Allur áhuginn horfinn?

"Inga Lind Karlsdóttir, sem var meðal þeirra 25 sem náðu kjöri í kosningu til stjórnlagaþings, segist ekki ætla að þiggja boð Alþingis um sæti í stjórnlagaráði."

Til hvers var konan þá að bjóða sig fram? Það hefur nákvæmlega ekkert breyst. Stjórnlagaráðið er alveg jafn valdalaust og Stjórnlagaþinginu var ætlað að vera. Aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi!

Jú, það breyttist eitt. Pantaður heimskulegur úrskurður var felldur í Hæstarétti. Það eina sem breyst hefur er því það að Hæstiréttur varð sér til skammar.

Það er ekki hægt að túlka þessa yfirlýsingu Ingu Lindar öðruvísi en að hún hafi misst áhuga sinn á endurskoðun Stjórnarskrárinnar.

Og felur sig á bak við Hæstarétt. Þvílíkt skjól!


mbl.is Þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverjum er ekki sama,hvort þessi kona hætti við eða ekki.

magnús steinar (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 15:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Góð spurning!

Björn Birgisson, 24.3.2011 kl. 15:41

3 identicon

Þetta stjórnlagaþingsmál er allt eitt klúður frá upphafi, auk þess að vera gæluverkefni Samfylkingarinnar.

 Þetta snýst í raun allt um það eitt að við getum ekki gengið í ESB með núverandi stjórnarskrá, og  þjóðin skal í ESB með góðu eða illu.

Eitt er nú að vera "bara" ráðgefandi, hitt er hálfu verra að vera auk þess pólitískt skipaður af Jóhönnu og co. Samfylkingin varð auðvitað að fá Þorvald Gylfason til áhrifa með einhverju móti.

Gott hjá Ingu Lind að stræka á að taka þátt í þessari þvælu. 

Árni Árnason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband