10.3.2011 | 15:26
Snilldarspurning hæstaréttarlögmannanna sjö
Sjö hæstaréttarlögmenn skrifuðu undir eftirfarandi furðutexta og sendu hann til birtingar í fjölmiðli án þess að blikna eða blána.
"Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?
Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.
Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.
- Brynjar Níelsson hrl.
- Björgvin Þorsteinsson hrl.
- Haukur Örn Birgisson hrl.
- Jón Jónsson hrl.
- Reimar Pétursson hrl.
- Tómas Jónsson hrl.
- Þorsteinn Einarsson hrl."
"Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?"
Ja hérna!
Þetta er stórgóð spurning eða hitt þó heldur!
Svarið er einfalt.
Af því að þjóðirnar þrjár ákváðu sameiginlega að setjast að samningaborði og enginn stefnir þeim sem hann er að reyna að ná samningi við. Ég hélt að allir vissu þetta. Lögfræðingar sérstaklega. Hélt að þetta væri á þeirra sérfræðisviði.
Svo virðist ekki vera.
Mér skilst að þetta sé fyrsta útspil sjömenninganna af þrettán. Ætla rétt að vona að hin tólf séu ekki svona barnaleg, nema þeir vilji endilega fjölga í JÁ liðinu!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo augljóslega blekkingartilraun - og með formann lögfræðinga í farabroddi. Ekki varð þetta nú til að treysta tiltrúna á þessa stétt. Hverra erinda ganga hátsettir lögfræðingar og dómarar þessa lands?
Hulda (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 15:46
Talandi um að menn séu að skjóra sig í fótinn,þeir eru víst búnir að boða fleiri slíkar greinar í blöð á næstu dögum:)
Benedikt Jónasson, 10.3.2011 kl. 15:47
Eru þeir ekki með þessu framlagi að skaffa sér vinnu, vitandi að næg verða verkefnin þegar darraðardansinn hefst?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2011 kl. 16:45
Þetta er þörf ábending frá þessum lögmönnum.Ég skil ekki fólk sem vill borga skuldir annara. Ekki enn er búið að sjá hve mikið kemur útúr Gamla Landsbankanum. Það lækkaði um dagin um 15,milljarða er Iceland keðjan skilað arði í Bretlandi. Það eru miklar eignir enn inní gamla Landsbankanum,skilanefdirnar eru ekki að segja frá því hvernig staðan er,nei það á bara að neyða þjóðina til að segja já og notaðar hræðsluáróðurstækni með aðstoð Evrópusambandsins,og Samfylkingarinnar,sem er samasem=.(kommúnistaflokkur Íslands.) NEI Við ICESAVE N E I ICESAVE.
Númi (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 17:02
Þakka innlitin félagar!
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 17:18
Borgið þið bara annara manna skuldir strákar, en ég borga ekki!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 10.3.2011 kl. 17:53
"Ég borga ekki!" Eyjólfur minn, þú ert farinn að hljóma eins og Jón Ásgeir!
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 18:22
Þitt svar Björn ! við spurningunni "ósvöruðu" (því það er hún hvort sem þú eða lögmennirnir 7 reyni að svara hver fyrir sig, ég líka stundum), á rétt á sér eins og hvað annað, en er ekkert síður "barnaleg" en okkar hinna, svo lengi sem við erum að ýminda okkur svarið.
En það eru fleiri "ósvaraðar" spurningar á sveimi í málinu, t.d. hversvegna B/H hafa haft í hótunum á allann hugsanlegann hátt (annann en að gera vopnaða árás á Ísland) það er búið að hóta viðskiftaþvingunum, hindra inngöngu í ESB (búhú), tefja fyrir endurskoðunum AGS og hindra endurheimtur úr þrotabúum bankanna sem fryst voru. (reyndar eru þetta hótanir um vopnaða árás, vopn eru margt annað en bara byssur og sprengjur)
En einu hefur aldrei verið hótað, heldur svona passað upp á að það "laumist" um í skuggunum, sagt af öðrum og haldið á dylgjuplaninu, og það er einmitt hótunin um dómsúrskurð, hvorki Bretar né Hollendingar hafa hótað því í þau 2 ár sem búið er þrefa, þrasa og hafna þessum kröfum, HVERSVEGNA ?? þar sem þeir víla ekki fyrir sér að hóta öllu öðru??
Barnalegt ! ég skal benda þér á eitt enn Björn sem er barnalegt, og það er að tala um þessar 3 þjóðir sem jafningja og þær : "hafi ákveðið að setjast að samningaborði" kanntu annann, eða jafnvel 12 aðra ???
En svona er þetta, tómar ágiskanir og "kannski þetta" og "kannski hitt" svo ef ekkert kemur sem kastar betra ljósi á málið fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er lítið annað að gera, fyrir þann sem vill taka skynsamlega afstöðu til þess, en að "skræla" allt það óvissa utanaf og sjá hvort Já eða Nei stendur eftir með meiri kjarna.
Vil að lokum benda fólki á athyglisverðan slóða sem ég datt um nýlega HÉR þetta er grein hjá The American Society of International Law frá því í mars 2010 og fjallar mjög hlutlaust um neyðarlögin, Icesave og ekki síst tengir með "linkum" í nr.röð á flest það sem máli skiftir bæði Indefence og umfjöllun EES um Icesave ofl ofl.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 10.3.2011 kl. 19:15
Kristján Hilmarsson, takk fyrir þetta.
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.