Bjánagangur Ingibjargar Sólrúnar?

"Ingibjörg Sólrún er óvægin í gagnrýni sinni á ferlið í kringum Iceasave og segir viðsemjendur jafvel kunna að telja okkur bjána."

Bjána? Hvar hefur það komið fram?

Þvert á móti hefur einurð Íslendinga í þessu máli skapað þeim virðingu fjölmargra, ef marka má erlenda fjölmiðla, þótt sú einurð sé verulega umdeild hér innanlands, eins og allir vita.

Ingibjörg Sólrún er innherji í þessu máli. Innherji sem er hættur í pólitík og ætti því að halda sig til hlés, rétt eins og Geir Hilmar Haarde gerir.

Hún er ekki að upplýsa um nokkurn skapaðan hlut sem ekki hefur margoft komið fram í umræðunni.

Inngrip hennar nú er því misheppnaður bjánagangur af hennar hálfu.

Líklegra til að skapa úlfúð en samstöðu.

Er það eitthvað sem við þurfum?


mbl.is Segir þjóðina ekki skuldbundna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man ekki betur en að hrunið hafi orðið á hennar vakt, og fleyg eru orð hennar "þið eruð ekki þjóðin" með tilheyrandi hroka og þjósti. Þessari kerlingu fer best á því að, afsakið orðbragðið, halda kjafti.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 18:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Himnasmiður, ég skil þetta hógværa innlit þitt sem stuðningsyfirlýsingu við færsluna mína!

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 18:37

3 identicon

Jamm BB mikið rétt, þetta lið sem veit allt best og kemur fram eins það hafi hvegi komið nærri neinu sem miður fór er leiðinlegt þó ekki sé nú kveðið fastar að. Mér leiðist þetta lið, mér leiðist þetta viðhorf sem er svo oft ofaná í dag að gefa skít í erlenda sparifjáreigendur sem lögðu inn í íslenskan banka í góðri trú eins og réttur þeirra sé enginn, en okkar allur. Mér leiðist þetta skítlega eðli.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 18:51

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er hún ekki bara að segja þeim sem þumbast við, sannleikann?

Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2011 kl. 00:16

5 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, þú verður að meta það sjálfur! Ég get ekkert hjálpað þér með það, minn kæri!

Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband