Rekin úr nefndum?

Rekin úr nefndum? Þetta er undarleg fyrirsögn í meira lagi.

Atli og Lilja sögðu sig úr þingflokknum og þar með frá störfum sínum á hans vegum.

Hvernig er hægt að reka þann sem sjálfviljugur er farinn úr starfi?


mbl.is Rekin úr nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

er það ekki kannski vegna þess að þau hafi ætlað sér að sitja áfram í nefndu, sem þau voru í?

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.3.2011 kl. 12:09

2 identicon

Gott dæmi um pólitískan spuna.

Fulltrúi þingflokks í nefnd hlýtur að hætta sjálfkrafa í nefndinni þegar hann segir skilið við þingflokkinn sem færði honum umboðið.

Matthías (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 12:33

3 identicon

Áður var sagt: þetta stendur í  Mogganum og ekki lýgur hann!

Nú er sagt: Þetta stendur í Mogganum og því lýgur hann!

Hulda (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 16:29

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin, Guðrún, Matthías og Hulda!

Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 16:31

5 identicon

Svolítill misskilningur þarna á ferðinni.Nefndarseta á alþingi stjórnast af fjölda þingmanna í hverjum flokki.Það er ekki sjálfgefið að þingflokkur VG eigi báðar þessa nefndarmenn lengur þar sem hefur fækkað um 2 í liðinu.Og það er heldur ekkert sjálfgefið að Lilja eða Atli þurfi að víkja.Þau voru bæði kosin til setu á Alþingi og hafa ekki sagt af sér sem þingmenn.það er búið að semja um þessar nefndir og þar við situr.Vinstri grænir hafa ekki alræðisvald yfir nefndarstörfum Alþingis.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 16:32

6 identicon

Josef.

Mósa og Atli sátu í nefndunum fyrir hönd VG og er því sjálfhætt þegar þau eru ekki lengur í þeim félagsskap og eðlilegt að þingflokkurinn skipi aðra í þeirra stað. 

Þau fara svo í einhverjar nefndir á eigin vegum eða annarra í krafti styrks.

Sjáum hver hann verður.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 17:48

7 identicon

Jón .Þau sitja í nefndunum á vegum kjósendanna sem kom þeim á þing.eF Þetta er rétt skilgreining hjá þér má alveg eins segja að þau hafi verið kosin á þing á vegum kommanna og þurfi þá að víkja af Alþingi í leiðinni.En svo er ekki.Flokksræðið hefur ekki þessi völd að það geti ráðið öllu og rekið menn að vild.Það hefur hins vegar tekið sér þau völd.Alþingismenn eru kjörnir á eigin vegum,eiga ekki að taka við fyrirmælum frá öðrum og fylgja aðeins eigin sannfæringu.Það segir Stjórnarskráin-að minnsta kosti ennþá.Lilja og Atli hafa ekki sagt af sér þingmennsku og ekki heldur sagt sig úr nefndum.Það er hins vegar spurning þegar svona skeður og nýtt landslag verður til á þingi að það verði að skipa í nefndir á nýjan leik.Ef það  tekur því þá.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 18:25

8 identicon

Bara til áréttingar þá voru þau kosin til þings af kjósendum en ekki í nefndirnar. Þingflokkurinn tilnefndi þau sem sína fulltrúa þar. 

Og ef þau ekki vilja vera fulltrúar þingflokksins þá verður að skipa nýja. Þau koma sér svo í þær nefndir sem þeim sýnist með þeim styrk sem þau hafa.

Til að einfalda málið ef einstaklingur sem er í stjórn húsfélags flytur í burt verða aðrir íbúar að kjósa nýjan í hans stað.  Hann getur ekki verið lengur fulltrúi íbúa sem hann á ekki lengur samleið með.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband