6.3.2011 | 16:07
Í bönkunum endurreistu gengur dagatalið aftur á bak
"Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri hafi verið með 30 milljónir króna í laun árið 2010.
Kom hann til starfa þann 1.júní og því er um sjö mánaða laun að ræða sem gera 4,3 milljónir króna á mánuði." segir dv.is
Á almenningur í þessu landi að trúa þessum tölum og sætta sig við þær? Hvað segja þeir sem eiga innistæður í bankanum, sem eru á svo lágum vöxtum að þær væru jafnvel betur komnar undir koddanum heima?
Haustið 2008 nálgast óðfluga.
Í bönkunum endurreistu gengur dagatalið aftur á bak, á meðan almenningur reynir að þrauka við erfiðar aðstæður og líta fram á veginn. Einhverjir á sultarmörkum, margir rétt skrimtandi, en sem betur fer fjölmargir í betri stöðu.
Skandall, ekkert annað.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn minn, þetta er nú ekki alveg réttlátt hjá þér, eins og þú kannski veist, þá eru bankamenn einhverra hluta vegna með 13 mánuði í árinu, þannig að þessi laun deilast á átta mánuði sem gerir "aðeins" 3.750.000 á mánuði Og svo megum við ekki gleyma því að þessir menn bera alveg gríðarlega mikla ábyrgð eins og við höfum séð undanfarin tvö ár.
Jóhann Elíasson, 6.3.2011 kl. 16:42
Jóhann, er ekki 13. mánuðurinn löngu aflagður í bönkunum?
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 17:13
Nei hann er ekki aflagður, og Ríkisstjórnin gengur afturábak líka,Björn. Það sjá flest allir!!
Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.