Málamyndahjónaband?

"Konan er nú 23 ára en maðurinn 59 ára. Þá leiddi könnun í ljós, að hjónin bjuggu ekki saman heldur í sitt hvoru bæjarfélaginu."

Það er gott að búa í réttarríki. Málamyndahjónaband? Hvaða vitleysa! Héraðsdómur Reykjavíkur er enginn málamyndadómstóll í svona málum. Eða hvað?

Þeir sem telja þennan úrskurð Héraðsdóms byggjast á réttlæti og sannleikanum öllum eru beðnir að rétta upp hönd.


mbl.is Synjun um dvalarleyfi felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2011 kl. 10:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

D ó m s o r ð:

Felldur er úr gildi úrskurður dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins frá 14. desember 2009 sem staðfesti ákvörðun stefnda, Útlendingastofnunar, frá 3. mars 2009 um að synja umsókn stefnanda, Anielyn Pantilgon Adlawan, um dvalarleyfi.

Kröfu stefnanda um að felld verði úr gildi ákvörðun stefnda, Útlendingastofnunar, frá 3. mars 2009 er vísað frá dómi.

Stefndu greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað.

Sigríður Ingvarsdóttir.

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 11:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Femín-bundið réttlæti?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 12:36

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvað í andskotanum kemur ríkinu það við hvernig fólk hagar sínu hjónabandi? Er bannað með lögum fyrir hjón að búa sitt í hvoru lagi?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.3.2011 kl. 14:17

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tinna, verður ekki að fara að lögum í þessu sem öðru?  Fólki finnst e.t.v þessi lög skrítin en einhversstaðar hljóta mörk að liggja og menn eiga að vera jafnir fyrir lögum. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2011 kl. 16:44

6 identicon

Ef dæmið hefði verið þannig að karlin hafi verið 23,en frúin 59,hvað þá. Karlin væri komin til síns heima.

Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:49

7 Smámynd: Björn Birgisson

Er ég nokkuð að misskilja málið? Er þetta ekki maðurinn sem sagðist hafa fengið eina millu fyrir þennan ástríka hjúskap og vildi ekki halda blekkingunni áfram?

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 16:55

8 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það eru engin lög um að hjón verði að búa saman, svo ég viti. Þau þurfa bara að hafa sama lögheimili:

7. gr. Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skv. 1. gr. skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.3.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband