Niðurstaða könnunar liggur nú fyrir. Ríkisstjórnin vinsæl á Moggabloggi!

Skömmu eftir miðnættið síðasta setti ég skoðanakönnun í gang á síðunni minni og var þá með það í huga að stoppa hana þegar um 200 hefðu tekið þátt. Því marki hefur nú verið náð og það verð ég að segja að niðurstaðan kom mér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess að könnunin var gerð hér á Moggabloggi.

Spurt var:

Hvaða einkunn viltu gefa ríkisstjórninni?
1 - 2 sögðu 38,6%
3 - 4 sögðu 4.5%
5 - 6 sögðu 6,9%
7 - 8 sögðu 29,7%
9 - 10 sögðu 20.3%
202 hafa svarað.
Þetta finnst mér merkileg niðurstaða. Ef hún er dregin aðeins saman lítur hún svona út:
Falleinkunn (1-4) segja 43,1%
Miðlungseinkunn (5-6) segja 6,9%
Góða einkunn (7-10) segja 50%
Ríkisstjórnin má vel við una. Ekki átti ég von á þessari niðurstöðu. Ekki hér á Moggabloggi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 19:32

2 identicon

Sælir allir hér á þessari ágætu bloggsíðu. 

Moggabloggið hefur tapað 60% af lesendum sínum á 2 árum, en ríkisstjórnin heldur sínu, þrátt fyrir erfið hreinsunarstörf eftir frjálshyggjusukkið.

Sem betur fer eru ennþá margir, sem sjá í gegnum moldvirðið frá Útvarpi Hroða og öðrum áróðursveitum.

Með kveðjum úr Grafarvogi.

Sveinn Páls. (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 20:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ráfaði inn á síðu  guðsóttabloggarans og þar gefur á að líta færslu sem heitir "Skoppandi hvað?", þar segir m.a.:

".......að ógleymdu því að vera jafnan að fást við krefjandi mótstöðu; ekki kæmist ég af án minna fjandvina á netinu, svo sem Bangsa og allra hinna."

Er "vinurinn eini" að tala um þig þarna Björn? Hvernig tilfinning er að vera ábyrgur fyrir tórunni í gleðipinnanum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 20:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, hef ekki græna glóru um hvern JVJ er að uppnefna svona smekklega.

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 20:28

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, þegar að ég tók þátt í þessari "könnun" þinni sem  var skömmu fyrir lok hennar, var staðan sú að mikill  meirihluti var andvígur þessari ríkisstjórn, þannig að það  kemur mér á óvart að sjá þessa niðurstöðu.

Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 21:54

6 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, enn kemur þú mér á óvart. Staðan breyttist nánast ekkert frá atkvæði um 100 til síðasta atkvæðis. 2-3% til eða frá. Ertu að taka JVJ á þetta og segja að ég hafi svindlað og hagrætt úrslitum? Segðu það þá hreint út maður!

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 22:20

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nei, það er ég ekki að gera, slakaðu aðeins á kæri vin.

Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 22:29

8 Smámynd: Björn Birgisson

Gott, geri það. Er reyndar alltaf nokkuð slakur!

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 22:37

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég hef þá sloppið inn,áður en kvótinn var búinn. Ég setti í 1-2.Sú var tíðin að pólitik var í mínum huga eitthvað svo framandi,ég kaus sitt á hvað,ætli ég hafi ekki tilheyrt flökkufylgi. Mér var svo nákvæmlega sama hverjir mynduðu stjórn. Þannig er það ekki í dag.   En Björn komst þú aldrei niður á Alþingi,fyrst pabbi þinn var þingmaður. Ég kom þarna mjög oft,þarna var vinkona mín Rannveig á símanum og Gréta býr í þínu bæjarfélagi,tengdadóttir mín fyrrverandi var ritari. Eitt dæmi um hvað allt hefur breyst,að í dag verð ég að skilja eftir töskuna niðri og yfirhöfn og lögregla er á vakt. ER boðin í kaffi þarna til frænda míns,til að ræða málin,það breytist ekkert hjá mér. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2011 kl. 01:27

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Helga, þú virðist heilsteypt kona, allavega ertu réttu megin við mitt álit!

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2011 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband