11.3.2011 | 01:24
Útrásarvíkingar njóta enn verndar samfélagsins
"Snorri segir að lengi hafi verið reglur um eftirlit með peningasendingum úr landi, en eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hafi þessar reglur verið hertar. segir mbl.is
Tollverðir? Allir Íslendingar vita að tollverðir í nágrannalöndunum kíkja aldrei í töskur ferðalanga. Allir vita að íslenskir tollverðir kíkja aldrei í töskur brottfararfarþega frá Íslandi.
Ég hef víða farið og oft og aldrei verið beðinn að opna töskur mínar af tollvörðum nokkurs lands.
Þetta vissu útrásarvíkingarnir.
Þeir fóru með fullar ferðatöskur af evrum og dollurum, ekki krónum, í hverri sinni ferð yfir hafið, og þær voru margar, fjölmargar.
Í einkaþotum og í almennu flugi. Fengu svo ættingja og vini til að gerast burðardýr, gegn frírri gistingu og uppihaldi og öðrum lífsins gæðum. Dópi, vændi.
Just name it.
Þetta er svo borðliggjandi.
Ein spurning.
Af hverju geta ekki hinir föllnu bankar okkar upplýst um úttektir þessara aðila í gjaldeyri?
Gjaldeyri sem nú er vandlega falinn í skattaskjólum vítt um veröldina.
Allir bankar vita um allar sínar færslur.
Hvað tóku útrásarvíkingarnir mikið út í gjaldeyri?
Til hvers og hvert fóru peningarnir?
Ætti að vera auðvelt að tjá sig um það.
Það vill hins vegar enginn. Því ekki?
Ég veit svarið. Þjóðin veit svarið.
Viðbjóðurinn í þessu samfélagi er verndaður af öflum sem þykjast elska Ísland.
Öflum sem í raun fyrirlíta allt annað en eigin buddur.
Fyrirlíta Íslendinga.
Útrásarvíkingarnir njóta enn verndar á Íslandi.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.