Bjarni með nett skot á þingflokkinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun í ágætu spjalli við Sigurjón Egilsson.

Þetta var svona dæmigert spjall við stjórnmálamann. Spjall þar sem stjórnmálamaðurinn víkur sér fimlega frá því að svara ýmsu og forðast að negla nokkurn hlut niður.

Ég hef alltaf á tilfinningunni að stjórnmálamenn séu fegnastir þegar svona viðtölum lýkur.

Efnislega sagði Bjarni:

Kosningar? Já, við erum alltaf tilbúnir. Bæði í kosningar og stjórnarþátttöku að þeim loknum. Við þurfum að leiðrétta valdahlutföllin á Alþingi. Við erum ekkert sáttir við að hafa aðeins 16 þingmenn.

Fyrst þurfum við að fara í gegn um prófkjör og þá endurnýjun sem þeim fylgir.

Endurnýjun?

Þetta var nett pilla frá formanninum á þingflokkinn sinn. Hann átti bara eftir að segja hverja hann vildi losna við.

Sem var auðvitað óþarfi.

Það vita það allir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vandamálin hjá Sjálfstæðisflokknum fölna i samanbuðri við vandamálin sem eru innan rikisstjórnarflokkana, forystukreppa í SF, þingmenn sem vilja slíta stjórnarsamstafinu, vg klofinn í herðar niður,  flokksforystan svikið stefnu og hugsjónir fyrir völd o.s.frv.

Óðinn Þórisson, 13.3.2011 kl. 17:44

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ljótt ef satt er.

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sjálfstæðisflokkurinn er til í allt sem getur tafið eða hindrað nauðsynlega endurskoðun stjórnarskrárinnar. Allir flokkar hafa frá lýðveldisstofnun verið "tilbúnir" til að endurskoða stjórnarskránna, en alltaf hefur strandað á því sama, þröngum flokkspólitískum hagsmunum og þar hefur Framsóknarflokkurinn lengst af verið í forystu. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur núna leyst Framsóknarflokkinn af sem aðal andstaðingur stjórnarskrárbreytinga, enda óttast þeir að hafi þeir ekki tögl og haldir í þeirri umræðu verði gengið á "rétt" sérhagsmunahópana undir þeirra verndarvæng, sem ýmist hafa sjálfir tekið sér eða verið fært upp í hendurnar eigur þjóðarinnar með þeim forréttindum sem sem því fylgja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband