13.3.2011 | 10:44
Góð auglýsing
"Breska efnahagsbrotadeildin, The Serious Fraud Office (SFO), hyggst framkvæma fleiri húsleitir á næstunni í tengslum við rannsókn lögreglunnar á hruni íslensku bankanna."
Fínt að auglýsa það svona með góðum fyrirvara. Þá er hægt að gera nauðsynlegar ráðstafanir og taka svo vel á móti leitarmönnum.
Fleiri húsleitir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað hefði áður fyrr verið afleit aðferð lögreglu að boða húsleit hjá grunuðum mönnum í fjölmiðlum. En gætum nánar að:
Með tölvutækninni er unnt að undirbúa slíka húsleit mjög rækilega. Öll tölvusamskipti og gögn getur lögregla hafa komist yfir gegnum þessa tækni. Slóð afbrota tengdum fjármálum er ekki auðvelt að hylja. Slóðina má rekja en þarna reynir auðvitað á reynslu og þekkingu þeirra tæknimann a sem lögreglan hefur aðgang að.
Unnt er að brjóta upp leynikóða og aðgangsorð með aðferðum tölvuhakkara. Til eru meira að segja forrit til að auðvelda það verk.
Við verðum að treysta lögreglunni í sínum vandasömum störfum. Lögreglan hefur að öllum líkindum fullgildar sannanir fyrir grun sínum um afbrot, húsleit verður því aðeins n.k. staðfesting á þeim sönnunargögnum sem fyrir hendi eru, lagt verður væntanlega hald á ýms gögn, lykiltölvur og annað sem máli kann að skipta.
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2011 kl. 11:00
Þú ert duglegur að skrifa Björn og oft ansi góður. En þó stundum ögn naive. Heldurðu vikilega að SFO viti ekki hvað þeir eru að gera?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 11:15
Það er þá hægt að hafa heitt á könnunni og með því þegar þeir koma, eða vilja þeir frekar te hjá "Sérstökum" (Alvarlegum) þeirra Breta?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 11:17
Haukur, þetta átti nú að lesast sem léttmeti!
Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 11:24
Það er oft góð alvara bak við léttmetið hjá honum nafna mínum. Haukur, þetta er ekki naive ábending, menn röfluðu ekkert lítið út af íslenskum yfirvöldum þegar þeir gáfu út sambærilegar fyrirætlanir sínar í fyrra. Haukur! þú hefur líklega verið á sömu skoðun þá að yfirvöld hafi vitað hvað þeir væru að gera er það ekki?
Björn (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 11:34
Sæll Björn, það er nú ekki til of mikils mælst að þessi grei fái svolítinn fyrirvara, það er nóg sem þeir hafa þurft að þola samt. Allt það tap sem þeir urðu fyrir, vegna þess að yfirvöld stóðu ekki vaktina og stoppuðu þá af í ruglinu. Það er náttúrulega alveg út í hött að ætlast til þess að menn stundi heiðarleg viðskipti og því á ekki að bitna á þeim ef stjórnvöld stoppa þá ekki af.
Að menn skuli þurfa að lifa við þá ógn að geta svindlað eins og þeim sýnist og jafnvel tapað einhverjum hluta af sindlgróðanum, án þess að vera stoppaðir af, er auðvitað gjörsamlega ófært. Því er lágmark að þeir fái örlítinn fyrirvara áður en húsleit fer fram hjá þeim.
Gunnar Heiðarsson, 13.3.2011 kl. 11:47
Það er vandlifað í veröldinni, bæði fyrir heiðarlega og óheiðarlega. Því þarf að hjálpa báðum hópunum!
Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.