Hæstiréttur löðrungaður?

"Skúli sagði, að það væri grundvallarafstaða sín að virða skuli niðurstöður Hæstaréttar."

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, kýs að skríða fyrir pöntuðum dómi Hæstaréttar í Stjórnlagaþingsmálinu. Hann setur stórlega niður við þessa afstöðu.

Það er margt mikilvægara en að skipa þetta Stjórnlagaráð, en skipun þess er bráðnauðsynlegur löðrungur á hlutdrægan Hæstarétt.

Réttast væri að Hæstiréttur byði fram hina kinnina og Skúli sjái um þann löðrung til að bæta ímynd sína og manndóm.


mbl.is Styður ekki tillögu um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fram hefur komið þingsályktun um skipun stjórnlagaráðs sem væri skipuð sömu fulltrúum og hlutu kjör til stjórnlagaþings til að gefa Alþingi ráð um nýja stjórnarskrá.

Líklegt er að þessi skipan mála  sé ekki ólögleg út frá sjónarmiðum lögfræði. Þó veit maður aldrei.  En eigi að síður er málið nokkur ögrun við ákvörðun Hæstaréttar og 2. grein stjórnarskrá um þrískiptingu ríkisvalds.

Hæstiréttur ákvað að ógilda kosninguna, en hann lagði engar sérstakar hömlur að séð verði á viðkomandi einstaklinga, að koma saman til fundar undir öðrum kringumstæðum til að ræða og gera tillögur um nýja stjórnarskrá.

Þó má vel vera að það sjónarmið geti verið á floti meðal manna að hægt sé að kalla eftir fundarbanni eða lögbanni hjá fógeta um að framangreindir 25 kjörmenn hafi ekki fararleyfi til slíkra samkomu. 

Þarna er nefnilega kominn stóri efinn og möguleiki fyrir sókndjarfa málfylgjumenn til málaferla.

Það yrði nú ljóta uppákoman ef sýslumaður stæði í dyrunum með sveit lögreglumanna þegar hið nýja ráð kæmi til fundar og læsi upp nýjan lögbannsúrskurð Hæstaréttar. Úrskurðir og dómar Hæsaréttar er ekki alltaf fyrir séðir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.3.2011 kl. 20:40

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þorsteinn, þetta er stórmerkileg pæling!

Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 20:43

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert stjórnlagaþing né heldur stjórnlagaráð getur breytt stjórnarskránni. Það sem þessir einstaklingar geta er að leggja til breytingar og síðan verður Alþingi ásamt þjóðinni og forseta að fullnusta "glæpinn." Svona er þetta nú í laginu og í mínum huga er þetta fimbulfamb hæstaréttar svonefnds bara hlægilegur barnaskapur.

Getur einhver bannað mér að taka saman nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland?

Ég sé það ekki fyrir mér. Síðan er það spurning hvort mér tekst að sannfæra Alþingi um að þetta plagg mitt sé betra en gamla plaggið og ef mér tekst það þá verður þetta bara lagt fyrir áðurnefnda fullnustugerð og samþykkt eða synjað.

Hvern fjandann var þessi Hæstiréttur að banna? 

Árni Gunnarsson, 22.3.2011 kl. 21:21

4 Smámynd: Björn Birgisson

Árni minn, takk fyrir komuna. Alltaf vel séður gestur. Ertu búinn að hringja í Valhöll með þessa spurningu?

Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 21:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað hef ég ekki lagt þetta fyrir í Valhöllinni. Það er vonlítið að koma tauti við það fólk, er mér sagt. "Þetta hefur svo mikið með upphafið að gera" eins og gamla fólkið sagð. Hún Tinna mín sem er labrador/border- collie hlýðir mér helst ekki og stundum alls ekki. Mér er sagt að við höfum byrjað of seint að beina henni til hlýðni.

Svona er þetta bara. En við skulum bæta stjórnarskrána svo við getum kært hvert annað í friði "til sýslumannsins" eins og tíðkaðist að orða þetta þegar ég var strákur og áður en þér tókst að grenja framan í ljósmóðurina.

Árni Gunnarsson, 23.3.2011 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 602550

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband