10.3.2011 | 18:07
Er Gallup að falsa skoðanakönnun fyrir ríkisstjórnina?
Það er engu að treysta í þessu landi lengur. Hér morar allt í Icesave svikurum sem ætla að segja JÁ þann 9. apríl. Bankarnir njóta ekki trausts. Alþingi nýtur ekki trausts, hvorki meirihluti þess né minnihluti. Svo er nú að koma í ljós að skoðanakannanir, virtra fyrirtækja á því sviði, eru að öllum líkindum falsaðar, að minnsta kosti að mati Jóns Vals Jenssonar og einhverra "sumra" og ekki fer guðfræðingurinn með fleipur, nema kannski þegar nauðsyn brýtur heimskuleg lög!
Gefum honum orðið (af hans bloggsíðu í dag). Örstuttar glefsur:
"Sitthvað bendir til, að nýbirt Icesave-Gallupkönnun sé broguð eða lítt marktæk. Sumir telja jafnvel sumar nýlegar kannanir falsaðar ........................"
"Lygilega hljómar það því í eyrum kunnugra, að Gallup-könnun sýni 63% fylgi við þriðju Icesave-lögin og aðeins 34% andstöðu. Fyrir utan möguleikann á því, að eitthvað kunni að vera gruggugt við framkvæmd þessarar könnunar (djörf tilgáta er það að vísu) ....................."
Ef Jón Valur Jensson, sá góði drengur, segir þetta vera svona, hvað er þá til ráða? Hvet alla til að heimsækja síðuna hans og lesa meira um þennan dæmalausa sóðaskap.
Hvur þremillinn er hér á seyði?
Hverju og hverjum á að treysta?
Gæti Hjálpræðisherinn ekki tekið að sér að gera skoðanakannanir á Íslandi?
Allir treysta honum til góðra verka. Er það ekki?
Ja hérna
Stofna samtök gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki málið að það er slagsíða á þinni könnun? 56% sögðu nei en 40% já. Ef ég finn meðaltal af þinni könnun og hjá galupp eru ESB sinnar samt í meirihluta. Það segir mér að EBS sinnar eru í minnihluta hér á síðu þinni. Gallupkönnunin er jákvæð fyrir þá sem vilja frið við næstu nágranna, því sjálfsafneitunin skaðar okkur og gerir okkur að meira eylandi en þörf er á. Er ekki nóg komið að stærstu fyrirtækin flytji starfsemi sína úr landi, að H M verslunin heldur sig fjarri og efnahagsbatinn láti á sér standa.
Sigurður Antonsson, 10.3.2011 kl. 18:56
„Hér morar allt í Icesave svikurum“:
Mér finnst þú taka allt of djúpt í árina. Eigum við ekki að hlusta á sjónarmið Alisstair Darling í þættinum „Blekkingar“ í kvöld eftir seinni kvöldfréttir? Voru þessir svikarar ekki þeir sem vissu hvað var að gerast í aðdraganda bankahrunsins?
Þetta andóf gegn þessum Æseif samningum skilar ekki nokkrum sköpuðum hlut. Hvernig ætlið þið að byggja upp traust? Eða ætlið þið að læðast með veggjem eins og ótýndur glæpalýður? Nei við eigum að hafa góð samskipti við Breta og Hollendinga og fá þá til aðstoðar við að rannsaka þessi málog hafa upp á ránsfengnum.
Annað er heimska - í mínum augum, ómerkilegt lýðskrum ættað frá vissum aðilum sem vilja grafa undan ríkisstjórninni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2011 kl. 19:12
Vitiði nokkuð strákar við hvern maður á að tala hjá Gallúp til að kaupa falsaða skoðanakönnun? Geta blaðamenn BB frétta ekki fundið út úr því fyrir mann?
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 19:21
Sigurður og Mosi, ég bið ykkur að lesa færsluna mína með sömu gleraugum og ég notaði við að skrifa hana.
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 19:23
Grefill, þú hringir í 692-8060 og bíður eftir svari. Pantar svo það sem þú vilt. Ekki þó konur!
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 19:26
Þarf maður að elska ríkisstjórnina til þess að segja JÁ við Icesave? Eða vilja til þess að grafa undan ríkisstjórninni til þess að segja NEI við Icesave?
Er ekki minnsti möguleiki, pínu-ponsu-smámöguleiki, á því að vera á móti Icesave samningnum án þess að nokkuð annað búi að baki en "Ég vil ekki sjá þennan fjárans Icesavesamning"???
Kolbrún Hilmars, 10.3.2011 kl. 19:48
Björn minn, það er enginn sóðaskapur á minni síðu, ég er miklu meiri snyrtipinni en þú. Svo ertu farinn að lifa sníkjulífi á mínum pistlum, Björn, þetta gengur ekki!
Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 22:20
Jón Valur, er enginn sóðaskapur á síðu þinni? Ertu ekki að saka Gallup um svik og pretti? Ég hef aldrei séð svona ásökun fyrr. Sóðaskapur þinn fer í annála. Sullandi um allt hér á bloggi.
Þú ert ljóti auminginn að gangast ekki við eigin orðum. Ert þú kannski Pétur endurborinn í Getsemani garðinum. Með allt falsið og fláræðið á hreinu, þegar haninn vaknaði?
Ég held það.
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 23:14
Björn: það sem villti fyrir mér er að ekki er auðvelt að sjá hvað kemur frá þér og hins vegar þeim sem þú ert að gagnrýna.
Gott er að nota gæsalappir „...“ og ekki spara þær né nauðsynlega skýringatexta.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2011 kl. 23:27
Mosi minn, ég er ólíkindatól. Hyggst vera það áfram. Hissa þó á föttunarþættinum hjá þér. Hélt þig snarpari. Mann orðsins og textans.
Látum vera að sinni. Góður ertu samt.!
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 23:43
Ég hlusta oft á Útvarp Sögu. Enda besta skemmtiefni sem ég hef aðgang að, í fjölmiðlum, síðan Spaugstofan hætti hjá RÚV.
En ég gat ekki heyrt betur, fyrir tveimur dögum síðan, á Útvarpi Sögu, en Jón Valur segðist hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórnin væri að undirbúa stórfellt talningarsvindl í úrslitum væntanlegra kosninga um ICESAVE. Enda hefði ríkisstjórnin í tvígang látið falsa skoðanakannanir um sama mál. Ég bíð spenntur eftir útskýringum Jóns Vals.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 00:24
Nú spyr ég í alvörunni ... er Jón Valur virkilega maður sem þú tekur mark á? Hvernig dettur þér annað eins vitleysu í hug?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 08:45
H.T. Bjarnason, ég tek ekkert mark á JVJ. Hvernig dettur þér slík vitleysa í hug?
Björn Birgisson, 11.3.2011 kl. 11:02
H.T. Bjarnason, þú þarft ekki að hafa af því neinar áhyggjur, að ég taki mark á þér.
Svavar Bjarnason, þú verður að hafa rétt eftir. Ef þú "heyrðir ekki betur" en þetta, sem þú hefur nú skrifað bæði hér og á mínu bloggi, þá þarftu að fara í heyrnarskoðun. Ég sagðist ekki "hafa heimildir [svo] fyrir því að ríkisstjórnin væri að undirbúa stórfellt talningarsvindl í úrslitum væntanlegra kosninga um ICESAVE," né sagði ég: "Enda hefði ríkisstjórnin í tvígang látið falsa skoðanakannanir um sama mál." Ég sagðist hins vegar trúa þeim ESB- og Icesave-sinnum til þess. Hvergi gat ég um neina aðkomu ríkisstjórnarinnar að því að falsa skoðanakannanir, en ég hef rökstuddan grun um, að t.d. skoðanakönnun Fréttablaðsins um ESB nýlega sé alls ekki trúverðug, og það sama tel ég um Gallup-könnunina um Icesave, án þess að ég fullyrði að hún sé fölsuð, en a.m.k. er þar spurt leiðandi spurningar í upphafi, og ennfremur þarf að koma fram, hver kostaði hana. Böndin berast að Rvúvinu, sýnist mér og er ekki einn um það (sjá HÉR!). Vekja má athygli á því, að Rúv er undir stjórn (evró?)kratans Páls Magnússonar, sem skipaður var í starfið af hinni evrókratísku Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Jón Valur Jensson, 11.3.2011 kl. 17:44
Björn minn, ég nenni ekki að svara þér í þetta sinn, mig syfjar!
Er reyndar óbeint búinn að svara hér rangtúlkun þinni kl. 46 mín. í miðnættið.
Jón Valur Jensson, 11.3.2011 kl. 17:47
Svo sé ég, að ég verð að hafa betra eftirlit með þér, gæzkur.
Lætur vitleysur hanga hér uppi óleiðréttar dögum saman!
Jón Valur Jensson, 11.3.2011 kl. 17:57
Vitleysur? Eina vitleysan sem ég sé hér er þessi: "Björn minn, það er enginn sóðaskapur á minni síðu, ég er miklu meiri snyrtipinni en þú."
Og hún er þín, Jón Valur!
Björn Birgisson, 11.3.2011 kl. 18:18
Mjálmaðu bara, Björn minn, og sleiktu þinn fagra feld.
Jón Valur Jensson, 11.3.2011 kl. 23:11
Jón Valur, þú ert meiri asni en ég huggði. Samanber þitt síðasta innlit. Endilega mjálmaðu, þér til minnkunar!
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 00:30
BJÖRN, þú ritar á ýmsustu bloggi hjá þér að þú níðir engan niður,,,,,bíddu nú við þú heilagleiki,lestu það sem þú ert að rita,nú er ég smáhissa á þér.
Númi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 01:25
Nú nenni ég ekki að glefsa meira í þig, Bangsi minn, þú kannt ekki að taka gríni.
Ekki í kvöld að minnsta kosti.
Vaknar kannski með öflugra skopskyn með morgninum ...
En það var sem mig uggði, að það, sem hann Bjössi huggði (eins og þeir voru vanir að segja í Borgarfirðinum), það væri nú ekki til að reiða sig á.
En vertu nú kært kvaddur einu sinni enn.
Jón Valur Jensson, 12.3.2011 kl. 02:07
Jón Valur Jensson, ég þakka þér þetta þitt síðasta innlit á mína síðu. Ekki verður meira um heimsóknir þínar hér. Þú munt nú njóta þess vafasama heiðurs að vera sá eini sem ég hef lokað á. Gangi þér allt i haginn með þitt líf, sem og allra þinna nánustu.
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 02:28
Einhvern veginn finnst mér að oft er þörf en nú nauðsyn að bera klæði á vopnin. Þetta Æseif eins og skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson nefnir fyrirbærið, hefur átt ríkan þátt í að kljúfa þjóðina í herðar niður. Annar hópurinn og vonandi sá fjölmennari, vill leysa þetta mál í eitt skipti fyrir öll, sjá t.d. grein Jakobs Möller hrl í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar er hópur sem vill þverskallast og reyna e-ð andóf og skreyta sig jafnvel einhverri rómantík 19. aldar tengdri Jóni Sigurðssyni. Þessi hópur telur sig geta komist upp með það óvænta sem ekki gengur upp í nútímasamfélagi. Við verðum að halda áfram á vænlegustu brautinni, jafnframt að vinna að því að koma ábyrgðinni yfir á þá sem skaðanum ollu. Í þessum hóp er Jón Valur sem gerst hefur stríðsmaður mikill í þessu máli. Hann hefur alltaf verið nokkuð djarfur í skoðunum sínum og teflir djarft.
En þegar maður er kominn á þennan aldur, ætli við séum ekki allir fæddir kringum 1950, eg 1952, kallar aldurinn á að sækja rólegri mið og forðast úfið og varhugavert haf, enda kænan smá en aldan stór. Kannski mætti ráðleggja Jóni að sölsa um og í krafti menntunar sinnar sækja endurmenntun og síðan um brauð úti á landi. Að verða hógvær sveitaprestur, lesa og grúska var einu sinni draumur minn sem ekki varð að veruleika, en getur verið mjög skapandi.
Alltaf er leitt að heyra þá menn neyðast að loka dyrum og harðlæsa þeim. En það er stundum svona þá sættir takast ekki, sumir eru harðir í horn að taka, aðrir umburðarlyndir uns allt í einu þeir eru búnir að fá nóg eins og þú Björn. „Sådan er livet“ segja þeir Dönsku og sjálfsagt fleiri.
Góðar stundir og í guðs friði!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.3.2011 kl. 07:10
Þetta er nú meiri hitinn hérna en það er bara gott. Ég hef ekki mikla ´trú á könnunum þar sem spurt kannski ef. Hjá mér er bara já eða nei. Þegar spurt er ertu volgur með að kjósa með eða á móti t.d. Icesafe eða ESB en það er út í hött. Já nei svör með ESB eru ca 25% með inngöngu og 75% á móti Inngöngu og ég er viss um að það sé sama með Icesafe.
Valdimar Samúelsson, 12.3.2011 kl. 17:41
Mac Donalds fór áður en umræðan um Icesave hófst. Icesave er nánast erlent fyrirtæki í dag. Darlin segir og er sammál mér að eitthvað hafi verið að fjármálgeiranum hér. Ég segi grunnurinn er sá sami og hann er greiddir niður af vinnuaflinu hér.
Júlíus Björnsson, 13.3.2011 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.