20.3.2011 | 01:29
Molar dagsins úr smiðju Björns Birgissonar
Fór í Smáralind í dag. Elti þar konuna mína eins og dyggur rakki, sem beið þess eins að komast út aftur. Karlar eru ekki búðavænar skepnur, frekar en hundar eru vel séðir á tjaldsvæðum landsins!
1. moli. Einkaneyslan er að dragast saman. Það var fámennt í Smáralindinni í dag , þrátt fyrir mjög góð afsláttartilboð. Með minnkandi innkomu virðisaukaskatts þarf Steingrímur að hækka einhvers staðar. Vond tíðindi eru í uppsiglingu. Staurblankir landar að skoða, þreifa og láta sig dreyma, með budduna galtóma. Blankar sálir sveimandi um gangana.
2. moli. Fórum hjónin í bíó í Álfabakkanum. The King's Speech. Þvílíkt augnakonfekt. Ekki hissa á öllum þessum Óskurum. Hefði haft þá fleiri, en enginn spurði mig álits! Svakalega flott mynd. Ekki missa af henni! Glæsilegt innlegg fyrir alla stamara heimsins. Allt það góða og flotta fólk.
3. moli. Við heimkomuna til Grindavíkur opnaði ég Moggabloggið. Þvílík vonbrigði. Moggabloggið er að hrynja. Það fær engan Óskar frá mér. Það er komið að fótum fram. Því miður. Eins og það var fjölbreytt og skemmtilegt þegar ég kynntist því fyrir þremur árum tæpum. Nú er hún Snorrabúð stekkur.
4. moli. Ísland hefur alltaf verið land sauðkindarinnar, sem hefur verið leyft að naga hér allt niður að rót. Halldór Pálsson heitinn, fyrrum búnaðarmálastjóri, sagði eitt sinn (í túlkun Flosa heitins Ólafssonar) að sauðkindin skiti meiru en hún æti, landinu til góða. Nú keppast stjórnmálamenn þjóðarinnar við að ná samsvarandi skitu, landinu til góða. Ekkert vex upp af því. Svo er lyktin arfavond.
5. moli. Svo þarf að kjósa um Icesave, í boði forsetans. Verði Icesave samþykkt líður Ólafur Ragnar undir lok. Sem er í lagi mín vegna. Hann dundar sér þá bara við að telja demanta frúarinnar. Fullt djobb þar fyrir forsetann!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðir punktar Björn, en ef ég má koma með athugasemdir þá eru þær hér:
Moli 1, Ég verð ekki var við samdrátt þar sem ég starfa, og það er við verslun og viðskipti, en það þarf ekki endilega að spegla allt umhverfið.
Moli 2. hef ekki séð þessa mynd en aðeins úrdrátt og líkar vel, greinilega frábær leikur hjá Colin Firth, heitir hann það ekki?
Moli 3. Moggabloggið ætti að fá að minnsta kosti einn Óskar, nefnilega Óskar Magnússon sem er númeró únó!!
Móli 4, Ef engin væri sauðkindin hefðum við ekki góða sunnudagslambalærið sem Mamma og Pabbi elduðu alltaf á sunnudögum og alla hlakkaði til.
Moli 5. Icesave er ekki til umræðu hjá minni familíu, en bara okkar á milli ( þá tel ég að meirihluti landsmanna muni segja Nei og Ólafur þarf ekki að fara að telja demanta frúarinnar, þeir eru hvort sem er gervi!!!)
Kveðjur úr Norðlingaholti
Guðmundur Júlíusson, 20.3.2011 kl. 02:25
Takk fyrir þetta, Guðmundur minn, létt yfir þér í kvöld, sem stundum fyrr!
Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 02:31
Nada kæri vin, og ti hamingju með góðan dag sem þú greinilega hefur haft með frúnni, þrátt fyrir að hafa þurft að hanga í Smáralind og horfa á frúnna versla það eru nefnilega þessar samverustundir með þeim sem maður elskar sem skipta svo miklu máli og gefa lífinu gildi
Guðmundur Júlíusson, 20.3.2011 kl. 02:40
Flottur ertu, Guðmundur Júlíusson, þú ert einn af geislunum sem gefa þessu bloggi mínu jákvæð gildi. Þakka þér.
Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 02:49
Ekki gleyma mér!!
Sigurður I B Guðmundsson, 20.3.2011 kl. 10:59
Fyrirgefðu Sigurður I B Guðmundsson, þér vil ég ekki gleyma. Vertu alltaf velkominn á þessa síðu!
Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.