7.3.2011 | 17:13
Ofurlaunin greidd með stolnum fjármunum?
"Á heimasíðu félagsins bendir Vilhjálmur á að laun bankastjóra Arion banka séu 4,3 milljónir á mánuði sem sé 145% hækkun frá þau launum sem bankastjóri bankans var með árið 2008."
Þjóðin er sár og hneyksluð vegna fréttanna af ofurlaunum stjórnenda bankanna. Bankastjórarnir sjálfir eru auðvitað toppurinn á ísjakanum, en næstráðendur og þarnæst ráðendur eru líka á svimandi háum launum.
Þetta gerist á sama tíma og bankarnir bjóða svo lága vexti á innistæður og sparnað að varla tekur því að leggja þar nokkuð inn.
Ég lít þannig á málin að ofurlaunin séu greidd með stolnum fjármunum. Peningum sem eru hafðir af fólki og fyrirtækjum í landinu í formi lágra vaxta á innistæðum.
Bankaránin eru því ennþá á góðri siglingu í þessu landi auðhyggjunnar og spillingarinnar.
Segir að stöðva þurfi græðgisvæðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu búinn að láta Jóhönnu Sigurðardóttir vita að hún er höfuðpaurinn og stjórnandi lands þar sem auðhyggja og spilling ríkir í hennar skjóli?
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 17:24
Þórður, hún þekkir stöðu mála áreiðanlega ágætlega og þarf ekki neinar upplýsingar frá mér.
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 17:27
Arionbanki er einkabanki í meirihlutaeigu erlendra eigenda... ekkert sem hægt er að gera í því.. enda miðast þetta örugglega við sambærilega í bönkum í Þýskalandi þar sem meirihlutaeignin liggur.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.3.2011 kl. 17:29
Jón Ingi, í núverandi árferði þarf siðblint fólk til að þiggja svona greiðslur. Sama hver á bankana og hver laun bankastjóra í útlöndum eru.
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 17:33
Það skiptir máli við hvað er miðað. Laun allra á Íslandi eru of lág eftir "hrun" krónunnar.
Gjaldeyrishöft hjálpa til við að veita sumum hærri laun en öðrum.
Hvernig væri það að horfa á raunveruleikann? Ef Ísland á að loka sig af með höftum, þá gerist þetta.
Nýr hópur fólks fær það sem það vill en aðrir ekki.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 17:46
Stefán, ertu að segja að við ættum að losa um gjaldeyrishöftin á morgun? Hvað yrði þá um blessaða krónuna okkar?
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 17:55
Krónan á eftir að falla, en þá selja þeir sem ekki vilja eiga krónuna en þeir kaupa sem vilja hana á þeim kjörum sem býðst.
Eftir að þeir sem ekki vilja krónu er farnir, þá er hægt að byggja upp landið á því gengi sem við teljum eðlilegt.
Gengið erlendis er 270 krónur á evru. Hún mun aldrei falla meira en það. Evran kostaði 180 krónur fyrir ekki svo löngu síðan og ekkert gerðist. Líklega mun krónan enda þar eða meira að segja styrkjast.
Hvar eru hagfræðingarnir sem segja okkur hvað gerst ef höftunum verður aflétt? Ég hef gúgglað en ekkert fundið.
Flestir ófaglærðir segja að eitthvað hræðilegt muni gerast. Faglærðir einnig. En án þess að sína fram á einhver rök.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 18:08
Gengið erlendis er 270 krónur á evru segir Stefán. Fari gengið hér heima upp í þá tölu mun bjórinn á spænsku veitingahúsi fara yfir 800 krónur!
Er ekkert um þetta á vef Seðlabankans Stefán?
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 18:23
Það er ekkert um þetta á veg seðalbankans.
Þá sjá menn að verð erlendis er eins og hér;)
Þá sjá menn allt í einu að það borgar sig ekki að hafa gjaldeyrishöft;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 18:31
Við ætluðum að byggja upp nýtt, öðruvísi, betra og manneskjulegra Ísland.
Hvað varð um þá fyrirætlan?
Við erum ofurseld auðmannaklíku sem hefur hreiðrað um sig í helstu fésýslustofnunum og skipan bankasýslu ríkisins endaði í skötulíki vegna þess að Steingrímur fjármálaráðherra hræddist að verða kallaður kommúnisti af gömlum Heimdellingum.
Árni Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 19:03
Bankinn er sagður í eigu erlendra aðila. Það eru sjö milljarðar manna sem falla undir hugtakið erlendir aðilar! Af hverju ætli það sé svona mikið leyndó hverjir eiga bankann? Eru eigendurnir "erlend" aflandsfélög í eigu íslenskra útrásarræningja sem fengu þýfið afhent aftur með meðgjöf í boði íslenskra skattgreiðenda, sem þurfa þannig að greiða ránskostnaðinn tvisvar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2011 kl. 19:06
Sæll Árni! Tímabær spurning. Hvað varð um þá fyrirætlan? Ég hef orðað þetta svo að dagatalið í stóru bönkunum telji nú aftur á bak. Október 2008 nálgast óðfluga!
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 19:09
Axel Jóhann, þetta er skuggaleg pæling hjá þér. Hún gæti svo auðveldlega verið sönn, að minnsta kosti að hluta!
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 19:11
Sæll Björn ! Auðvitað stendur þitt innlegg fyrir sínu og sama gildir um innlegg gestanna þinna, en mér bara finnst það hafi geigað aðeins frá innihaldi fréttarinnar sem það er tengt.
Því Vilhjálmur er að biðja alþýðu landsins um að rísa gegn þess með þeim meðulum sem tiltæk eru og nefnir "búsáhöldin" sem eitt þeirra, bæði þetta og það sem ég sé að gestir þínir Björn ! setja í sín innlegg, sýna og sanna að það finnst snefill af réttlætiskennd í okkur öllum (nema kannski þeim sem fréttin eiginlega fjallar um) en hvernig höfum við svo brugðist við slíku upp í gegn um árin ?? jú sem oftast með " ég líka" enginn segir nefnilega, nei takk við hærri launum, eða...?
Það er hægt að taka í "lurginn" á bæði þeim sem bjóða og þeim sem þiggja ofurlaun ef viljinn er fyrir hendi, dettur svona í hug það sem skeði þegar fulltrúar bílaverksmiðjanna tveggja, Chrysler corp. og GM, mættu fyrir fjármálanefnd öldungadeildarinnar (minnir mig) í Washington, til að ræða "björgunarpakka", komu til höfuðborgarinnar í einkaþotum og svo frá flugvellinum í "límósínum" og voru gerðir afturreka og vinsamlega beðnir að koma með áætlunarflugi og leigubifreið eða strætó, svosem ekki stór sparnaður þar og þá, en gott "symból".
En eins og sagt var "ef viljinn er fyrir hendi" sá annarstaðar að þessir bankagreifar eigi að mæta niður í þingi hjá viðskiftanefnd á morgun, en það verður örugglega bara notalegt spjall yfir kaffi og kökum .
Axel er kannski með þetta já, jafn hryllilegt og það kann að vera.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 7.3.2011 kl. 19:57
Takk fyrir þetta Kristján. Nú er ein spurning komin í loftið. Hvað eru stjórnendur Landsbankans með í laun og þurfa þau ekki að hækka verulega við yfirtöku á SpKef?
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 20:15
Verjumst þetta er mafía sem hér er allt að drepa nú er nóg komið! Ég hef brennt á að bankakerfið er að fara sömu leið og áður afskrifa stórar upphæðir til vildarvina og hækka laun stjóra uppúr öllu valdi eins og áður því mun kerfið hrynja aftur eina og ég sagði fyrir löngu síðan eða fljótlega eftir fyrra hrunið, stefnan er beint á hausinn aftur með sama áframhaldi!
Sigurður Haraldsson, 7.3.2011 kl. 21:18
Sigurður, ég er skíthræddur um að þú hafir rétt fyrir þér. Það virðist einhver feigð yfir þessu öllu. Pukur, leyndarmál, óréttlæti og stór undarleg uppgjör. Sjá svo svar mitt í #12 til Árna.
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 21:29
Hér eru margar áhugaverðar bollaleggingar. Við getum þó öll verið sammála að bankarnir virðast ekki í neinum tengslum. Ekki við ríkisstjórn, almenning, launaþegasamtök....
Það er ekki nema um tvennt að ræða. Skatteggja þessi laun upp úr öllu þannig að svona vitleysa hendi ekki eða bara að hætta öllum viðskiptum. Kannski er þriðja leiðin tillaga Vilhjálms að mótmæla hressilega við bankana.
Björn (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:31
Nafni, hætta viðskiptum? Og snúa sér hvert? Allir nútímamenn þurfa að eiga bankaviðskipti. Fólk með lán, launareikninga, sparnað og hvað nú þetta heitir allt saman. Ég spyr aftur: Og snúa sér hvert?
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 22:44
Fólk getur ekki hætt að greiða reikn.í gegnum banka, en það á rétt á að fá laun sín greidd öðruvísi ef það kýs. Ég væri til í að fara þá leið. hætta "sem mestu" viðsk.við bankann. fá launin greidd í vasann bara. ekki hafa alltaf stóra bro´ður hangandi yfir öxlina á manni vitandi allt um fjárhaginn manns.
Adeline, 8.3.2011 kl. 10:42
Stefán Júlíusson Ráðherrabróðirin er ritar hér ofar hefur alla sína visku frá sérlegum ráðgjafa Iðnaðarráðherra,en sá ráðgjafi heitir Vilhjálmur Þorsteinsson,sem er stórvinur sakleysingjans Björgólfs Thors,og viðskiptafélagi í þokkabót.
Númi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:45
Númi, það er naumast hvað þú fylgist vel með Stefáni og því hvernig hann aflar sér upplýsinga!
Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 13:47
Björn: Það er með ólíkindum hvað hann Númi eltir mig á röndum hér í Bloggheimum. Ef hann gæfi sér smá tíma og læsi bloggið mitt, þá myndi hann vita álit mitt á Vilhjálmi Þorsteinssyni. En hann vill frekar minna mig stöðugt á það við hvað systir mín starfar. Hann er svona típískur nafnlaus bloggari.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 16:33
Stefán þú ert svo lúmskt skemmtilegur.Nú ætla ég að lúslesa bloggin þín.
Númi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:58
Held ad mikid se til i thessu hja Axe i no11 Thad er einver adtaeda fyrir allri thessari leynd en stuttu eftir ad Arion kommst i eigu thessara leynifelaga tha var sma umraeda um ad thetta vaeru aflandsfelog i eigu vikiana en thad var thaggad eins og allt annad sem kemur ser illa fyrir eigendur flest allra fjolmidla landsins
Bjorn no 19 thad er haegt ad fara i SP strandamanna eina ospillta stofnunin sem eftir er a landinu
Allavega kem eg ekki nalaegt Arion banka
Magnús Ágústsson, 9.3.2011 kl. 08:38
Ég myndi vilja sjá yfirlit yfir launastefnu allra bankanna og síðan yrði fólks flutningur yfir í þá banka sem hegða sér sómasamlega. Svakalega væri gaman að sjá þjóðina gera þannig átak, yfirlýsing um að við líðum ekki svona græðgi og spillingu sem er móðgun við alla þá sem eiga erfitt með að ná endum saman.
Mofi, 9.3.2011 kl. 11:52
Númi: Ég hlakka til þess.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 11:56
Þetta er nú meiri steypan hjá þér Stefán Júlíusson Ráðherrabróðir,þessir pistlar þínir.Lúðvík bróðir þinn er með miklu skeleggri pistla hér á blogginu. Svaka varstu spældur Stefán er ég svaraði þér á bloggi þínu,þú lokaðir á mig þú lýðræðissinnin. Þá ætla ég að minna þig á 9 Apríl Stefán MUNDU að segja NEI við Icesave það mun ég gera. .
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.