16.3.2011 | 16:26
Nú er úr vöndu að ráða
"Átta umsóknir bárust um þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum."
Nú er úr vöndu að ráða.
Hvort á að nota þetta kærkomna tækifæri til að leiðrétta hina augljósu pólitísku slagsíðu í Hæstarétti, eða láta hæfileikana alfarið ráða við valið í þessi þrjú embætti? Er kannski hægt að slá þessar tvær flugur í einu höggi?
![]() |
Átta sóttu um dómaraembætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæfileikana tvímælalaust, það hefur aldrei verið reynt áður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 16:49
Góður Axel Jóhann! Kominn tími til að láta hæfileikana ráða!
Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 16:51
Það er vandséð hvernig Eiríkur Tómasson getur verið hæfur til að verða dómari, þar sem hann er búinn að tjá sína skoðun í nánast öllum sakamálum og ágreningsmálum á Íslandi síðastliðin 20 ár.
Ef að dómarar dæma eftir lögunum þá er engin hætta á slagsíðu. Annars finnst mér þessi umræða um dóma Hæstarétta vera þannig að þeir sem eru ósammála dómum Hæstarétta vilja fá aðra dómara sem dæmdu þá þeim í vil. Þeir eru sem sagt að biðja um hlutdræga dómara. Það er ekki það sem við þurfum á Íslandi. Löggjafinn, Alþingi , þarf að vanda sín vinnubrögð við lagagerð.
Ingvar, 16.3.2011 kl. 17:34
Er nokkur þarna sem ekki er íhald ?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 18:14
Góð spurning! Það þarf að rannsaka það vel!
Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.