16.3.2011 | 20:17
Barnaníðingar eru stórhættulegir umhverfi sínu
"Íslendingurinn, sem notaðist ávallt við sama gælunafn þegar hann tók þátt í spjalli af þessu tagi, viðurkenndi aðild sína að málinu. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu hérlendis og fékk átta mánaða fangelsisdóm árið 2006 fyrir vörslu á myndefni sem sýndi börn misnotuð kynferðislega ......"
Gælunafn?
Svo ber hann væntanlega líka skírnarnafn og föðurnafn.
Það yfirgnæfandi full ástæða til að birta það opinberlega, ásamt mynd af manninum.
Dæmdur fyrir aðeins fimm árum, en lét sér ekki segjast. Hvað þýðir það?
Barnaníðingar eru stórhættulegir umhverfi sínu. Hvort heldur þeir sitja við tölvuna, eða úti á meðal fólks í leit að fórnarlömbum fyrir sjúklegar fýsnir sínar.
Svona menn þurfa sem flestir að geta þekkt í sjón, þótt nákvæmlega engan langi til þess.
Íslendingur viðriðinn barnaklámshring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála Björn, að barnaníð á ekki að vernda með nafnleynd og bjóða þannig viðbjóðunum beinlínis upp á næsta barn undir vernd hins opinbera.
Myndir af þessum ógeðum eiga að vera á öllum veggjum skóla, á hverjum ljósastaur, allstaðar! Mikið er talað um rétt sakborninga, en andskotinn hafi það, hvort vegur þyngra réttur saklauss barns eða réttur viðbjóðsins, sem hefur margsinnis nauðgað barni, en gengur laus í augnablikinu?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 22:07
Það má bæta við þetta að það gekk maður undir mannshönd hjá hinu opinbera að hindra myndbirtingu af Steingrími Njálssyni, allt til að vernda hann! HANN þetta helvítis ógeð!
Þegar DV birti loks mynd af honum varð allt vitlaust í kerfinu, en foreldrar önduðu léttar. Hvað ætli sú myndbirting hafi bjargað mörgum drengjunum? Þó ekki væri nema einum segi ég, TAKK DV!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 22:12
Það er mér hulin ráðgáta af hverju þetta fyrirbrigði Steingrímur Njálsson er enn í tölu lifenda, ef hann hefði brotið gegn mínum væri hann það ekki! Segi það og meina!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 22:15
Hættur!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 22:15
Axel Jóhann, ég er 110% sammála þér. Nafn þessa manns þarf að birta. Og það verður gert. Sannaðu til. DV menn er líklegastir til að grafa það upp. Eru líklega þegar búnir að því.
Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.