29.3.2011 | 14:49
Skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur!
Það liggur við að ólíft sé að verða í þessu landi vegna karpsins um Icesave. Einnig vegna hatursins og fyrirlitningarinnar sem ríkir í pólitíkinni, einkum af hálfu stjórnarandstöðunnar, en þó alveg sérstaklega einstakra öfga hægrimanna, sem virðast gjörsamlega hafa glatað glórunni. Margir þeirra eru hér á Moggablogginu og lepja upp öfgarnar hver frá öðrum og virðast ekki nærast á neinu öðru.
Það bíða margir spenntir eftir 9. apríl. Ég geri það líka, en bendi hins vegar á að Icesave umræðan mun ekki hljóðna eftir þann dag, hvernig sem fer.
Verði JÁ niðurstaðan munu NEI liðar halda sínum hamagangi áfram og saka alla þá sem sögðu JÁ, bæði almenning og stjórnmálamenn, um svik við framtíðina og þeir forhertustu munu ekki hika við að tala um landráð. Þeir munu hiklaust halda því á lofti að dómstólaleiðin hefði leitt til þess að þjóðin hefði ekki þurft að borga krónu vegna Icesave. Á þessu munu þeir hamast daginn út og daginn inn.
Verði NEI niðurstaðan munu JÁ liðar halda sínum hamagangi áfram og saka alla þá sem sögðu NEI, bæði almenning og stjórnmálamenn, um svik við framtíðina. Þeir munu hiklaust halda því fram að NEI liðar hafi leitt þjóðina út í rússneska rúllettu dómstólaleiðarinnar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og áframhaldandi frosti lánalínanna og þar með atvinnulífsins í landinu. Á þessu munu þeir hamast daginn út og daginn inn.
Skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur pistill Björn og svo sannur að það hálfa væri nóg - þjóðin að vera búin að tapa vitglórunni, því litla sem eftir er. Það góða við þetta Icesave karp er að það er sama hvernig maður greiðir atkvæði maður verður asni í hugum margra! ........en fyrir mér er það svo sem ekkert nýtt að fólk hafi þá skoðun á mér. En tek undir að það er með ólíkindum hvernig fólk hraunar yfir fólk og gerir lítið úr því og ég veit ekki hvað bara vegna þess að fólk er ekki sama sinnis og það sjálft, afar dapurt.
Gísli Foster Hjartarson, 29.3.2011 kl. 16:00
Gísli Foster, takk kærlega fyrir innlitið!
Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 17:04
Það er hverju orði sannara að 9. apríl verður ekki lokadagur á Icesave hatrinu. Það mun enginn vinna þetta stríð, vopnahlé virðist ekki vera valkostur og allir tapa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2011 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.