Þvílíkir orðaleppar Jóns Bjarnasonar. VG er að murka sig og stefnu sína niður og lífið úr ríkisstjórninni um leið

"Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ítrekaði andstöðu sína og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við aðild að Evrópusambandinu í ávarpi við setningu Búnaðarþings í dag."

Jón Bjarnason situr í ríkisstjórn sem hefur aðildarviðræður að ESB á stefnuskrá sinni. Svo talar hann svona og fullyrðir einhvern þvætting fyrir hönd allra flokksfélaga sinna, sem stenst enga skoðun.

Svo segir þessi heybrókarstjórnmálamaður:

„Um leið verðum við að verjast öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins með innleiðingu breytinga sem gerðar eru til þess eins að flækja Ísland í net innlimunar og missi fullveldis."

Þvílíkir orðaleppar!

Hvaða skilaboð eru þetta til Samfylkingarinnar? Hvers konar langlundargeð er á þeim bæ gagnvart þeim sem tala svona? Af hverju er svona mönnum ekki eindfaldlega vísað á dyr? Er hægt að sitja undir hverju sem er?

Seta Jóns Bjarnasonar í ríkisstjórninni, með sína afstöðu til ESB, er ekkert annað en hlægilegur skrípaleikur og fádæma svik við þá flokksbræður hans sem hafna öllu spjalli við ESB.

Ef einhver döngun væri í VG liðum myndu þeir rjúfa þetta stjórnarsamstarf, bara vegna ESB mála.

Gleymum ekki að ESB málin eru stærsta mál Íslandssögunnar. Icesave er eins og títuprjónn í samanburðinum.

Það gera þeir ekki, enda heigulshátturinn og fláttskapur þeirra við eigin stefnuskrá orðin að aðhlátursefni um allt land. Mesta furða hvað þeir þó mælast í skoðanakönnunum.

Allt fyrir stólana, ekkert fyrir stefnuskrána. Það er VG í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband