Ólafur Ragnar hlýtur að geta reddað þessu fyrir okkur!

Forseti Íslands var víst 86 daga á ferðalögum erlendis á síðasta ári og hefur verið 22 daga erlendis af 66 dögum þessa árs. Ferðadögunum fækkaði verulega í kjölfar bankahrunsins haustið 2008, en hefur nú fjölgað aftur. Segja má að forsetinn sé kominn í útrás aftur.

Hagur handhafa forsetavaldsins vænkaðist víst um 5 milljónir í fyrra vegna ferðagleði forsetans.

Látum það nú vera.

Eina ferð vildi ég sjá forsetann fara í á næstunni. Hann hefur verið mikill örlagavaldur í Icesave málinu og getur beitt sér enn betur ef hann vill og þorir.

Hann á að heimsækja valdamenn í Bretlandi og Hollandi og freista þess að sannfæra þá um að hætta við allar kröfur á hendur okkar fámennu þjóð. Með vísan til ýmissa raka sem fram hafa komið og einnig með vísan til fámennis þjóðarinnar.

Icesave er stórmál á Íslandi, en aðeins eins og hver önnur skiptimynt þar ytra.

Ólafur Ragnar hlýtur að geta reddað þessu fyrir okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur vor forseti,er alltaf að redda okkur,og það er aldrei að vita hve hann tekur uppá til aðstoðar þjóð sinni.Hann er nú aldeilis búin að gera það stórkostlega hingað til eftir hrunið. Björn aldrei að segja aldrei bíðum bara og sjáum til. Og Björn enn og aftur minni ég þig á 9 Apríl þegar við segjum   N E I  við  ICESAVE .   (ps:varstu ekki komin í hvíld frá Icesave skrifum,eða hvað.?)

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 16:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, vel fylgist þú með! Viltu heldur að ég hvíli mig?

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 17:29

3 identicon

Nei Nei enga hvíld hjá Birni,það yrði dauft hér á blogginu,ef þú ferð í bloggfrí. Áfram Björn,svo 9 Apríl Nei við Icesave.

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góðar pælingar að vanda !! en Ólafur er búinn að gera sitt, minni enn einu sinni á þetta:

“How far can we ask ordinary people – farmers and fishermen and teachers and doctors and nurses – to shoulder the responsibility of failed private banks.  That question, which has been at the core of the Icesave issue, will now be the burning issue in many European countries.”

Sagt í viðtölum við "heimspressuna" á einni af ferðum sínum í fyrra haust, þessu ummæli hafa vakið verðskuldaða athygli hjá almenningi og þeim ráðamönnum sem finnst nóg komið af þessu dekri spilltra ráðamanna við enn spilltari óreiðubraskara, svo mikla athygli, að þessi ummæli hans, ásamt höfnun Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu og neyðarlögunum haustið 2008, er farið að nota tengt, slagorðiðinu "Look To Iceland" sem eitt af fleirum í baráttunni við hvítflibbamafíuna.Þar fyrir utan er hann nú enn og aftur búinn að "spila" Icesave boltanum frá stuðningsmönnum hvíflibbakrimmanna og einfeldningunum sem styðja þá, til fólksins, svo það geti kosið um svo mikilvægt mál varðandi framtíðina, það er nú kjósenda að gera það sem gera þarf, hafna þessu og senda í dóm, svo hlutlaust mat fáist á réttmæti kúgunarkrafna B/H, gerðum í umboði þjófanna, það eru sífellt að bætast í hóp þeirra, sem vit hafa á, sem benda okkur á að slíkur dómur muni aldrei falla kúgurunum í vil, síðast þessir sjömenningar HÉR .MbkvKH 

Kristján Hilmarsson, 9.3.2011 kl. 18:27

5 Smámynd: Björn Birgisson

9. apríl. Já, mánuður til stefnu. Innlegg lögfræðinganna sjö er líklega nokkuð sterkt NEI megin og þeir boða 13 stuttar greinar í framhaldinu til að skýra sinn málstað. Gott hjá þeim.

Hins vegar væri það vandalaust að finna aðra sjö lögfræðinga,  megin, sem væru þeim svo innilega ósammála!

Lögfræði eru undarleg fræði. Oft verð ég hugsi þegar Hæstiréttur snýr úrskurðum Héraðsdóms á haus. Hvort réttarstigið hefur þá rétt fyrir sér?

Er lögfræðin ekki bara svona 50:50 vísindi?

Er nema von að almenningur sé ruglaður í þessu óþverra Icesave máli?

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 18:28

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján Hilmarsson, kærar þakkir fyrir þetta innlit.

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband