Hvenær er of langt gengið í ásökunum um svindl gagnvart fyrirtækjum sem eiga allt sitt undir trausti og heiðarleika?

Undirbeltis atlaga að æru sómakærs fyrirtækis, eða bara saklausar vangaveltur? Held að mál hafi verið höfðuð af minna tilefni en því sem hér er til umræðu.

"Þjóðarpúls Capacent Gallup mælir mánaðarlega fylgi stjórnmálaflokka jafnt sem viðhorf þjóðarinnar til fjölmargra mála sem eru ofarlega á baugi hverju sinni." segir á síðu fyrirtækisins.

Slíkt mælingafyrirtæki verður að hafa 100% flekklausan feril. Það sér hver maður. Annars er það marklaust.

Segjum að þú, lesandi góður, værir forstöðumaður Capacent Gallup og þér væri ákaflega mikilvægt að orðstýr fyrirtækisins væri sem flekklausastur. Eðlilega.

Fram kæmi svo opinberlega, til dæmis á bloggi guðfræðingsins Jóns Vals Jenssonar, bláköld ásökun um að fyrirtækið þitt hefði hagrætt úrslitum skoðanakönnunar, vegna kosninganna um Icesave frumvarpið 9. apríl næst komandi, ríkisstjórninni í hag. liðinu í hag.

Hvað myndir þú gera í því máli?

Ég veit vel hvað ég myndi gera.

Ég mundi hlæja mig máttlausan yfir lánleysi guðfræðingsins, sem ekkert er heilagt, í baráttu sinni.

Sem betur fer er ég ekki forstöðumaður Capacent Gallup á Íslandi. Jóns Vals Jenssonar vegna.

Sá fengi að finna til tevatnsins!

PS. Taktu þátt í könnun hér til vinstri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er guðsmanninum eitthvað heilagt, annað en eigin rassgat?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Björn Birgisson

Veit ekki!

Björn Birgisson, 11.3.2011 kl. 22:16

3 identicon

Ekki átta ég mig á hvert þú ert að fara með þessari  ásökun á Jón Val, en varla er hún merkileg þar sem að þú færir engin rök fyrir henni kæri Björn!!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 23:56

4 Smámynd: Björn Birgisson

Segir sig sjálft. Þvaður JVJ hittir hann fyrir.

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 01:28

5 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, hér eru rökin, tekin af síðu JVJ:

"Sitthvað bendir til, að nýbirt Icesave-Gallupkönnun sé broguð eða lítt marktæk. Sumir telja jafnvel sumar nýlegar kannanir falsaðar ........................"

"Lygilega hljómar það því í eyrum kunnugra, að Gallup-könnun sýni 63% fylgi við þriðju Icesave-lögin og aðeins 34% andstöðu. Fyrir utan möguleikann á því, að eitthvað kunni að vera gruggugt við framkvæmd þessarar könnunar (djörf tilgáta er það að vísu) ....................."

Nóg fyrir þig?

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 16:46

6 identicon

Nei Björn, það er ekki nóg fyrir mig, hið rétta er að mikill meirhluti íslendinga er á mótí þessum samningi! og eru þessar kannanir Gallup þar af leiðandi ekki marktækar!

Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 20:44

7 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, fetaðu þá í fótspor meistara þíns og sakaðu Gallup opinberlega um að falsa tölurnar. Ég skora á þig að gera það! Nægur kjarkur er það ekki?

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband