7.3.2011 | 01:06
Bloggvinátta í boði að nýju
Þann 22. febrúar setti ég inn þessa færslu, sem ég birti hér aðeins breytta og stytta. Hún fór líklega framhjá mörgum, eins og svo margt á minni síðu. Nokkurn veginn svona var hún.
Í tilefni af væntanlegri vorkomu ætla ég að brjóta odd af mínu meinta oflæti. Ég býð til bloggvináttu að nýju. Öllu heilbrigðu fólki. Öðrum ekki að sinni.
Á fyrri árum mínum á blogginu átti ég kannski 80-100 bloggvini. Sveik þá alla með uppsögn. Stoltur af því. Gaman að svíkja vini sína, eða þannig!
Gaman þó vissulega að standa einn í þessum ólgusjó. Mjög gaman. Fullt af skemmtilegu fólki, með enn skemmtilegri athugasemdir, hefur kryddað tilveruna til þessa.
Mismunandi fólk er mitt áhugasvið. Ekkert er utan þess.
Svo er vorið að koma.
Kannski vinirnir líka?
Viðbrögð við boði mínu þann 22. febrúar voru lítil sem engin.
Eðlilega.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirgefðu, en ég stenst ekki mátið.
"Öllu heilbrigðu fólki..."
Gerirðu kannski of miklar kröfur?
Már Högnason (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 03:18
Ég er andvaka og hvað er þá betra en að gerast bloggvinur? Búið og gert. Ég lofa ekki að haga mér vel, raunar er það eina sem ég get lofað að ég verði stundum hundleiðinlegur!
En ég hef gaman af þínum skrifum þó oft sé ég á öndverðu máli. Ég reyni samt að haga mér eins og við Ísfirðingar gerum alltaf, eða þannig!
Þér er velkomið að svíkja mig hvenær sem er með uppsögn bloggvináttu, mun ekki taka það of mikið inn á mig. Sjálfur er ég ekkert alltof viss um ágæti þessa bloggvinafyrirkomulags, finnst stundum eins og maður sé að skuldbinda sig, t.d. að lesa og koma með athugasemdir. Kveðja, T.N.
Theódór Norðkvist, 7.3.2011 kl. 04:43
Már góður, að venju. Æ, æ, ég var að enda við að lýsa því yfir að ég væri heilbrigður, ekki viss um að ég geti staðið við það.
Theódór Norðkvist, 7.3.2011 kl. 04:44
Þarf maður nýtt læknisvottorð?
Viggó Jörgensson, 7.3.2011 kl. 10:33
Ég er að fara að hætta að blogga, þannig að það tekur því ekki fyrir mig. En vertu duglegur í blogginu Björn, ekki veitir af, að vega upp á móti öfgamönnunum.
Doddi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:52
Hætta? Þú segir nokkuð. Ætli það væri ekki bara stórsniðugt!
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 15:29
Það nennir enginn að lesa það sem ég skrifa, auk þess sem ég er að fara í mikla vinnutörn sem verður fram á sumar.
Doddi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 15:40
Klaufalega orðað hjá mér. Ég meinti auðvitað hvort það væri ekki stórsniðugt að fylgja þínu fordæmi Sveinn og hreinlega hætta þessu. Þetta er mikill tímaþjófur.
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 15:54
Auðvitað er það upphefð að vera bloggvinur hér á síðu þinni. Á meðan er bloggið ekki eintal sálar eins og er hjá flestum á moggablogginu. Það er nú ekki eins og alheimurinn sé að lesa þessi athugasemdaskrif okkar. Munur að vera á fisbókinni þar sem vinátta er skilyrði? Var að tala við Kúbverja í sundlauginni í morgunn. Hann sagði að Castro leyfði ekki internetið af ótta við byltingu. Hér varð búsáhaldabylting um árið, en nú er allt við það sama. Hógværð og stöðuleiki. Skrái mig ef þú hendir mér ekki út.
Sigurður Antonsson, 8.3.2011 kl. 14:52
Sigurður, sendu bara beiðnina! Henni verður vel tekið!
Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 15:13
Í bernsku golfíþróttarinnar var aðgangur ekki leyfður konum né hundum í golfskála. Síðan þá hafa menn slakað aðeins á og leyfa nú konur... ert þú kominn á það stig Björn að konur geta sent þér vinabeiðni
Var að sjá þetta núna við leit hjá þér... kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2011 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.