Er heimska sauðkindarinnar heimska þjóðarinnar?

Skemmtilegur var einn viðmælenda minna í dag. Hann er einn þeirra sem hefur skoðanir á öllu. Tekur fáum rökum á móti, en stendur á sínu, sama hvað á gengur. Sannur múrbrjótur í pólitíkinni.

Talið barst að stjórnmálum okkar Íslendinga, eins og stundum áður, og þá fór vinurinn á flug.

"Við Íslendingar erum ekkert annað en heimskt sauðfé."

Af hverju segir þú þetta?

"Það vita allir að ef þú rekur sauðfé nokkrum sinnum að sama fjárhúsinu, þá byrjar það að rata leiðina. Þannig myndast það sem við köllum fjárgötur og hefur gert um langan aldur."

Og ..... hvað áttu við?

"Ertu ekki að fylgjast með Bjössi minn? Hvernig voru úrslit síðustu kosninga? Fékk ekki fjórflokkurinn 59 þingsæti af 63? Eftir allt sem á undan var gengið. Hrunið og allt það. Þjóðin hefur ekki meira vit en rollurnar. Líklega mikið minna."

Ekki voru nú hin framboðin beysin!

"Beysin, það skiptir engu máli, sauðirnir kjósa alltaf sína sauðslegu flokka, sama hvað á gengur, rétt eins og rollurnar éta alltaf sitt gras. Þar er munurinn enginn."

En ........ bíddu aðeins hægur við.

"Bíddu, bíddu hægur, arabarnir eru löngu búnir að fatta þetta. Í þeirra löndum er komið fram við hinn almenna sauðslega borgara eins og sauðfé, nákvæmlega eins og hann á skilið, hann er bara settur á beit í eyðimörkinni, þar sem ekkert er að hafa, nákvæmlega eins og hann á skilið."

Er það, ..........en?

" Já, svona ekkert en, þú sérð þetta allt ef þú nennir að hugsa. Íslendingar eru nákvæmlega jafn upplýstir og sauðféð. Þeir vita ekkert í sinn heimska haus. Kjósa alltaf yfir sig sömu vitleysuna, kosningar eftir kosningar og geta ekki breytt út af því. Þeir hafa bara ekki hugmyndaflug til þess að breyta nokkru í landinu, frekar en sauðkindin, sem alltaf leitar að grasinu á gömlum slóðum. Íslendingar eru svo ofboðslega vitlausir, en þeir vita bara ekki af því."

En bíddu aðeins .......................

" Ekkert bíddu aðeins hér. Nú skulum við lyfta bollum fyrir heimskum Íslendingum og sauðkindinni með sterku kaffi. Það svíkur aldrei þótt flest annað svíki."

"Notar þú mjólk í kaffið?"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara klikkaður. Berð saman Araba og kindur. Svo ertu pínu fyndinn.

Ari Arabi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ekki laust við að þarna leynist all mikið af sannleikskornum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.3.2011 kl. 01:11

3 identicon

Datt í hug orðin "dám" og "sessunautur" í sambandi við sauðkindina og þjóðina

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 01:27

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sláturhús sem var á Raufarhöfn í eina tíð var  þannig útbúið að rollur voru reknar upp "stiga" eða skábraut utan á húsinu sem var brött og þröng og náði upp á aðra hæð þar sem slátrunin fór fram. Erfiðlega gekk að koma fénu upp og sóttu þær í að skjóta sér framhjá pallinum.

Þá sagði einn Raufarhafnarbúinn.

Mikið djöfull eru þetta heimskar skepnur. Þær geta bara ekki lært að fara upp stigann og láta svona á hverju einasta ári.  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 14:48

5 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi er góður Kolla!

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 14:52

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahah verst að hann er sannur :)) kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband