Á meðan dundar geðveikur einræðisherra sér við að murka lífið úr löndum sínum

"Bandaríkin styrktu hernaðarmátt sinn úti fyrir ströndum Líbýu í dag og fóru kjarnorkukafbátur og tundurspillir um Súezskurð inn í Miðjarðarhaf. Styrking flotans kemur í kjölfar vangaveltna um að sett verði bann við flugumferð yfir Líbýu."

Allar fréttir af viðbrögðum alþjóða samfélagsins bera sama keim. Enginn þorir, eða vill, taka ákvörðun um að stöðva þá hryllilegu stríðsglæpi og fjöldamorð sem eiga sér stað í landinu.

Allir halda að sér höndum. Alheimslögga USA, NATO, Evrópusambandið, öll samtök Araba. Allir. Enginn þorir, eða vill, gera nokkurn skapaðan hlut.

Á meðan dundar geðveikur einræðisherra, sem reykir opíum og drekkur opíumte, samkvæmt heimildum á annarri síðu, sér við að murka lífið úr löndum sínum og hann mun halda þeirri iðju til streitu svo lengi sem honum endist örendið. Fyrst ætlar hann að sigra uppreisnarmenn og síðan leitar hann hefnda og tínir þá niður til foldar.

Að honum gengnum tekur bara einhver annar við úr hans spilltu yfirstétt.

Slátrunin er rétt að hefjast.

Heimurinn horfir bara á.

Svolítið hissa, en gerir ekkert.

Samt er olía þarna.


mbl.is Loftárásir á uppreisnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég  segi eins og ég ritaði við blogg frá Baldri L´Orange: http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1149973/

Leyfum þessum ofstækismönnum að sjá um sig sjálfa, hvað hefur það leitt  af sér að að frelsa Afríkuríki frá annað hvort hvítum mönnum eða þá frá öðrum svörtum einræðisherrum sem þá hafa  tekið við!!! látum þetta afskiptalaust!!!

Eru ekki næg áhygguefni hér innallands sem og erlendis að fást við önnur en þetta?? 

Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 22:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er nokkur munur á því sem er að gerast í Líbýu eða Palestínu, nema hvað þjóðarmortðið mun varla standa yfir í áratugi í Líbýu? 

Heimurinn horfir á en ekki lengi því NB, það er olía í Líbýu, ekki Palestínu. Hernaðar íhlutun verður með hverjum deginum líklegri, menn eru þegar farnir að tala sig í þá átt. Vestræn ríki hafa enn ekkert lært af íhlutunum sínum í málefni þessa heimshluta og brenna sig stöðugt af sama eldinum.

Ef fólk á vesturlöndum heldur að uppúr ösku Gaddafi rísi svo fullskapað lýðræði á vestræna vísu þá vaða menn reyk. Gadda verður einungis skipt út fyrir annan álíka sem fyrst um sinn verður örlítið geðugri en fer síðan í hjólför fyrirrennara síns.

Bandaríkin hafa engan áhuga á lýðræði í þessum heimshluta meðan einræði þjónar þeirra hagsmunum mun betur. Þeir hafa t.d. ekki enn áttað sig á því að stjórnarfarið í Sáddi-Arabíu á ekkert skylt við lýðræði og þeir áttuðu sig rétt nýlega á því að eitthvað vantaði á lýðræðið í Egyptalandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, Guðmundur minn, umheimurinn á ekkert að gera. Nema þá kannski að koma upp sýningarglugga, sem beinist að Líbýu.

Endilega kíkið á þennan glugga. Svona eiga þjóðarmorð sér stað.

Mjög athyglisvert og áhugavert að verða vitni að þessu! Það kostar aðeins tvær evrur að kíkja í gluggann! Fjölskyldur fá auðvitað góðan afslátt! Endilega leyfið börnunum að njóta þessarar skemmtunar líka!

Svo eru þetta bara muslimar!

Öldungis fráfært.

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 23:00

4 identicon

Innan þriggja sólarhringa verður gerð innrás inní Lýbíu,Nato og Sérsveitir ótilgreindra Arabaríkja. Takið eftir.

Númi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 23:01

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, ég nefndi aldrei múslima á nafn, ég talaði um afríkuríki.

Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 23:09

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Vopnasala til þessa einræðisherra er hrikalegur kapítuli í mannkynsögunni. Hversvegna skyldu Rússar vera á móti aðgerðum. Tony Blair var eitt sinn nefndur "family friend " Gaddafis. Hvers vegna hann fékk þetta viðurnefni veit ég ekki en olíupeningarnir hafa löngum spillt siðferðinu.

Ronald Regan var sá eini sem sýndi Gaddafi í tvo heimana. Allt bendir til að Bandaríkin taki brátt í taumana og komi í veg fyrir að Gaddafi geti beitt herflugvélum á sína borgara. Annars er til lítils að hafa skoðun á hermálum ef hlutleysið er það mikið að við megum ekki sigla gæsluskipi inn á Miðjarðarhafið.

Sigurður Antonsson, 12.3.2011 kl. 23:12

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef bandaríkjamenn ákveða að sigla skipum sínum að Lýbíuströndum er það bara vegna olíunnar og einskins annars!  Þeim er alveg sama um hroðann sem í Lýbíu fer fram!

Guðmundur Júlíusson, 12.3.2011 kl. 23:15

8 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ég sá þitt innlit og segi kannski! Er ekki eins viss og þú virðist vera.

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 23:38

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Antonsson, þakka þér þitt góða og gáfulega innlit. Þú kemur inn á vopnasölu. Þar kemur þú lóðbeint inn á siðferði. Allir selja öllum sem geta greitt. Það er siðferði heimsins í dag. Frjálshyggja okkar tíma.

Svo hefst slátrunin, uppgreidd að fullu, án vanskilavaxta, en alltaf greidd með blóðpeningum, stolnum frá alþýðufólki.

Líkum skal svo jarðholað á kostnað blóðmjólkaðra ættingja, á meðan morðingjarnir leika sér með morðtólin og leita að nýjum fórnarlömbum.

Frjálshyggjan drepur.

Einræðið drepur.

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 23:54

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nei, frjálshyggjan  glöggvar og einræðið drepur Björn

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2011 kl. 00:17

11 Smámynd: Björn Birgisson

Fuss!

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 00:20

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þér Björn og segi foj

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 00:29

13 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fuss og svei, einmitt það  sem mamma heitinn sagði þegar að henni fannst ég fara með fleipur sem ungur drengur, nema að nú er ég mörgum dögum eldri og engar  fleipur hef ég sagt í langan tíma!

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2011 kl. 00:29

14 Smámynd: Dexter Morgan

Maður á alltaf að taka mark á og gera eins og mamma vill, þetta hefðir þú betur lært í æsku, Guðmundur.

Dexter Morgan, 13.3.2011 kl. 00:56

15 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Dexter Morgan, ég lærði í æsku að vinna göfgaði mannin og að matur á borðum væri alls ekki sjálfsagður þá, ég lærði líka frá móður minni og föður að það þýddi ekkert að skrópa í skóla eða að mæta ekki í vinnu sem þú varst búinn að skuldbinda þig til , sama hve slæmt veður úti var, heiður og skylda var það sem mér var innrætt, betur að að kynslóð fjárglæframanna  nútímanns hefði verið innrætt með sama sniði.

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2011 kl. 01:03

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mamma mín sagði mér líka að vinna göfgi manninn en jafnframt að hver og einn ætti að lifa af eigin striti en ekki svita annarra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 01:16

17 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gáfulega sagt hjá móður þinni Axel,  vona að þú lifir samkvæmt því.

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2011 kl. 01:33

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hef ég gert Guðmundur, því frjálshyggjan, sem byggir á svita annarra, hefur aldrei mettað minn maga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 01:42

19 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Axel, frjálshyggjan byggir borgir, án hennar væri ekki til lýðræðislegt samfélag, samfélag Steingríms og Jóhönnu er kubbaldi samfélags  þar  sem  að allir eiga vera eins og búa eins, eða eins og Laddi sagði, "eitt ríkis" og hana nú.

Guðmundur Júlíusson, 13.3.2011 kl. 02:08

20 identicon

Veit ekki betur en að frjálshyggjan hafi komið okkur á þennan hála ís sem við reynum að skauta og það má alveg deila um hversu lýðræðislegt þar var þegar 2 æðstu menn þjóðar ákváðu að styðja innrás án þess að spyrja lýðinn. Yfirleitt eru það ráðherrar sem taka ákvarðanir svo kannski ættum við að kalla þetta sem hér er og verið hefur ráðherraræði.

Það er líka gaman að sjá hvað lífið er lítils metið af því að fólk er svo óheppið að vera fædd í landi sem einræðisherra stjórnar,þá er alveg í lagi að murka það úr þeim,tala nú ekki um ef það er í afríku sem er nógu langt í burtu frá okkur.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 09:47

21 identicon

Að kenna frjálshyggjunni um allt sem farið hefur miður í þjóðfélaginu er náttúrulega bara heimska, það er eins og að kenna bílnum um að hafa farið of hratt, af því hann gat það

Casado (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 12:38

22 identicon

Það er engin og ekki hægt að kenna frjálshyggjuni um allt einni og sér en samlíking þín er góð Casado.

Frjálshyggjan er bíllinn en þeir sem hana boðuðu og á hana trúðu voru í hlutverki bílstjóra,sem keyrði klárlega of hratt og jafnvel ekki með hendur á stýri og það getur bara endað á einn hátt.

Farþegarnir bera líka ábyrgð að því leytinu að þeir áttu aldrei að vera með svo kærulausum bílstjóra og áttu benda honum á villu síns vegar,þeir fáu sem það þorðu voru fljótt skotnir í kaf.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband