10.3.2011 | 12:44
Niðurgreitt grillkjöt að utan?
"Ef sumarið verður gott og landsmenn duglegir að grilla, getur farið svo að kótilettur seljist upp áður en nýtt kjöt kemur á markað."
Þetta er skondin frétt. Eiga niðurgreiðendur það á hættu að fá ekki niðurgreitt kjöt á grillið í sumar af því að kjötið, sem þeir niðurgreiddu, selst svo vel í niðurgreiðslu umhverfi erlendis?
Hvað gera hérlendir niðurgreiðendur þá?
Flytja inn niðurgreitt kjöt og senda bændum reikninginn til uppgreiðslu.
PS. Þetta er ekki frétt. Þetta er sölutrikk. Allir út í búð að kaupa nokkra skrokka!
Grillkjöt gæti orðið af skornum skammti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrefnuna á grillið og málið er dautt..............
þú ættir að vera vanur Ísfirðingur.......
Sigurður Helgason, 10.3.2011 kl. 13:30
Ertu brjálaður..??...þú veist að allar innfluttar landbúnaðarvörur eru baneitraðar...sérstaklega ef þær koma frá EB.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 13:44
Sigurður, er hrefnan góð á grillið? Verð að viðurkenna að ég hef ekki smakkað grillaða hrefnu, þótt að vestan sé!
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 14:38
Helgi Rúnar, allt sem annað fólk getur étið, það get ég líka étið! Ekki þó hafragraut og súran hval!
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 14:40
Betri og mýkri en nautakjöt og er að verða einn vinsælasta steikin á grillið, selst grimmt :)
rétt að bregða henni á, ekki steikja of mikið :)
Sigurður Helgason, 10.3.2011 kl. 15:45
Markaður fyrir íslenskt lambakjöt er að styrkjast. Það eru afar góðar fréttir. Og það styttist í það að bújarðir á Íslandi verða setnar af bændum og Guðmundur á Núpum og Karl Werners þurfa að kaupa sér gúmmístígvél og vinnuvettlinga.
Árni Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 15:58
Takk fyrir þetta, Árni Gunnarsson.
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 16:21
Niðurgreiðendurnir hérlendir verða að kaupa smyglað kjöt af erlendum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2011 kl. 16:47
Getur ekki fólkið borðað Cheerios?
Það þarf ekki gasið í það eða kolin.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 17:48
Cheerios á grillið! Frábær tillaga! Þakka ykkur innlitin Axel Jóhann og Jón Óskarsson.
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 17:51
Og allt á sama tíma og bændur fá styrki frá skattgreiðendum.
Rosa flott að borga Jóni peningar svo hann geti séð mér fyrir mat á viðráðanlegu verði, en fatta svo að Jón seldi allan matinn til einhvers annars. Og þá þarf ég að kaupa mér matinn frá öðrum á hærra verði.
Þetta eru svik við þjóðina og ekkert annað.Tómas Waagfjörð, 11.3.2011 kl. 09:42
Líka sniðugt að borga mentun fyrir lækna, sem síðan aldrei vinna hér á landi
bibbi (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.