Gott að vera á jötunni, þiggjandi, án nokkurs framlags. Þjóðin borgar, en endurnýjar ekki umboð valdalausra jötuþega. Hreint ekki.

"Sex þingmenn Vinstri grænna munu taka sæti í þeim sex nefndum sem þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu í, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra flokksins."

Nú hafa lýðskrumararnir málað sig rækilega út í horn. Ætla að sitja valdalausir á Alþingi, til þess eins að fá launatékkann sinn mánaðarlega frá fólkinu, sem kaus þá til valda og áhrifa, enda snöggt um vinnu í þjóðfélaginu nú um stundir.

Lilja fúl vegna sóló tilburða hennar, sem meirihluti þingsins hafnaði jafnan og Atli drullu fúll vegna þess að nefndin hans gat bara sett snöru um háls Geirs Haarde! Sem aldrei skyldi verið hafa! Hann langaði að draga svo miklu fleiri upp á aftökupall íslenskra stjórnmála. Dauðlangaði til þess.

Nú dinglar hann þess í stað í spotta valdaleysis. Brjóstumkennanlegur og öllum að aðhlátri.

Gott að vera á jötunni, þiggjandi, án nokkurs framlags. Þjóðin borgar, en endurnýjar ekki umboð valdalausra jötuþega. Hreint ekki.

Af hverju yfirgefa þau ekki þingið og kalla inn varamenn? Það er ekki heil brú í þeirra þankagangi!

Í tilefni af allri vitleysu dagsins ætla ég hér að endurbirta færslu, sem skýrir vel aðra vitleysu.

Vitleysu hins almenna kjósanda.

Það með er hringurinn fullkomnaður. Klikkunin á þingi er sambærileg við klikkun kjósenda. Lesið þetta:

Er heimska sauðkindarinnar heimska þjóðarinnar?

Skemmtilegur var einn viðmælenda minna í dag. Hann er einn þeirra sem hefur skoðanir á öllu. Tekur fáum rökum á móti, en stendur á sínu, sama hvað á gengur. Sannur múrbrjótur í pólitíkinni.

Talið barst að stjórnmálum okkar Íslendinga, eins og stundum áður, og þá fór vinurinn á flug.

"Við Íslendingar erum ekkert annað en heimskt sauðfé."

Af hverju segir þú þetta?

"Það vita allir að ef þú rekur sauðfé nokkrum sinnum að sama fjárhúsinu, þá byrjar það að rata leiðina. Þannig myndast það sem við köllum fjárgötur og hefur gert um langan aldur."

Og ..... hvað áttu við?

"Ertu ekki að fylgjast með Bjössi minn? Hvernig voru úrslit síðustu kosninga? Fékk ekki fjórflokkurinn 59 þingsæti af 63? Eftir allt sem á undan var gengið. Hrunið og allt það. Þjóðin hefur ekki meira vit en rollurnar. Líklega mikið minna."

Ekki voru nú hin framboðin beysin!

"Beysin, það skiptir engu máli, sauðirnir kjósa alltaf sína sauðslegu flokka, sama hvað á gengur, rétt eins og rollurnar éta alltaf sitt gras. Þar er munurinn enginn."

En ........ bíddu aðeins hægur við.

"Bíddu, bíddu hægur, arabarnir eru löngu búnir að fatta þetta. Í þeirra löndum er komið fram við hinn almenna sauðslega borgara eins og sauðfé, nákvæmlega eins og hann á skilið, hann er bara settur á beit í eyðimörkinni, þar sem ekkert er að hafa, nákvæmlega eins og hann á skilið."

Er það, ..........en?

" Já, svona ekkert en, þú sérð þetta allt ef þú nennir að hugsa. Íslendingar eru nákvæmlega jafn upplýstir og sauðféð. Þeir vita ekkert í sinn heimska haus. Kjósa alltaf yfir sig sömu vitleysuna, kosningar eftir kosningar og geta ekki breytt út af því. Þeir hafa bara ekki hugmyndaflug til þess að breyta nokkru í landinu, frekar en sauðkindin, sem alltaf leitar að grasinu á gömlum slóðum. Íslendingar eru svo ofboðslega vitlausir, en þeir vita bara ekki af því."

En bíddu aðeins .......................

" Ekkert bíddu aðeins hér. Nú skulum við lyfta bollum fyrir heimskum Íslendingum og sauðkindinni með sterku kaffi. Það svíkur aldrei þótt flest annað svíki."

"Notar þú mjólk í kaffið?"


mbl.is Nýir nefndarmenn í stað Lilju og Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nafni þinn Björn Valur á gott innlegg í kvöld 

um áhönina á Kleifaberginu

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 00:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þau sögðu bæði, Lilja og Atli,  á blaðamannafundinum að það hefði hvarflað að þeim að segja jafnframt af sér þingmennsku, en svo hafi þau áttað sig á að þau gegndu svo mikilvægu hlutverki á Alþingi að afsögn yrði að bíða.

Þá leika þau leik aldarinnar, skáka sjálfum sér út af taflborðinu og verða ekki með fyrr en í næstu skák, ef hún verður þá yfir höfuð tefld með þessum gömlu og liðónýtu taflmönnum.  

Þvílíkt mat á eigin hlutverki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2011 kl. 00:38

3 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, strákar mínir, fyrir innleggin!

Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 00:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi tilvitnun er það gáfulegasta sem ég hef séð til Björns Vals, fram til þessa, nema ef frá er talið að leggja niður laupana. Störf eru lögð niður, lauparnir eru lagðir upp.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2011 kl. 00:52

5 identicon

Þú ættir frekar að hafa áhyggjur af því að VG fari með valdaráni og taki upp á því að skipa ókosna einstaklinga í valdastöður. Þetta valdarán skal ekki liðið! Niður með fasíska úlfa í sócíalískum sauðargærum! Niður með hræsnara! Niður með lygara! Niður með svikara! Niður með ríkisstjórn Íslands! Reitum upp illgresið svo blómin megi vaxa. Það er kominn tími á nýtt fólk, nýja flokka og Nýtt Ísland! Ég mun kjósa flokk Lilju Mósesdóttur, því ég kýs hvorki plebba, pakk, smáborgara eða aðra aumingja sem selja sál sína, hugsjónir sínar og samvisku sína fyrir flokkinn sinn! Ég kýs aðeins alvöru menn og konur! Aumingjar fá aldrei mitt atkvæði!

Ingólfur (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband