Það er orðið vandlifað í þessu þjóðfélagi!

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi að hún teldi ekkert tilefni til afsagnar hennar vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála."

Nú er rétt að staldra aðeins við og hugsa ofurlítið.

Vinnubrögðum ráðuneytisins í þessu máli hefur verið lýst. Matsnefndin setti kærandann í fimmta sæti. Með réttu eða röngu. Hef ekki hugmynd um það.

Hvað væru menn að ræða á Alþingi núna ef Jóhanna hefði dubbað flokkssystur sína, upp úr fimmta sæti og í stólinn sem slagurinn stóð um?

Það er orðið vandlifað í þessu þjóðfélagi!


mbl.is Ekkert efni til afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vandlifað ?? Hm... Veit það nú ekki Björn ! allavega ekki ef þetta eru málin sem brenna mest og eru til þess fallin að steypa stjórnum, en hvað veit ég, víðsfjarri öllu gamninu og haldandi að það séu stærri og veigameiri mál sem bíða lausnar ??

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 24.3.2011 kl. 12:14

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru lítil takmörk fyrir því hvað hrunöflin blása upp til að reyna að draga athyglina frá þeirra þjóðarskömm..

hilmar jónsson, 24.3.2011 kl. 12:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er einsýnt að kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttisstofa geta haft að engu álitsgerðir hæfustu sérfræðinga, það virðist engu skila að vanda vinnubrögð við umsóknir og hæfismat umsækjenda. Misréttisstofa væri nær að kalla þessa undarlegu Jafnréttisstofu, jafnrétti er minnstakosti ekki á stefnuskránni þar.

Þetta er skýrt dæmi þess að menn hafi farið langt fram úr sér í lagasetningum í jafnréttismálum, því í þessu máli hefur jafnréttisæðið bitið illilega í afturendann á sjálfu sér.

Er ekki sjálfgefið að kærunefndin eða Jafnréttisstofa taki alfarið að sér mannaráðningar ríkisins? Stefnan þar er einföld, engar flækjur eða málalengingar viðhafðar, ráða skal konur í allar stöður, sama hvað! Þá væri hægt að spara sérfræðingakostnaðinn, sérfræðiálitin eru hvort sem er ekki nýtt nema þau henti "Misréttisráðinu".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2011 kl. 12:38

4 identicon

Niðurstaðan var fundin áður rökin voru samin.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 18:05

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er mér óskiljanlegt. Hvernig stóð á því að þessi kona sem var í fimmta sæti kærir úrskurðinn? Vissi hún hvar hún var staðsett meðal umsækjenda? Var henni bent á að kæra? Hvað er lagt til grundvallar hjá ráðningarsérfræðingum versus Jafnréttisnefnd? Óttalega asnaleg þessi lög það verð ég að segja. En þau koma úr kompu Jóhönnu og því ótrúlega leiðinlegt fyrir hana að þetta skyldi koma uppá. Af nógu er nú að taka þó þetta bætist ekki við.

Ljósi punkturinn er að konan er ekki fötluð líka  Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2011 kl. 18:13

6 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Kolla mín, þetta er allt hið vandræðalegasta mál. Fyrir alla aðila. Takk fyrir bloggvináttuna!

Björn Birgisson, 24.3.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband