Sá frægi, en umdeildi Baldur Hermannsson

Ég hef verið með litla og netta könnun á síðunni minni í nákvæmlega einn sólarhring. Niðurstaðan kemur mér á óvart, það verð ég að segja. Bendi á að könnunin var gerð hér á Moggabloggi, heimavelli íhaldsins í landinu.
Spurt var:
Hefur Baldur Hermannsson, kennari og bloggari, notið sannmælis í fjölmiðlum að undanförnu?
   54,2%
Nei   32,7%
Veit ekki   13,1%
107 höfðu svarað þegar ég klippti á naflastreng könnunarinnar.
Tek það skýrt fram að ég stend með Baldri í því gjörningaveðri sem þyrlaðist upp í kring um hann.
Sérhver, hann einnig, og aðrir sem tjá sig opinberlega á bloggsíðum, verða að draga af þessu réttar ályktanir. Ekki síst ég.
Að vanda það sem við segjum. Líka það sem við segjum í galsa okkar, án nokkurrar meiningar. Það var galsinn og húmorinn sem felldi Baldur að þessu sinni.
Hann á að rísa upp aftur og koma tvíefldur til leiks.
Sök hans er engin þegar grannt er skoðað, þótt sumum þyki hún ærin. Alls engin. Það fullyrði ég.
Ekki er allt sem sýnist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Baldur Hermannsson þekki eg af góðu einu frá því að við störfuðum báðir í Iðnskólanum í Reykjavík.

BH er hinn vænsti maður en á til að slá um sig með umdeildum ummælum. Hann hefur gaman af að ögra og spennir bogann stundum um of. En líklegt er að hann meini ekkert með þessu enda maðurinn besta skinn inn við beinið.

Tilefni uppákomunnar var vandræðalegt fyrir hann og auðvitað Flensborgarskólann þar sem Baldur starfar núna. Eiginlega væri æskilegt að hann biði þá velvirðingar á galsa sínum og þá væri unnt að gleyma þessu sem fyrst.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitið, Mosi minn. Þú ert alltaf góður, en rétt eins og við hin, bestur þegar þú sefur!

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 22:58

3 identicon

Baldur verður augljóslega að biðjast afsökunar. Mér skilst að hann hafi verið áminntum í starfi sem kennari Það sem mér fannst sérkennilegast að ólíklegasta fólk tóp upp handskann fyrir hann. Þetta væri bara grín hjá honum, það væri verið að þrengja að tjáningarfrelsi og þar fram eftir götunum. Þetta er rugl. Þeir sem tjá sig á opinberum vettvabgi verða að gæta orða sinna. Það er hægt að ganga of nálægt fólki og særa það. Málfrelsi er ekki til þess.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:31

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hrafn Arnarson, mér er slétt sama hvað þú segir um þetta mál. Ég stend 110% með Baldri og tel mig hafa til þess rök sem ekki verða hrakin. Held að þín afstaða stjórnist af pólitískri blindu og hentistefnu í framhaldinu. Íhaldsmaður liggur vel við höggi og þá skal reitt til höggs í anda Þorgeirs Hávarðarsonar. Ég tek engan þátt í þeirri ósvinnu.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 23:47

5 identicon

Farðu ekki í fýlu , Björn. Auðvitað flaskaði ofurpennanum og nú pennadurtinum honum Baldri á. Kann hann að biðjast afsökunar.? Það á eftir að koma í ljós,og farðu ekki  í fýlu Björn GrindVÍKINGUR.

Númi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:53

6 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, hér er enginn í fýlu. Á þessari síðu er baráttan fyrir réttlætinu alltaf í öndvegi. Það veistu manna best. Ég stend með réttlætinu og mínum mönnum. Það mun ekki breytast.

Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 23:58

7 Smámynd: Jens Guð

  Á máli Baldurs eru margir fletir sem ástæða er til að velta fyrir sér æsingslaust.  Ég reyndi það:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1147391/

Jens Guð, 7.3.2011 kl. 00:24

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jens, var búinn að sjá þetta.

Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 00:26

9 identicon

Að halda því fram að nafngreinda manneskju langi til að vera nauðgað er ekki ásættanlegt.

Að hvetja til kynferðislegrar misbeitingar á pólítískum andstæðingum er ekki ásættanlegt.

Baldur er oft fyndinn og kannski er hann hinn vænsti maður en hann skrifar oft eins og froðufellandi ofstækismaður.

Björn.  Vörn þín fyrir Baldur í þessu máli er ekki eins göfug og þú virðist sjálfur halda.

núman (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband