30.3.2011 | 09:49
Fréttablaðið með 60% meðallestur og Mogginn rétt rúmlega hálfdrættingur
"Lestur Morgunblaðsins jókst um tæp 1,7 prósentustig á milli tímabila, samkvæmt nýbirtri prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Á tímabilinu frá janúar til mars á þessu ári var meðallestur á hvert tölublað 33,18%."
Væntanlega góðar fréttir fyrir Morgunblaðið, en gaman væri að vita hver þessi prósentutala var fyrir ritstjóraskiptin umdeildu. Hærri? Lægri?
Fréttablaðið með 60%! Mogginn rétt rúmlega hálfdrættingur!
Svo sem ekkert að marka þessar tölur, alla vega ekki til samanburðar, þar sem Fréttablaðinu er dreift í þúsundum eintaka, en Mogginn aðeins seldur í áskrift og lausasölu.
Hve lengi geta þessi "stóru" blöð lifað svona lífi?
Meðallestur Morgunblaðsins eykst á milli kannana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir því sem launin lækka og fátækt eykst, þá byrja menn á því að segja upp blöðum og sjónvarpsáskift og lesa það sem ókeypis er.
það sama gildir um val á klósettpappír.
Sveinn Egill Úlfarsson, 30.3.2011 kl. 10:13
Sveinn Egill,
hvað lestu á klósettpappírnum....?....annars er gott að skeina sér á moggablaði.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:17
Helgi minn, þú ert sennilega of ungur til að muna þá tíð er þjóðin var nægjusöm og sparsöm. Þá var fullkomlega löglegt að setja gömul blöð inn á klósett og gátu menn þá notað þau til allra þarfa og eins var oft að menn gátu gripið í ólesnar greinar á klósettinu enda ekkert Google til í þa´tíð.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:54
Þín fyrirsögn Björn, er raunsannari en fyrirsögn Moggans, þótt hún sé ekki beinlínis röng. Það er spurning hvort hægt sé að segja að Fréttablaðinu sé dreift, nema þá í Reykjavík. Ég myndi lesa Fréttablaðið kæmi það inn um lúguna en ég nenni ekki að sækja það út á staur. Lestur Fréttablaðsins væri mun meiri væri því dreift alla leið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.3.2011 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.