Einelti konu gagnvart karlmanni hljómar ósennilega

Fullorðinn karlmaður sakar kvenkyns bæjarstjóra um einelti. Þetta gamla mál komið í fjölmiðla að nýju. Eins og svo oft áður þá segir fréttin lítið. Aðeins af yfirborðinu. Ekkert er skyggnst undir það.

Hvert er misklíðarefnið? Af hverju hefur maðurinn verið frá vinnu allan þennan tíma? Varla vegna hins meinta eineltis eingöngu. Amar eitthvað annað að honum? Ef svo er, þá hvað?

Manni finnst alltaf hálf aumingjalegt þegar fullorðnir karlmenn leggjast í það að saka konur um einelti. Rétt eins og um kynferðislega áreitni.

Hún tilheyrir körlum! Hver man ekki eftir Michael Douglas og Demi Moore í Disclosure? Þetta var bara ósmekklegur útúrdúr!

Ég á mjög bágt með að trúa einhverju eineltishjali í þessu máli. Greinilega hefur eitthvað gengið á og mikil misklíð verið á milli aðila. Hver var hún?

Þá er bara að leysa hana. Það gerir fullorðið þroskað fólk.

"Dómskvaddir matsmenn telja bæjarstjórann hafa sýnt ámælisverða háttsemi sem stjórnandi."

Þar fær Ásgerður Halldórsdóttir nokkuð á baukinn. Vissulega.

Það skal enginn segja mér að bæjarstýran hafi hvesst sig við undirmann sig að ástæðulausu.

Ein spurning:

Hvernig var undirmaðurinn að standa sig í vinnunni?

Ásgerður Halldórsdóttir mun ekki láta af starfi sínu vegna þessa máls. Hef ekki nokkra trú á því.


mbl.is Vill að bæjarstjóri Seltjarnarness víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að maðurinn skuli vera búinn að vera í veikindaleyfi í heilt ár vegna þessa bendir til að skýringin á því sé einhver önnur en einelti.

Jafnvel þó skerist í odda á milli yfir- og undirmanna á vinnustöðum, jafnvel ítrekað, er nokkuð langt gengið að kalla slíkt einelti.

Þegar ágreiningur kemur upp milli yfir- og undirmanns hlýtur vilji yfirmannsins að ráða að lokum, enda er hann ráðinn til að taka endanlegar ákvaranir í málum og bera ábyrgð á framkvæmdinni.

Axel Jóhann Axelsson, 13.3.2011 kl. 19:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað skyldi hafa staðið í læknisvottorði mannsins, sem var svona viðkvæmt?

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 19:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona samskiptavandamál eru afar vandmeðfarin og oft á tíðum vandséð hvernig þau tengjast beinu einelti. Ég bloggaði um VR málið þar sem einn maður er sagður hafa haldið hóp manna í helgreipum eineltis. Halló! Sjá nánar hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 19:58

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sá þetta, Axel Jóhann. Er ekki verið að túlka eineltishugtakið nokkuð frjálslega?

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 20:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get ekki séð hvernig menn geta túlkað deilur um goggunarröð eða vinnubrögð á vinnustað sem einelti. Ef yfirmaður ákveður hvernig hlutirnir eiga að vera þá er býsna langsótt að kalla eftirfylgni á því einelti, en giska gott ráð til að afla sér misskyldrar samúðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 20:22

6 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég er hissa á þessari bloggfærslu því eftir myndinni að dæma ertu ekki fæddur í gær. Hvers vegna ættu konur að vera ólíklegri til þess að stunda einelti en karlar? Siðblinda er álíka algeng meðal kvenna og karla. Hvers vegna ekki einelti? Ég þekki sjálfur dæmi þess að yfirmaður sem var kona lagði undirmenn sína í einelti, konur og karla.

Guðmundur Guðmundsson, 13.3.2011 kl. 20:35

7 identicon

Hugtakið einelti er, því miður, nánast notað um allt og ekkert. Einelti er þegar hópur beitir einstakling ofbeldi markvisst og í langan tíma. Ofbeldið getur tekið á sig margar myndir;s.s. útilokun, stríðni. hrekkir og barsmíðar. Af þessari frétt að dæma virðist yfirmaður beita valdi með óviðeigandi hætti. Háttsemin er ámælisverð segir í fréttinni. Nú eru konur ekki fjölmennar í stöðum stjórnenda eða sveitastjórnarmanna. Þess vegna er fréttagildið meira. Konur leggja aðra í einelti jafnt og karlar. Aðferðirnar eru ólíkar. Á vinnustöðum fer fram ýmiskonar valdabarátta. Fréttin virðist segja frá slíku.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 21:03

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur spyr: "Hvers vegna ættu konur að vera ólíklegri til þess að stunda einelti en karlar?"

Bara af því bara! Ég veit alveg hvernig við karlar erum. Sérstaklega á yngri árum. Konur eru þúsund sinnum flottari á öllum sviðum.

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 21:16

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hrafn segir: "Nú eru konur ekki fjölmennar í stöðum stjórnenda eða sveitastjórnarmanna. Þess vegna er fréttagildið meira."

Þetta segir þú bara af því að Ásgerður er Sjálfstæðiskona.

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 21:19

10 identicon

Hvað er einelti strákar ? Er það það sama og við i gamla daga kölluðum Striðni , kvikndishátt  ,drullusokkshátt eða ??? eitthvað álika Eg ætla ekki að segja að ekki se hægt að ganga of langt i öllu og kanski er andlegt ofbeldi verst þvi það er ekki hægt að svara þvi með að lúskara á "kvikindinu "á móti ,eins og var nú gert her oft áður bæði af strákum og stelpum . En eg fæ grænar bólur i hvert skipti sem eg heyri þetta orð  Einfaldlega að þá má ekki fluga r----  VIÐ þá er allt vitlaust .BÆÐI I ÞESSU SEM MÖRGU ÖÐRU  .og þeir eru ornir ógeðslega margir úlfaldarnir  á Islandi svo næstum þvi alar myflugur eru útdauðar  !!!!!!

ransý (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband