"Stöndum í lappirnar, neitum að semja og keyrum þjóðina í fullt þjóðargjaldþrot."

Bloggari sem nefnir sig Dæmigerða Moggabloggarann hefur verið að fara á kostum hér á Moggablogginu að undanförnu. Samt hef ég einhvern veginn á tilfinningunni að öllum hér inni á Moggabloggi sé ekki skemmt yfir skrifum hans. Hann skemmtir mér ágætlega.

Gefum hinum Dæmigerða Moggabloggara orðið: 

"Lárus Blöndal telur líklegt að eignir þrotabúsins dugi fyrir Icesave skuldinni, bæði höfuðstól og vöxtum.

Við þurfum því líklega ekkert að borga að hans mati, ef við semjum.

Vel má vera að þetta sé rétt hjá Lárusi.

Aftur á móti er ljóst, að þjóðin hefur orðið fyrir atlögu nýlenduríkjanna, að sögn Styrmis Gunnarssonar.

Það er því ótvíræð niðurstaða okkar, öfgafullu moggabloggaranna, að þessari atlögu þurfi að svara af fullum þunga og neita að greiða, hvort sem um er að ræða samning eða dóm.

Dómur getur þýtt allt að þrefaldan Svavarssamning og fullt þjóðargjaldþrot.

Til að herða þjóðina almennilega, og þá sérstaklega unga fólkið, þurfum við alvöru kreppu, alvöru þjóðargjaldþrot. Núverandi kreppa er ekki alvöru kreppa.

Það er betra að lifa á skreið og harðfiski næstu 100 árin en að lúffa fyrir hinu erlenda valdi.

Stöndum því í lappirnar, neitum að semja, og keyrum þjóðina í fullt þjóðargjaldþrot."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þakka þennan heiður.

Þið miðjumoðsmennirnir hafið lítið í okkur harðjaxlana á hægrivængnum að gera, hér á moggablogginu.

Bæði erum við miklu fjölmennari, auk þess að vera óvægnir og ofsafullir í allri orðræðu.

Sveinn R. Pálsson, 29.3.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þér Björn, frábærir pistlar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2011 kl. 18:24

3 identicon

Getur verið BB að hér sé kominn náungi frá Hafnarfirði, oft kjaftfor og ávallt mikill húmoristi ? Þessi sem þagði svo lengi um daginn ?

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:31

4 Smámynd: Björn Birgisson

Dæmigerði Moggabloggarinn, minn er heiðurinn að njóta skrifa þinna. Væri kannski í lagi að ég stæli fleiru frá þér?

Auðvitað höfum við ekkert í ykkur, en við reynum af veikum mætti!

Um óvægni, öfgar og ofsa þarf ekki að ræða. Yfirburðir ykkar eru þar ómældir og ekki við keppandi.

Á þessari síðu er þó reynt að spyrna við fótum.

Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 21:42

5 Smámynd: Björn Birgisson

Bárður Bringdal, svo er ekki. Ég sakna hans ekki síður en þú. Hef spjallað við hann og skil og met hans þögn. Hann þarf sitt næði og það ber að virða. Ég stend 110% með honum, ef það er einhvers virði.

Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 21:45

6 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Sæll Björn.

Þú tekur bara Hannes Hólmstein á þetta og hirðir það sem þú villt af minni síðu.

Sveinn R. Pálsson, 29.3.2011 kl. 22:00

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Dæmigerður Moggabloggari, miðað við hörku ykkar hægri dusilmennanna ertu ótrúlega bljúgur við mig. Fæ það þó sennilega í hausinn fjlótlega. Ég tek HHG á þetta, en allt innan gæsalappa auðvitað. Enginn mun geta sakað mig um ritstuld, eins og hann er svo þekktur fyrir. Svo er hann víst meira á ríkisjötunni en allir kommar Íslands samanlagt! Lengi lifi frjálshyggjan!

Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 22:08

8 identicon

Hver svo sem Dæmigerði Moggabloggarinn er, þá er hann andskotanum skemmtilegri og ferfalt húrra fyrir þessum skondna meistara, hafðu það sem best kæri BB. Amen.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 20:49

9 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, sömuleiðis, Bringdal minn góður!

Björn Birgisson, 30.3.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband