8.3.2011 | 17:47
Icesave kosningarnar 9. apríl - Nei sinnar skora vel í könnun
Hér er nokkuð stór frétt af Icesave þankagangi þjóðarinnar. Hef verið með skoðanakönnun á síðunni minni í tæpa tvo sólarhringa.
Spurt var:
Hvað ætlar þú að gera í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave frumvarpið þann 9. apríl næst komandi?
Þegar ég lokaði könnuninni var staðan þessi:
Segja JÁ 39.3%
Segja NEI 56.7%
Skila auðu 1.7%
Sitja heima 2.2%
178 höfðu svarað og er þeim þökkuð þátttakan.
Held að þetta sé fyrsta könnunin þar sem NEI liðar fara með sigur af hólmi! Alla vega hef ég ekki rekist á neina aðra.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er netkönnun á blog.is. Því ber að taka hana með fyrirvara og það mjög miklum.
Jón Frímann Jónsson, 8.3.2011 kl. 19:51
Sammála, Jón Frímann.
Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 19:55
Greyið hann Jón Frímann ESB væluskjóða. Gott hjá þér Björn blíðlindi að hughreysta hann.
Númi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 23:46
Gat ekki stillt mig.
Jón Frímann er væluskjóða
sem fá vill sitt ESB.
Blíðlyndi Björn viltu bjóða
blessuðum drengnum þitt hné?
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.3.2011 kl. 01:42
Þetta er víst ofstuðlað, ég rubbaði því upp með svo miklum hraði.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.3.2011 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.