Ofurlaunin hafa öðlast sjálfstætt líf og eru komin til að vera

„Málamiðlunarleið Samfylkingarinnar gengur ekki upp! Samningsfrelsi ríkir í landinu," segir Lilja. Hún hefur áður lagt til að lagt verði nýtt hátekjuskattþrep á tekjur yfir milljón á mánuði."

Ofurlaunin enn og aftur.

Það ríkir algjört stjórnleysi í þessu landi varðandi sjálftöku ofurlauna. Hvernig má það vera að gjaldþrota fyrirtæki, sem eru í öndunarvélum á gjörgæslum bankanna, geti greitt forstjórum sínum tvær til fjórar milljónir á mánuði? Sömuleiðis endurreistir bankar með fjármunum almennings.

Ofurlaunin hafa öðlast sjálfstætt líf og eru komin til að vera. Segja má að þau séu skilgetið afkvæmi framsalsheimildarinnar á kvótanum, einkavæðingaræðisins sem hér gekk yfir og toppnum hafi svo verið náð með einkavæðingu bankanna.

Þau eru fyrirbrigði sem alltaf verður mikið rætt um án þess að nokkuð gerist.

Stjórnvöld ráða ekki við þetta mál.

Ekki Lilja Mósesdóttir heldur.

Ofurlaunaþegar brosa bara í kampinn í sínum ofurhúsum, í sínum ofurbílum, í sínum ofursumarhúsum erlendis og innanlands. Í sínum ofurskíðaferðum og ofursólarlandaferðum. Síðast en ekki síst, í sinni ofurerfiðu vinnu, sem oftar en ekki er hjá ofurgjaldþrota fyrirtækjum.

 

 


mbl.is Vilja standa vörð um háu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn -  það voru kosningar, nýtt fólk kom að borðrinu og boðaði ný vinnubrögð, geðþótta einstrengislegar ákvrðandir varðandi orkumál, hótun um þjóðnýtinu, skilanefndinar eru sjálfstæðar og svara ekki til neins - ekki ábyrðgar gagnvart neinum, ofurlaun ríkisbanksastjóra - ekkert hefur breyst - við getur ekki séð um okkar sjálf og við þurfum að fara undir verndarvæng og hver hefði trúað því að ég myndi segja það esb

Óðinn Þórisson, 20.3.2011 kl. 15:03

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, ég er ekki jafn viss um ESB aðild og þú, en mér dettur ekki í hug að útiloka hana!

Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 15:10

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Í guðanna bænum strákar ekki láta mig fá martröð. Auðvitað getur enginn útilokað aðild, nema mögulega þeir sem berjast af alefli og hörku á móti henni og tekst að hrífa aðra með sér. Engan uppgjafartón!.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband