Tilgangurinn helgar hin dragúldnu meðul hins fleðulega guðsmanns

Allt er þá þrennt er. Eða fernt er öllu heldur. Icesave - borgunar sinninn, Jón Valur Jensson, birti eftirfarandi sem athugasemd á mínu bloggi (fyrsta birting?). Síðan í nafni einhverra samtaka, sem hann segir mestu fjöldasamtök á Íslandi, með rúmlega 80 skráðum félögum! Önnur birting? Þar á eftir á sínu eigin bloggi. Þriðja birting? Nú bæti ég um betur og birti þetta í fjórða sinn og toppa þar með hanann í Getsemane garðinum, sem örugglega hefði haldið kjafti í nærveru borgunarsinnans JVJ og sparað sína sönglist. Sem fyrirsögn birtingar númer tvö og þrjú setur valmennið upp: Úr svari til Icesave- borgunarsinna. Ætli hann eigi ekki við mig, alla vega hef ég ekki séð þetta annars staðar. Því skal launa líku líkt. Tilgangurinn helgar hin úldnu meðul guðsmannsins. Það er morgunljóst. Ljóst er að glóran er á förum víða. Hafi hún þá verið til staðar.

Lítum á margbirt innlegg JVJ:

"Já, bíðum (eftir) níunda apríl! Við skulum bara vona, að mánudaginn 11. apríl hverfi ekki 46 milljarðar í erlendum gjaldeyri út úr hagkerfi okkar, þ.e. 26 úr ríkissjóði og 20 úr TIF (Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta).

Ef Lárus Blöndal & Co. hefðu staðið sig og a.m.k. heimtað, að Bretar krefðu okkur ekki um ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum (af því að þeir lánuðu eigin tryggingakerfi á 0,9% vöxtum, ekki 3,3%!), þá hefðu áföllnu heildarvextirnir (þótt Hollendingar hefðu trúlega fengið að halda sínum 3% vöxtum) verið í kringum 28,5 milljarðar, ekki 46. Þar af hefði TIF borgað 20, en ríkissjóður 8,5 milljarða, þ.e.a.s. skv. Icesave-III-samningnum, EF Lárus Blöndal & Co. hefðu unnið vinnuna sína. Skylda þeirra var gagnvart íslenzku þjóðinni og hennar lögum, ekki Steingrími J. og hans fyrirskipunum (hvaðan sem þær komu!).

En bæði í þessu og varðandi skýlausan rétt TIF til að borga í ísl. krónum FYRIRGERÐI samninganefndin þeim rétti TIF (og ísl. ríkisins, úr því að þeir samþykktu ríkisábyrgð, þvert gegn lögum) að fá að borga þetta í ísl. krónum og með 0,9% vöxtum.

Hrósar þú mönnum, sem hlunnfara þig svona?"

Tilvitnun lýkur.

Þessari spurningu var alla vega beint að mér á minni síðu.

Leiðandi hugann að spyrjandanum verð ég að svara játandi.

Ekki hrósa ég honum. Svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er merkilegt. Segjum að ríki og sjóður borgi 46 milljarða í íslenskum krónum til Breta og Hollendinga. Til þess þyrfti ríkið að slá lán, t.d hjá lífeyrissjóðum. Þá þarf að greiða vexti. En hvað geta Bretar og Hollendingar gert við krónur? Lagt á reikning hjá íslenskum viðskiptabanka og fengið vexti. Því fylgir gengisáhætta. Þeir myundu því vilja skipta krónunum í pund eða evrur. Það gera þeir hja´íslenskum banka og flytja síðan peningana úr landi!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Björn Birgisson

Merkilegt? Það finnst mér ekki.

Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 21:47

3 identicon

Samkvæmt orðabók: merkilegur 1 furðulegur, undarlegur 2,,, 3,,, 4 hrokafullur. T.d. Jón (Valur) gerir sig merkilegan.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:59

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ahaaa! Þú meinar!

Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 22:09

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Nú, þegar búið verður að dæma þjóðina til að borga Icesave, þá bara neitum við að borga dóminn og setjum allt í lás.

Þjóðin lifði ágætu lífi á sauðakjöti og harðfisk hér áður og fyrr, við bara tökum upp þann lífstíl. Förum yfir í metan og bíódísil (repja) á bílana.  

Hygg að Jón Valur hafi þessa leið í huga, eins og ég. Það er því rangt að kalla hann Icesave borgunarsinna. Við erum einangrunarsinnar.

Sveinn R. Pálsson, 29.3.2011 kl. 23:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur er samur við sig karl anginn, öfugsnúinn, argur og fullur heiftar, rúinn öllum kærleik í garð náungans, sem hann gjarnan sakar um landráð fyrir það eitt að hafa aðra skoðun en hann hefur gefið út sem þá réttu.

Á öllu eru undantekningar og svo var með skoðanakönnun á Útvarpi Sögu nýverið. Spurt var: Er Ríkisútvarpið hlutlaust í umfjöllun sinni í icesave málinu?

Greinilega var þessi könnun eins og aðrar á þessari stöð hönnuð fyrir fyrirfram gefna niðurstöðu. En það kom flatt upp á Ýkju-Pétur að 77,5% hlustenda útvarps Sögu treystu hlutleysi RUV og sú staðreynd ætti að segja meira en flest annað um það traust sem RUV nýtur meðal þjóðarinnar.

Jón Valur hringdi inn andstuttur og móður eins og oftast þegar hann hringir inn. Jón var ekki aldeilis á því að þessi könnun væri rétt. Hún væri klárlega fölsuð af Samfylkingunni sem hefði smalað fólki til að taka þátt í könnunni til að falsa hana. RUV væri ekki hlutlaust og allir vissu að RUV gengi erinda Samfylkingarinnar að sannfæra þjóðina um að gerast landráðamenn og samþykkja svikasamningana um Icesave.

Það heldur fyrir mér vöku, af hverju Jón Valur er alltaf svona andstuttur, hvort það geti verið að það sé höndin sem ekki heldur á símanum sem mæðir hann svona.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2011 kl. 23:12

7 identicon

Dæmig. MBL.bloggari. Hvernig getur þessi lífstíll gengið upp ?  Kjötskortur yfirvofandi vegna útflutnings á vegum Bændasamtakanna á kindakjöti og harðfiskurinn svo rándýr að fólk undir meðaltekjum, hefur ekki efni á honum. Útilokað dæmi.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband