22.3.2011 | 21:57
Öfgamenn eiga ekki að koma að kynningarefni fyrir þjóðina
"Þá verði að teljast réttlætiskrafa, að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem sé ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave."
Er Samstaða þjóðar gegn Icesave ein stærsta fjöldahreyfing í landinu?
Sá langbesti sem ég hef heyrt um langan tíma! Það verð ég að segja.
Á síðunni þeirra fann ég þessi nöfn:
Axel Þór Kolbeinsson
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásta Hafberg
Baldur Ágústsson
Birgir Viðar Halldórsson
Björgvin Ólafsson
Borghildur Maack
Frosti Sigurjónsson
Guðmundur Ásgeirsson
Guðrún Jacobsen
Gunnar Páll Ingólfsson
Gústaf Adolf Skúlason
Halldóra Hjaltadóttir
Hallur Hallsson
Helga Þórðardóttir
Jón Baldur Lorange
Jón Gíslason
Jón Einar Haraldsson
Jón Helgi Egilsson
Jón Lárusson
Jón Valur Jensson
Karl Kristensen
Kári Sveinbjörnsson
Kristján Oddgeirsson
Loftur Altice Þorsteinsson
Magnús Erlendsson
Rakel Sigurgeirsdóttir
Runólfur Oddsson
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurður Ásgeirsson
Sigurður Jónas Eggertsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Tryggvason
Pétur Valdimarsson
Viktor J. Vigfússon
Þorgeir Örn Elíasson
Þorvaldur Þorvaldsson
Örn Björnsson
Fleiri kunna að leynast innan samtakanna. Það er þá rétt að samtökin upplýsi um fjölda meðlima sinna. Ein stærsta fjöldahreyfing í landinu! Það var ekkert annað.
Ekki þekki ég marga á listanum hér að ofan. Kannast auðvitað við nokkur nöfn. Sérstaklega þó við Jón Val Jensson og Loft Altice Þorsteinsson.
Það dugar mér ágætlega.
Öfgamönnum á ekki að hleypa í neinar kynningar fyrir hönd þjóðarinnar, ríkisstjórnarinnar eða á neinum vettvangi.
Það hljóta allir að sjá og skilja!
Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láta bara Össur um þetta. Hann er svo klár.
Sigurður I B Guðmundsson, 22.3.2011 kl. 22:40
Samfylkingarsnúðurinn hann Björn Birgisson stendur vel vaktina fyrir Jóku sína. Björn er þá loks búið að setja örflögu inní heddið á þér líkt og gert hefur verið við flokksbróðir minn hann Steingrím,og Jóhanna fjarstýrir. Heldur þú virkilega Björn að það verði gætt hlutleysis við gjörð kynningarefnisins.! Ritstjóri þessa snepils mun vera stórvinur þinn Björn,hann Össur Skarphéðinsson,vittu til.!!!!!!
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 22:54
Sigurður, nei nei, alla aðra en Össur. Frekar þig!
Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 22:54
Númi, er vírinn ekki á sínum stað? Ert þú flokksbróðir Steingríms? Það vissi ég ekki! Ég hitti Össur einu sinni fyrir 12 árum í fatageymslunni í Festi. Þá var hann ræðumaður á kútmagakvöldi. Alveg leiftrandi bráðfyndinn! Fyrr eða síðar hef ég ekki hitt manninn! Ertu búinn að gleyma því að ég er Besta flokksmaður eða var ég ekki búinn að segja þér það? Viltu fá JVJ og LAÞ að kynningarefninu?
Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 23:01
Besta flokksmaður!,meira bullið í þér Samfylkingarpésanum. Nei vil ekki fá þessa að kynningarefninu,það verður fróðlegt að fá að vita það hverjir munu koma að honum. Össur brandaravinur þinn verður pottþétt ritstjóri þar.
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 23:06
Viðbót:: Björn þú nefnir þarna ´´vírinn,, jú hann er á sínum stað.
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 23:08
OK, Númi, ekki trúi ég því eitt augnablik að þú sért flokksbróðir Steingríms. Af hverju má ég ekki vera Besta flokksmaður? Varstu ekki að segja um daginn að ég væri alltaf að grínast hér á blogginu?
Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 23:10
Gott, Númi minn, með vírinn! Synd ef dyttu af þér eyrun!
Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 23:11
Björn, minn, ég skal bara sjá um þetta, ekki lýg ég, eða flæki málin að óþörfu.
Ég skal meira að segja ekki taka orðagjald sbr skrefagjald.
Gæti jafnvel gert þetta frítt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 23:34
Það eru vís allir hlutdrægir, vanhæfir, ef ekki líka með öllu óhæfir að fjalla um Æseif að mati andstæðinga þess samkomulags nema þeir sjálfir. Ekkert vanhæfi, óhæfi eða hlutdrægni á ferðinni á þeim bænum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2011 kl. 23:35
Ég er sammála því að það væri synd ef Númi tapaði eyrunum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2011 kl. 23:39
Þarna átti að vera mynd af Núma en hann reynist óprennthæfur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2011 kl. 23:40
Ómar minn, ef þú tækir þetta að þér yrði bæklingurinn þykkri en símaskráin! Það er ekki til nægur pappír í landinu fyrir slíka prentun!
Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 23:48
42.500 manns tók þátt í þeirri fjöldahreyfingu gegn Icesave-III, sem sameinaðist um að gera undirskriftasöfnunina á Kjósum.is jafnglæsilega og raun bar vitni, á skemmri tíma en nokkur önnur undirskriftasöfnun.
Það hlýtur að vera farið að slá út í fyrir Birni Birgissyni að þekkja ekkert til hins ca. 40 manna hóps, sem er á listanum hér ofar. Hann nefnir mig og Loft eina og virðist einnig þar fákunnandi, eða hvaða öfgar er hann t.d. að saka mig um? Og sér hann öfgar í hinum mörgu greinum Lofts í Morgunblaðinu?
Vesalings Björn á bágt, það er málið, tapsár og í vondu skapi í kvöld.
Jón Valur Jensson, 22.3.2011 kl. 23:49
Já en Björn, það yrði ekki rifist á meðan menn flettu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 23:54
Þar sem tveir Samfylkingarmenn eru(Björn og Axel) þar er heil fylking. Björn þú ert komin með bandamann það er vel. Ekki veitir þér af . Axel,í Fréttablaðinu(málgagni Samfylkingarinnar) er viðtal við Núma (og mynd) um síðustu helgi,en Númi vissi ekki að blaðamaðurinn væri frá þessu málgagni,en það er allt í lagi fólk verður að hafa vinnu,líkt og þessi ágæti blaðamaður.
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 23:56
Axel Jóhann, auðvitað er Númi okkar óprenthæfur. Það veit enginn hvernig hann lítur út! Ég held að hann sé bara fallegur maður, með eyrun á þokkalegum stað! Sem og hausinn allan! Sólar verður víst ekki mikið vart þar!
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 00:02
Björn! ertu alveg að bilast.
Númi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 00:06
Jón Valur. Brattur ertu að voga þér inn á þessa síðu. Var ég ekki búinn að segja þér að hún væri þér lokuð? Svo loka ég vitaskuld ekki á neinn! Þar er t.d. allur munurinn á okkur. Þú ert öfgamaður, sem þolir eingöngu þá sem fagna hverju þínu freti með heillaóskum allan daginn og vikurnar út!
Það liggur ágætlega á mér, en verð að viðurkenna að þitt ömurlega innlit varð til að draga ögn úr gleðinni.
Fyrir mér ert þú andhverfa gleðinnar, en skítt með það!
Hvað eru margir í félagsskapnum sem hér er til umræðu? Mestu fjöldahreyfingu á Íslandi?
Varla skortir þig lygaþvættinginn við að upplýsa þá tölu, fremur en venjulega!
43?
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 00:16
Númi, hvað ertu að þvaðra? Hvernig getur bilaður maður bilast? Hvaða viðtal ertu að tala um í Fréttablaðinu? Ég sé það aldrei. Segðu mér þitt raunverulega nafn, ef einhver mannsbragur er á þér! Hvað er að því að tjá sig undir réttu nafni og standa og falla með skoðunum sínum? Það er mér hulin ráðgáta! Ég tek alla nafnlausa niður um 50%!
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 00:33
Fólk sem eru hræddir við hlutlaust efni frá Háskóla Íslands eru öfgamenn.. það er bara þannig.
Og ætla allir þessir 42þús manns að koma að kynningarefninu eða bara þessir örfáu þarna í færslunni? Ég veit svarið.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 00:36
Gaman að sjá hvað þú ert æstur, Björn minn. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Fjöldahreyfingin á Kjósum.is (sem nú er orðin almenn upplýsingasíða um Icesave) fór yfir 42.000 manns, en starfshópurinn, sem virkur er að baki því starfi, er um fjórar tylftir manna. Á listanum hjá þér sé ég ekki 1–2 í viðbót,sem tilheyra samtökunum.
Hvað heldurðu að ég hafi átt margar rökræðurnar við skoðanasystkin þín á Moggavef mínum? Magnús Helgi Björgvinsson er t.d. tíður gestur þar, einnig Magnús Geir Guðmundsson og margir aðrir.
En Björn, segðu mér í alvöru, segir þú satt um Icesave og ESB?
Jón Valur Jensson, 23.3.2011 kl. 00:37
"En Björn, segðu mér í alvöru, segir þú satt um Icesave og ESB?"
Jón Valur, ef satt skal segja, þá varðar þig ekkert um mínar skoðanir.
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 00:48
Hvernig menn geta látið út af litlu máli.
Ég hefði viljað sjá guðsmnanninn og félag taka Seðlabankalánið og ríkisábyrgðina vegna þess föstum tökum og skoða ofan í kjölinn í eins miklum smáatriðum og þetta volaða Icesavmál.
Það er ekki nema innan við 10% af Seðlabankagjaldþrotinu.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 07:52
Rangt, Jón Óskarsson. Seðlabankinn er ekki í vanskilum með neitt lán, sem hann hafi tekið. Hann tók líka veð eða fekk hlut í dönskum banka vegna Kaupþingsmála og tapaði engu á því. Ríkisábyrgðin vegna Icesave getur leikandi orðið að 100–200 milljarða króna reikningi, jafnvel allt upp í 400 milljarða.
Jón Valur Jensson, 23.3.2011 kl. 12:28
Jú, verða þeir ekki að koma að þessu til að kynningin verði nú örugglega ,,lögfræðilega rétt"?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.3.2011 kl. 13:15
DV segir í dag að þrot Seðlabankans sé fimmfalt Icesavemálið. Blaðið metur þá Icesae á 35 milljarða, þrot Seðlabankans á 175 milljarða og tekur fram að vaxtakostnaður sé óljós. Ljótt ef satt er.
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 13:36
Það er til hvít lygi, svört lygi og svo tölfræði. Talnabrellur og töluleiki á Exel-skjölum er rétt að taka með mjög mikilli varúð því með þessum sömu brögðum má efalítið snúa þroti Seðlabankans í hagnað og Iceslave yfir í mörghundruð milljarða skuld. Það fer allt eftir því hvaða útkomu menn vilja fá.
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 16:29
Ertu nú farinn að vitna í DV til að skrökva, Björn minn?
Langt ertu leiddur.
Jón Valur Jensson, 24.3.2011 kl. 04:17
Það hefur allavega enginn hrakið þessar staðreyndir.... enda eru þær solid þó að þær koma frá DV. Ekki er mogginn skárri.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.3.2011 kl. 10:35
Líst vel á þennan Áfram-hóp, þverpólitískur og flestir þarnar eru ekki þekktir fyrir öfgar eins og margir þerra sem eru mest í forsvari fyrir þeim sem vilja ekki samþykkja Icesave.
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:26
Jón Valur Jensson er ekki öfgamaður, heldur maður sem hefur sínar eigin skoðanir, sumar velliðnar og vinsælar, aðrar á skjön við meirihlutann, ópólítískt korrekt og umdeildar. Allir góðir og grandvarir menn eru blanda af þessu tvennu. Sá sem hefur bara óvinsælar skoðanir er bara þrætugjarn leiðindagaur, sem vill ekkert gera nema rífast. Samt er hundrað fallt meira gagn af slíkum en flokkspáfagaukum sem segja já og amen á eftir efninu, heil og hneigja sig, og endursegja í doðröntum helstu mál "síns hóp" sem þeir hlýða í blindi og ókarlmennsku. Hvaða hópur það er skiptir engu, en hópmennið er andstæða hins siðmenntaða manns, óþarft með öllu, og hugsun þess er andstæð sannri hugsun. Það er ekkert nema sauður, til óþurftar og stórhættulegt. Ég er í flestum málum á öndverðri skoðun við Jón Val, en get þó virt hann, þrátt fyrir okkar djúpa skoðanaágreining í nánast öllu milli himins og jarðar, sem hugsandi manneskju með eigin skoðanir, sem þorir að segja hug sinn. Sama verður ekki sagt um afrakstur þessa bloggs, sem er eins og downloadað gegnum undirgefinn vélmennisheila ofurseldan Samfylkingunni, sem er í sjálfu sér jafn ógeðslegt og ef það væri Nazistaflokkurinn, því það er þessi undirgefni í hugsun og háttum við opinbera stefnu flokka sem er svo viðurstyggileg og klén.
$ (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:00
Og farið nú að nota ykkar eigin heila til að hugsa ykkar eigin hugsanir, krakkar mínir. Hlýðni í hugsun er ógeðsleg og synd gegn mannlegri framþróunn og eldi siðmenningarinnar okkar. Ef þú ert maður, ekki láta temja þig sem api væri. Ef flestar skoðanir þínar eru eins og úr áróðursbæklingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða tuggur í spjalli Samfylkingarmanna á kaffihúsi sem þeir kinka allir kolli þegar þeir heyra, þá hef ég fréttir handa þér, sem þú skalt taka alvarlega...
1) Þú ert ekki manneskja, ekki eins og er, því þú hefur afsalað þér mennsku þinni og gerst þess í stað blanda af páfagauk og hlýðnum hundi og blindum sauð, án þess að ég vilji líkja slíku ragmenni við blessaðar saklausar skeppnurnar, sem þó eru ótal dyggðum gæddar sem slíkir menn eru sneyddir
2) Þú ert ekki þú sjálfur. Þú ert heilaþveginn.
3) Þú ert hættulegur og til óþurftar fyrir samfélagið, því hinn hugsunarlausi mann, sem ranglega telur sig hugsandi veru, er hættulegastur allra manna, og það er hann sem allur fasismi, í öllum sínum mörgu gerfum, allt óréttlæti og allt ranglæti notar sem olíu í maskínu hins illa og kemst til valda gegnum.
Þú hefur því tvo valkosti:
1) Farðu í gegnum þá vegferð sem það krefst að gerast hugsandi alvöru manneskja. Til þess þarftu að sína mikinn innri heiðarleika gagnvart sjálfum þér. Og þú þarft að færa fórnir í blekkingum þeim sem þú heldur þér dauðahaldi í, og hafa búið til þitt falska egó. Síðan eftir þetta niðurbrot geturðu byggt upp raunverulegan persónuleika á raunverulegum grunni.
2) Ef þú treystir þér ekki til að borga þetta fulla gjald til að gerast manneskja, og sýna þann heiðarleika sem þarf. Þá skalltu alla vega þegja, því allt sem hinn heilaþvegni gerfi-maður segir verður til ills, alveg sama hvaða flokksmaskínu hann talar fyrir, eða hvaða eigandi stírir strengjum strengjabrúðu hans. Það skiptir ekki máli. Slíkur fylgismaður heimsins besta málstaðar myndi fyrr eða síðar eyðileggja hann, og það voru einmitt þeir sem gerðu það á öllum tímum, og eyðilögðu leiðtoga sína með blindri hlýðni sinni. Þannig að annað hvort er að þegja og gera alla vega ekki meiri skaða. Eða vitkast og þora svo að segja sinn sanna hug, í stað þess að vera endalaus málpípa fyrir áróður. Ekki dugir að ganga bara í annan sértrúarsöfnuð og halda þar með sérstu orðinn hugsandi maður, afþví þú skiptir um flokk. Það þarf meira til, og enginn kemst hjá því að borga uppsett verð.
$ (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:09
Ég þakka öllum innlitin.
Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 00:15
Og ekki tókst þér að sanna á mig að ég væri öfgamaður. Þarftu ekki að taka til endurskoðunar, hvaða fyrirsagnir þú setur á greinar þínar, Björn? Og það sem meira er: Skuldarðu ekki Samstöðu afsökunarbeiðni?
Svo er fráleitt af þér að treysta DV um Icesave-III-samnings- og greiðsluupphæðina ("Blaðið metur þá Icesae á 35 milljarða"). Seðlabankinn – undir stjórn Más Guðmundssonar, ekki Davíðs Oddssonar! – metur þá upphæð á 67 milljarða. Samt eru inni í þessu afar hæpnar forsendur skilanefndarinnar um það verð, sem hún fái fyrir Iceland Foods (reiknar með 200 milljörðum, en hefur aðeins fengið tilboð upp á 120 milljarða) og að klakklaust fái hún 310 til 320 milljarða í dollurum, pundum og evrum frá Landsbankanum nýja, en hann á erfitt með að ná inn gjaldeyri fyrir því, og einnig það gæti komið í hausinn á OKKUR. Þar að auki eru líkur á, að hlutabréfavísitala fari lækkandi, og það hefði slæm áhrif á þessi mál (sjá hér í viðtali Halls Hallssonar á ÍNN-stöðinni við Jón Lárusson, sérfræðing um afleiðuviðskipti, Samstöðu-mann: http://inntv.is/Horfa_á_þætti/Nei$1300233660). Þar á ofan eru vextirnir ólöglegir í sjálfum sér, til viðbótar við, að höfuðstólskrafan er ólögvarin.
Jón Valur Jensson, 28.3.2011 kl. 12:16
Jón Valur, ég þarf ekki að sanna þínar öfgar í ýmsum málum. Þú sérð ágætlega um það sjálfur.
Ég vel mínar fyrirsagnir við hæfi hvers málefnis sem ég fjalla um. Þarf ekki þína leiðsögn í þeim efnum.
Ég skulda ekki Samstöðu afsökunarbeiðni, en þú skuldar mér afsökunarbeiðni fyrir að vera í sífellu að riðlast hér á minni síðu, þrátt fyrir að ég hafi margoft beðið þig að halda þig fjarri.
9. apríl nálgast óðfluga. JÁ liðið er komið með 12-15% forustu. Sem mun bara aukast þegar ráðvilltir Sjálfstæðismenn ákveða að fylgja sínum formanni.
Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 18:58
Þú getur ekkert sannað, karlinn. Það er sérkennilegt hvernig þú telur þig samt hafa leyfi til að rægja náungann, en ef hann mætir til að svara fyrir sig og benda á rökleysuna, þá svararðu eins og hér eða (23. kl. 0:16): "Brattur ertu að voga þér inn á þessa síðu"!!!
Annars er mér ekkert illa við þig, Björn; ég veit bara ekki hvað hefur hlaupið í þig.
Svo tek ég eftir því, að þú áttir engin gagnrök gegn efnisrökum mínum um Icesave í innlegginu hér á undan – einu "rökin" eru traust þitt á forskot [illa upplýstra] Icesave-borgunarsinna í skoðanakönnun!
Já, bíðum níunda apríl ! Við skulum bara vona, að mánudaginn 11. apríl hverfi ekki 46 milljarðar í erlendum gjaldeyri út úr hagkerfi okkar, þ.e. 26 úr ríkissjóði og 20 úr TIF.
Ef Lárus Blöndal & Co. hefðu staðið sig og a.m.k. heimtað, að Bretar krefðu okkur ekki um ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum (af því að þeir lánuðu eigin tryggingakerfi á 0,9% vöxtum, ekki 3,3%!), þá hefðu áföllnu heildarvextirnir (þótt Hollendingar hefðu trúlega fengið að halda sínum 3% vöxtum) verið í kringum 25 milljarðar, ekki 46. Þar af hefði TIF borgað 20, en ríkissjóður 5 milljarða, þ.e.a.s. skv. Icesave-III-samningnum, EF Lárus Blöndal & Co. hefðu unnið vinnuna sína. Skylda þeirra var gagnvart íslenzku þjóðinni og hennar lögum, ekki Steingrími J.
En bæði í þessu og varðandi skýlausan rétt TIF til að borga í ísl. krónum FYRIRGERÐI samninganefndin þeim rétti TIF (og ísl. ríkisins, úr því að þeir samþykktu ríkisábyrgð, þvert gegn lögum) að fá að borga þetta í ísl. krónum og með 0,9% vöxtum.
Hrósar þú mönnum, sem hlunnfara þig svona?
Jón Valur Jensson, 28.3.2011 kl. 20:56
Jón Valur, mér er með öllu óskiljanlegt hvað þú ert að þvælast á þessari síðu. Fyrir margt löngu lokaðir þú fyrir aðgang minn að þinni síðu, svo þú hlýtur að sjá hve taktleysi þitt er mikið.
Fyrir vikið hef ég ekki litið á síðuna þínum mánuðum saman. Ég stunda ekki heimsóknir þar sem ég er óvelkominn. Það ættir þú heldur ekki að gera.
Efnislega ræði ég ekki Icesave. Er ríflega kominn með upp í kok í því máli og bíð þess eins að 9. apríl líði hjá, eins og hver annar engisprettufaraldur eða önnur óáran, af völdum náttúru eða manna.
Efast um að ég nenni á kjörstað, frekar en í fyrra skiptið!
Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 21:17
Annað. Þú skrifar, Jón Valur: "...... er traust þitt á forskot [illa upplýstra] Icesave-borgunarsinna í skoðanakönnun!"
Dæmigert fyrir þig! Hver segir að það fólk sé illa upplýst, þótt það sé ekki sammála þér?
Dæmigerður hroki og mannfyrirlitning felast í þessum orðum! Að ég nefni nú ekki öfgar!
Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 21:27
Ég held það sé ekki ofsagt, Björn, að þorri þeirra, sem ætlar að segja já 9. apríl, hljóti að vera illa upplýstur. Það er t.d. útbreidd trú meðal þeirra, að upphæðin verði 37 milljarðar, eins og þetta sé eitthvað til að treysta!!! Þú sérð nú nokkur rök gegn því hér ofar. Ekki fyrirlít ég þetta fólk, þó að það elti þá, sem ættu að vita betur. Hitt veit ég, að (sára)lítill hluti jánkaranna er (vel) upplýstur, en vill samt láta sig hafa það að láta þjóðina borga. Þá munar ekki um það verkalýðsrekendurna, þó að umbjóðendur þeirra eigi eftir að líða, ef þeir fyrrnefndu (margir ESB-smitaðir í þokkabót) hafa sitt fram. Samfylkingarþingmenn geta ekki allir verið illa upplýstir, þótt Jóhanna hafi verið það, þegar hún samþykkti Svavarssamninginn óséðan, o.s.frv. o.s.frv. En þú telur það eflaust "öfgar" að nefna þessa hluti ...
Þú kannast ugglaust við hugtakið pars pro toto. Þannig talaði ég með orðum mínum um "[illa upplýsta] Icesave-borgunarsinna", því að þeir illa upplýstu eru meirihluti jámenna. Væri ég að segja þá upplýstu þar í meirihluta, hefði ég miklu minna álit á hópnum. En meirihlutinn er nytsamir sakleysingjar (og fá ekki árásir af minni hendi), blekktir af stanzlausum flaumi áróðurs stjórnvalda, Rúv og 365-miðla, auk alls kyns fráleitra álitsgjafa, sem margir hverjir (t.d. verkalýðs- og atvinnurekendur) mæltu með Icesave-I og Icesave-II rétt eins og Icesave-III. Þeim skjátlast jafnmikið og fyrrum.
Eða leggur þú það í vana þinn, Björn, að skrifa upp á óútfyllta víxla?
Jón Valur Jensson, 28.3.2011 kl. 22:57
En til hamingju með að hafa loksins fundið eitt dæmi um öfgar í máli mínu!
Jón Valur Jensson, 28.3.2011 kl. 22:58
Hamingja mín felst ekki í neinu sem kemur frá þér, Jón Valur Jensson. Hefur aldrei gert og mun aldrei gera.
Ég skrifa aldrei upp á nein lán eða víxla. Gerði það í gamla daga, fyrir vini og vandamenn, en er löngu hættur því.
Bíð spenntari eftir 7. apríl en 9. apríl. Af sérstökum ástæðum.
Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 23:30
Gott og vel, semjum frið. Gaman að þú hefur eitthvað til að hlakka til.
En má ég ekki til með að stríða þér svolítið í lokin, þú tekur því alltaf svo vel.
Ég sé að vefheitið þitt á blog.is er urval3bjorn. Ert þú þá þessi frægi Þríbjörn, sem Fjórbjörn togaði í? Og geturðu í alvöru ekki hugsað þér að hætta að toga í hann Tvíbjörn?
Jón Valur Jensson, 29.3.2011 kl. 02:36
Hér er mikið sverðaglamur.
Hvað sem verður sagt, um hvað sem er, og ekki á móti mælt, að komi saman fleiri en einn, þá eru ekki allar hugsanir eins. Og það er ekki hægt að tryggja einsleitni að loka á annan. Og lokun vill hafa afleiðingar, menn hætta til dæmis að hlusta, eða vilja ekki hlusta.
Hallast jafnvel að gagnkvæmi, vilja ekki hlusa á þann sem neitar þeim um hlustun. Og verður slíkt að teljast skiljanlegt, og minnir á barminn sem menn eiga að skoða á sjálfum sér áður en þeir virða aðra fyrir sér.
En Björn, þú lifir af 7. apríl, og við neikvæðu lifum af þann níunda.
Þá fyrst verður fjandinn laus, hvernig sem fer. Því helft kúgar ekki helft, og yfirhöfuð er kúgun ósiður.
En hvernig sem fer, þá er þriggja ára afmæli alltaf merkisviðburður í þessum geira Netheima.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.4.2011 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.