Undarlegt?

Þar sem ég er undarlegur maður, með undarlegar skoðanir á ýmsu, þarf engum að koma á óvart að ég fái undarlegar hugmyndir, sem ég kem stundum til skila hér á blogginu með undarlegum hætti.

Nú segja margir að Ísland sé á hægri uppleið. Það má vel vera. Ég sé það ekki. Allur grundvallarrekstur í þessu landi er svo kyrfilega gjaldþrota að leitun er að öðru eins um heimsbyggðina. Heystakkurinn og tíndi títuprjónninn.

Hér kemur þetta undarlega. Undanfarna daga hef ég flett Mogganum mínum með sérstaka leit í huga. Undarlega auðvitað.

Ég hef rennt yfir alla þá aðila sem af stórhug kaupa heilsíðuauglýsingar eða meira í blaðinu. Hvað hef ég séð? Auglýsingar frá bifreiðaumboðum, ferðaskrifstofum, flugfélögum, byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og fleirum og fleirum. Hvað er sameiginlegt með þeim?

Nánast hver einasti aðili, sem auglýsir svo myndarlega, er í gjörgæslu bankanna. Gjörsamlega gjaldþrota fyrirtæki flest hver, sem haldið er á floti af bönkunum. Hvert áberandi stórfyrirtækið af öðru. Skattur.is hefur þó sérstöðu! Sammála?

Svo eru víst forstjórar þeirra flestra með 3-4 millur á mánuði! Enda ekkert undarlegt við það. Það er rosaleg ábyrgð að hafa keyrt allt í þrot og þurfa svo að skríða um skrifborð bankastjóranna nánast daglega!

Er nokkuð undarlegt við að maður verði undarlegur á tímum sem þessum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég verð að játa að ég held að ég sé eitthvað undarlegur líka. T.d. vil ég ekki borga Icesave, ekki ganga í ESB ekki hafa þessa ríkisstjórn ekki fá stjórnarandstöðina til valda ekki,ekki,ekkkkiiiiiiii...............

Sigurður I B Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 10:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, það versta er að það er víst ekkert til við þessum undarlegheitum!

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband