19.3.2011 | 21:29
Langflestir ráðamenn, sem í raun skipta einhverju máli, ætla að segja já þann 9. apríl
Mér finnst eins og 9. apríl komi æðandi á móti þjóðinni. Samkvæmt nýjustu könnunum gæti niðurstaða kosninganna um Icesave frumvarpið nánast endað með jafntefli, ef marka má þær kannanir.
Hinn almenni borgari hlustar ákaft eftir skoðunum ráðandi afla í þjóðfélaginu á málinu. Sumir kjósa eftir pólitískum línum, til að gera ríkisstjórninni skráveifu eða til að styðja hana í málinu.
Einu hef ég tekið eftir. Langflestir ráðamenn, sem í raun skipta einhverju máli, ætla að segja já þann 9. apríl. Þar fer ríkisstjórnin vitaskuld fremst í flokki. Ekki langt undan kemur Vilhjálmur Egilsson, talsmaður Samtaka atvinnulífsins sjálfs í landinu, sem á allt sitt undir fjárfestingum og hagstæðu lánaumhverfi. Samhliða Vilhjálmi er Gylfi Arnbjörnsson, forseti samtaka launafólks í landinu, sem eiga allt sitt undir því sama og atvinnurekendur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að segja já. Hann er líklegasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar að loknum næstu kosningum. Svo einhverjir séu nefndir.
Ég lít þess vegna þannig á að þeir sem virkilega bera ábyrgð á flestum stærstu málum þjóðarinnar ætli að segja já þann 9. apríl.
Nei, ætla svo fjölmargir að segja, fjölmargir sem í raun bera enga ábyrgð í þessu þjóðfélagi, eru ekki við stjórnvölinn á þjóðarskútunni og leiða ekki samningamál. Ráða í raun engu, nema kannski eigin rassi.
Bændur segja nei. Bara vegna eigin hagsmuna.
Fjölmargir segja nei "af því að við eigum bara ekki að borga þetta".
Úrslitin skipta auðvitað þjóðina alla máli, en það eru ráðamennirnir, topparnir í þjóðfélaginu, sem verða að kljást við niðurstöðuna, hver sem hún verður.
Það munu ekki þeir gera sem enga ábyrgð bera á þessu þjóðfélagi.
Sitja á varamannabekk valdanna.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lýðurinn skal borga og auðmennirnir sem settu þjóðina á hausinn sleppa. "Yfirstéttin" elítan með háu launin heldur áfram að hugsa um sinn hag. Svona er þetta því miður. (held ég!)
Sigurður I B Guðmundsson, 19.3.2011 kl. 22:45
Sigurður. Heldur þú? Það er ekki nóg! Þú þarft að vera viss! Hver segir að "auðmennirnir sem settu þjóðina á hausinn" muni sleppa? Er ekki verið að rannsaka þá í nokkrum löndum? Er ekki búið að rífa flest úr höndum þeirra hvað varðar rekstur? Er ekki verið að reyna að rekja fjármagnið sem þeir stálu, í þeirri veiku von að eitthvað finnist?
Er sammála þér með elítuna með háu launin. Ég tók mig til fyrir nokkrum dögum og skoðaði allar heilsíðu auglýsingar í Mogganum. 80-90% þeirra voru frá fyrirtækjum sem eru í öndunarvélum á gjörgæslum bankanna.
Forstjórar flestra þeirra eru með 3-4 millur á mánuði.
Það fylgir því nefnilega gífurleg ábyrgð að koma flóknum rekstri lóðbeint á hausinn!
Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 22:59
Þú ert byrjaður með lúmska aðferð sem kennd er við Samspillingarflokkinn þinn Björn.(um afsal lýðræðis) Þetta fólk sem þú minnist þarna á og á að skipta máli að þinni sögn,er frekar öfugmæli,nefnilega þetta fólk ´´skiptir ,, ekki máli þetta fólk er ekki lýðræðissinnar þetta fólk er tilvonandi landráðahyski,eða stefnir óðfluga að því. NEI ICESAVE NEI ESB.
Númi (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 23:02
Lýðurinn= Fólkið í landinu. Allir sem skipta máli? Það er fólkið í landinu. Fólkið í landinu kom þjóðinni ekki á hausinn en samt skal það borga!! Björgólfur Thor ætlar ekki að kjósa enda segir hann að sér komi þetta mál ekkert við. Þetta er dapurlegt mál sama hverning á það er litið. (það veit ég!!)
Sigurður I B Guðmundsson, 19.3.2011 kl. 23:08
Númi, hvað ertu alltaf að spyrða mig við Samfylkinguna? Ég er Besta flokks maður, hélt að þú vissir það. Myndi glaður leiða framboð þess flokks í mínu kjördæmi í næstu kosningum til stórsigurs, þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði!
Þetta landráðahjal þitt er aumkunarvert og sýnir best að inni í hauskúpunni þinni er ekkert annað en þunnur vír, strengdur þvert yfir. Eingöngu til þess fallinn að halda eyrunum á sínum stað!
Toppaðu þetta!
Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 23:20
Sigurður, ég veit líka að þú veist þetta! Sjáðu til, ég hef nákvæmlega jafnmikinn áhuga á að borga Icesave og þú. Það er nákvæmlega engan. Nákvæmlega.
Hver er raunveruleikinn í þessu máli? Hann er sá að bankarnir voru ekki dæmigerð einkafyrirtæki. Marel og Össur eru það. Líka Latibær.
Enginn getur rekið banka í nokkru landi í blóra við ríkisstjórn þess lands. Um banka gilda allt aðrar reglur en um flesta aðra starfsemi. Aðrar reglur, önnur löggjöf.
Allt tal um einkabanka, sem ríkið og þjóðina varðar ekkert um, byggist á óskhyggju og barnaskap.
Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 23:30
Björn Birgisson, þú segist vera "besta flokksmaður" það er þitt val, en þú býrð á Suðurnesjum og ert þar af leiðandi ekki að verða fyrir barðinu á því rugli sem hér í höfðuborginni ríkir, þú ert ekki að finna fyrir 15 metra tunnureglunni fráleitu og ert, geri ég ráð fyrir, ekki með börn á leikskóla eða í grunnskóla þar sem að þessi ágæti flokkur ásamt Samfylkingu er að gera hrapaleg mistök, fjarlægðin gerir fjöllin blá segir máltækið.
Guðmundur Júlíusson, 20.3.2011 kl. 00:12
Björn þú ert bara fyndin.´´bestaflokksmaður-kanntu annan.?(góður þessi hjá þér með vírin,á milli eyrnana.)
Númi (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 00:23
Takk, Númi!
Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 01:34
Guðmundur Júlíusson, tunnureglan er frábær! Ein besta pólitíska tillaga sem fram hefur komið frá stofnun lýðveldisins. Hún sýnir í raun gjaldþrot. Gjaldþrot sorpsins sem hér ræður öllu.
Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 01:39
frábær! Ónei, hún er aldeilis ekki frábær Björn, kynntu þér hana beturl
Guðmundur Júlíusson, 20.3.2011 kl. 02:44
Björn skrifar: "Hinn almenni borgari hlustar ákaft eftir skoðunum ráðandi afla í þjóðfélaginu á málinu."
Eiginlega ætti að taka þessa setningu til hliðar, stoppa hana upp og geyma undir glerhlíf á Þjóðminjasafninu til þess að komandi kynslóðir geti með eigin augum kynnt sér vitleysisganginn og afneitunina sem grasseraði hjá stórum hluta þjóðarinnar í aðdraganga IceSave.
Björn: skynjar þú virkilega ekki að "hinn almenni borgari" ber ekkert nema vanþóknun - ef ekki hreina fyrirlitningu - til "ráðandi afla"? Heldur þú virkilega að ef ástandið í þjóðfélaginu er slíkt að ekki nema rétt rúmlega einn af hverjum tíu ber traust til Alþingis og ríkisstjórnar, þá sitji fólk og bíði með öndina í hálsinum eftir því að fá vísbendingu um hvaða álit hinir háu herrar hafi á málunum?
Nei, hinn almenni borgari er auðvitað fullur af andstyggð á "ráðandi öflum" og mun gera upp hug sinn sjálfur. Ég efa t.d. ekki að margir munu kjósa "Nei", hugsanlega sér þvert um gerð, einungis til þess að gefa "ráðandi öflum" ærlega ráðningu.
Ef þú skynjar þetta ekki þá ertu hefur þú engin tengsl við land þitt og þjóðina sem það byggir.
Birgir (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 11:43
Birgir, ég vil benda þér á að lesa færslu, sem er hér allnokkru neðar á síðunni og ber yfirskriftina:
Er heimska sauðkindarinnar heimska þjóðarinnar?
Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.