Er hægt að endurlífga alla tölvupósta?

"Forsætisráðuneytinu er gert að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde á meðan hann var forsætisráðherra, en landsdómur kvað upp dóm í málinu í dag."

Fyrsti dómur risaeðlunnar fjallar um jafn tæknilegt atriði og tölvupóst. Þessum úrskurði ber að fagna. Fyrst Geir er kominn í þessa stöðu, aleinn, í boði Samfylkingarinnar, er líklega best að Landsdómur fái sem mestar og bestar upplýsingar.

Hvernig er annars með þessa tölvupósta? Er hægt að endurlífga allar sendingar sem hefur verið eytt?

Hvað segja tæknitröllin um það?


mbl.is Fær afrit af tölvupósti Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Oddsson

Það fer alveg eftir því í hvaða umhverfi þú ert.

Ég geri ráð fyrir því að Alþingi taki og geymi afrit af öllum tölvupóstum sem fara í gegnum þeirra póstþjóna og því sé hægt að fá afrit af öllum póstsamskiptum eitthvað ákveðið aftur í tímann (jafn langt og afritin ná).

Davíð Oddsson, 22.3.2011 kl. 17:35

2 identicon

Það er afrit af öllu sem sent hefur verið.  Getur tekið tímann að finna það. 

Tölvupóstar samráðsmafíunnar enduðu iðulega á orðunum "Eyðist eftir lestur."

Það dugði þeim ekki.  Afritin fundust.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 17:45

3 identicon

Svarið er bæði já, og nei.  Það þyrfti stærri tölvur en þær sem til eru, ef ætti að geima öll samskipti sem um þær fara.

Fyrir það fyrsta, ef þú ætlar þér að senda eitthvað sem augu almennings ekki má sjá.  Þá krypterar þú það, og í dag er hægt að kryptera svo að ekki takist að lesa.  Í aðal atriðum, þú finnur það sem menn telja ekki skipta máli að þú getir fundið, eða það sem þeir af gáleysi létu eftir sig.  Það sem þér er ekki ætlað að sjá, er ólíklegt að þú nokkurn tíma fáir að sjá.  því, ef öryggis er gætt, sem á að gæta í þjóðarmálum ...

Hitt er svo annað mál, að menn sem vinna í þágu almennings.  Myndu gera það sér til öryggis, að gæta þess að afrit af öllum þeirra samskiptum séu til.  En þú ert aldrei öruggur um, að þau samskipti séu þau einu sem voru til staðar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband