegn glæpum". Það hefur aldrei verið byrjað skpipulega á þeirri vinnu á Íslandi og að berja Vítisenglanna er bara g0mul og hlægileg lumma. Ef þeir eru í alvörunni glæpasamtök, því þá ekki að banna samtökinn alveg? Leysa upp félagið bara eins og það leggur sig.

Glæpaaukning á Íslandi er tengt útlendingum í dag og þar á að leita til að stoppa þann kafla. Enn það er bannað að segja það því þá er maður rasisti. Það eru reyndar útlendingar sem standa fyrir aukningu á ofbeldi í öllum norðurlöndum fyrir þá sem hafa áhuga á staðreyndum.

http://www.conkrim.dinstudio.se/

Óskar Arnórsson, 6.3.2011 kl. 22:09

8 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta Herra Óskar Arnórsson sérfræðingur. Á ég ekki að svara þessu svona?

Styð þó Björn Bjarnason og Ögmund Jónasson í þessu máli. Það að kynna sér fyrirfram hvað þessir glæpahundar eru að bralla getur ekki verið af hinu vonda. Tek undir með þér, sérfræðingnum, að óheftur innflutningur erlendra glæpamanna er farinn að flækja málin hérlendis. Ekkert smá.

Löggjöf á öllum Norðurlöndum er hagstæðari glæpamönnum og ræningjum en fórnarlömbum þeirra. Það er kátbrosleg staðreynd.

Ef innbrotsþjófur brýst inn hjá mér og ég mölva á honum hnéskeljarnar með golfkylfu, þá verð ég dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldi og til að greiða honum bætur, auk kostnaðarins við réttarhöldin.

Ef ég hins vegar læt vera að sveifla kylfunni, borga tryggingarnar mínar skaðann af innbrotinu.

Sniðugt?

Norðurlönd, með sinni aumingjavænu löggjöf, bjóða alla glæpamenn heimsins velkomna.

Enda er ásóknin mikil.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 22:27

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Málið er að þetta verður ekki leyst með löggjöf yfirleitt. Ég sé ekki betur enn Íslendingar séu að feta dyggilega í fótspor annara borðurlanda. Lögjöf á Íslandi hefur alltaf verið "hagstæðari" glæpamönnum enn fórnarlömbum. Þar eiga nú Íslendingar metið eins og svo mörg önnur. Það myndi aldrei hafa verið neitt bankahrun í líkingu við það sem skeði á Íslandi og mér finnst lögjöfin vera glæpamönnum í hag.

Svo fer ísland í ESB og alv0ru fólksflutningur byrjar til Íslands...

Hvað heldur þú að það sé langt þangað til að "svæði í Reykjavík" verði þannig að ekki einu sinni lögregla fer þangað eftir myrkur?

Ég styð báða þessa kappa, Björn Bjarnasson og Ögmund yfirleitt, bara ekki í þessu máli. Kemur bara aldrei til greina. Til þess veit ég bara allt of mikið um þessi mál. Enn ég skil þessa hugsun þeirra og harma þekkingarleysið...

Óskar Arnórsson, 6.3.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband