12.3.2011 | 16:37
Moggabloggið í hægagangi
Moggablogginu kynntist ég fyrir tæpum þremur árum og mér fannst sem opnast hefði fyrir mér býsna heillandi og skemmtilegur heimur.
Fjölmargir að skrifa um allt milli himins og jarðar. Flottir pennar, miðlungspennar og reyndar niður í illa skrifandi fólk líka. Öll flóran sem sagt. Sem var bara skemmtilegt.
Fjölmargir hurfu á braut þegar Davíð var ráðinn ritstjóri Moggans og einhverjir bættust við.
Mín tilfinning fyrir Moggablogginu hefur að undanförnu verið sú að öll umferð hér hafi snarminnkað. Færslum hafi fækkað verulega og skrifurum líka. Skoðanir býsna einlitar.
Ef til dæmis Eyjan tekur upp færslu af Moggabloggi og birtir á sinni forsíðu, má reikna með fimm til sexföldun heimsókna. Hvað segir það manni?
Hér var áður líf og fjör, en nú töltir Moggabloggið aðeins áfram í hægagangi.
Þetta er mín tilfinning.
Hvað finnst þér?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er orðið hrikalega dapurt Björn.
Meirihlutinn af þeim sem eftir sitja hér á blogginu eru trúar rugludallar, einfeldingar og hugmyndaflugs lausir heilaþvegnir sjallar sem éta þreyttar klisjurnar hver út úr öðrum..
Útvarp Saga er að verða gáfumanna félagsskapur við hlið þessarar hörmungar.......
hilmar jónsson, 12.3.2011 kl. 17:14
Sæll Hilmar, gaman að sjá þig! Ertu kominn með blogg á öðrum miðli?
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 17:18
Nei nei, er bara hvíla mig á þesssu. Blogga þó reglulega við konuna mína en það fellur oftar en ekki í grýttan jarðveg...
hilmar jónsson, 12.3.2011 kl. 17:33
Jamm ........ þær eru erfiðar þessar konur .............. en samt alveg nauðsynlegar!
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 17:38
Moggabloggið er eins og þið segið félagar, einsleitt orðið og þreytt. En moggabloggið er, hvað sem öðru líður, enn skemmtilegasta og notandavænsta bloggumhverfið sem boðið er upp á. Eyjan er ekki bloggsíða í þeim skilningi, frekar lokaður klúbbur forvalina einstaklinga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 17:47
"Skemmtilegasta og notandavænsta bloggumhverfið sem boðið er upp á."
Sammála því, Axel Jóhann.
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 17:55
Af einhverjum einkennilegum ástæðum þá hafa Moggamenn unnið markvisst að því að eyðileggja blog.is frá því sem áður var með alls kyns illa hugsuðum breytingum. Mér er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna sú stefna var tekin.
Annars er ég algjörlega ósammála ykkur sem haldið því fram að Moggabloggið sé "skemmtilegasta og notendavænsta bloggumhverfið". Staðreyndin er að þetta er elsta risaeðla bloggheimanna, eitt fyrsta bloggið sem leit dagsins ljós á Íslandi og hefur nánast ekkert breyst síðan.
Þið ættuð að prófa Wordpress, langvinsælasta blogg-platform í heimi.
Grefill (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 18:36
Sé ekki betur en að bestu bloggararnir á eyjunni séu á flótta þaðan eftir að Björn Ingi teygði sína spilltu krumlu þangað.
Aðalega Framsóknarmenn eftir þar..
hilmar jónsson, 12.3.2011 kl. 18:43
Björn, það er rétt að margir góðir bloggarar hafa flutt sig yfir á Eyjuna, en eins og að ofan segir, það er einkaklúbbur ákveðinna, og ekki hægt að komast þar að, en Moggablogg er fyrir hinn almenna borgara og einskins krafist nema þá helst að hegða sér siðsamlega! Það er því annsi dapurt Björn af þér og Hilmari að tjá ykkur eins og þið gerið hér að ofan, alltaf að kenna Dabba um að hafa skemmt það, það er ekkert að Moggablogginu annað en að þið eruð sífellt að blammera það með orðum ykkar!!!
Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 20:09
"Fjölmargir hurfu á braut þegar Davíð var ráðinn ritstjóri Moggans og einhverjir bættust við."
Ef þetta eru blammeringar, Guðmundur minn, erum við ekki að tala sama málið!
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 20:20
Þetta er meira en rétt. Ég held að þetta sé "upplýst" ákvörðun þar til bærra aðila um að þurrka út lýðræðið. Þetta er orðin sviðin jörð.
Enda líka þynnist mogginn ekki satt?
Hallgerður Langbrók (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 20:55
Grefill, hvar yrði þá gamanið við að skiptast á skoðunum og rífast eins og hundur og köttur??
Wordpress er engan vegin samboðið Moggablogginu.
Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 22:26
Hvað viltu alltaf vera að rífast Guðmundur ? Og við Björn þessir friðsemdar menn....
hilmar jónsson, 12.3.2011 kl. 22:45
þetta er ágætt dæmi um ægæti þessarar bloggsíðu, við erum að kýta um svona smáræði!!!# i rest my case"
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 23:04
Gott hjá þér Guðmundur minn, Jón Steinar fær nú mál þitt. So, dont worry, just be happy! You are in save hands!
Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 23:24
Vanhugsaðasta breytingin hjá mbl.is varandi bloggið var sú að færa innganinn að því neðst á forsíðuna. Eftir þá breytingu hefur maður orðið var við mun minni lestur en áður.
Á meðan tilvísunin í bloggið var efst, eða ofarlega á síðunni virtist vera mun meira líf og fjör á bloggsíðunum, sem manni fannst stórminnka við flutninginn neðst á síðuna.
Nema þetta eigi bara við um mitt blogg, þ.e. að færri nenni að lesa það núna en áður var. Það gæti auðvitað verið nærtækasta skýringin.
Axel Jóhann Axelsson, 13.3.2011 kl. 12:10
Axel, tilfærslan á innganginum hefur tvímælalaust minnkað alla umferð hér á Moggabloggi. Til hvers var mbl.is að gera þessa breytingu?
Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 12:16
Björn spyr: "Til hvers var mbl.is að gera þessa breytingu."
Við þessu mundi ég líka vilja fá svar. Blog.is er að því er ég best veit eina vefsíðan í heiminum þar sem eigendur vinna markvisst að því að minnka umferðina. Hjá öðrum er það öfugt.
Mér er það gjörsamlega hulin ráðgáta hver akkur Moggamanna í málinu er.
Grefill (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.