7.3.2011 | 21:18
Steingrímur, kannabis og skattarnir
Þessari frétt þarf Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra með tóman kassann, að gefa sérstakan gaum:
"Fundu lögreglumenn þar á sjötta tug kannabisplantna sem voru í ræktun á mismunandi þroskastigi." segir mbl.is
Þorlákshöfn var vettvangurinn að þessu sinni.
Hvað skyldi svona ræktun vera á mörgum stöðum hérlendis?
Í tugum húsa? Í hundruðum húsa?
Barátta lögreglunnar við þessa ræktun er eins og eltingaleikur sem aldrei endar.
Eilífðar eltingaleikur sem fer í endalausa hringi.
Ætli Steingrími fjármálaráðherra hafi ekki dottið í hug að gera svona starfsemi löglega til þess að geta skattlagt hana? Þar gætu stórar fjárhæðir verið í húfi.
Það eru býsna margir möguleikar til skattlagningar í neðanjarðarhagkerfinu!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, það á eftir að skattleggja allt neðanjarðarhagkerfið!!
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 23:22
Hrafn, viltu þá ekki sjá til þess að það verði gert? Þú virðist vera vel tengdur við valdaelítuna í þessu landi og ættir að fara létt með málið!
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.