Fréttablaðið með 60% meðallestur og Mogginn rétt rúmlega hálfdrættingur

"Lestur Morgunblaðsins jókst um tæp 1,7 prósentustig á milli tímabila, samkvæmt nýbirtri prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Á tímabilinu frá janúar til mars á þessu ári var meðallestur á hvert tölublað 33,18%."

Væntanlega góðar fréttir fyrir Morgunblaðið, en gaman væri að vita hver þessi prósentutala var fyrir ritstjóraskiptin umdeildu. Hærri? Lægri?

Fréttablaðið með 60%! Mogginn rétt rúmlega hálfdrættingur!

Svo sem ekkert að marka þessar tölur, alla vega ekki til samanburðar, þar sem Fréttablaðinu er dreift í þúsundum eintaka, en Mogginn aðeins seldur í áskrift og lausasölu.

Hve lengi geta þessi "stóru" blöð lifað svona lífi?


mbl.is Meðallestur Morgunblaðsins eykst á milli kannana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Eftir því sem launin lækka og fátækt eykst, þá byrja menn á því að segja upp blöðum og sjónvarpsáskift og lesa það sem ókeypis er.

það sama gildir um val á klósettpappír.

Sveinn Egill Úlfarsson, 30.3.2011 kl. 10:13

2 identicon

Sveinn Egill,

hvað lestu á klósettpappírnum....?....annars er gott að skeina sér á moggablaði.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:17

3 identicon

Helgi minn, þú ert sennilega of ungur til að muna þá tíð er þjóðin var nægjusöm og sparsöm. Þá var fullkomlega löglegt að setja gömul blöð inn á klósett og gátu menn þá notað þau til allra þarfa og eins var oft að menn gátu gripið í ólesnar greinar á klósettinu enda ekkert Google til í þa´tíð.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þín fyrirsögn Björn, er raunsannari en fyrirsögn Moggans, þótt hún sé ekki beinlínis röng. Það er spurning hvort hægt sé að segja að Fréttablaðinu sé dreift, nema þá í Reykjavík. Ég myndi lesa Fréttablaðið kæmi það inn um lúguna en ég nenni ekki að sækja það út á staur. Lestur Fréttablaðsins væri mun meiri væri því dreift alla leið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.3.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband