Leikritið gæti sem best heitið Hringrásin endalausa

„Auðvitað er það svo að það mæðir fyrst og fremst á átvinnufyrirtækjunum sjálfum að keyra upp atvinnulífið, en það er líka ýmislegt sem snýr að opinberum framkvæmdum og hvernig við sjáum fyrir okkur að umhverfið fyrir atvinnulífið og hvernig við viljum byggja það upp áfram" sagði Jóhanna og bætti við að það hefði ekki staðið á ríkisvaldinu að greiða fyrir gerð kjarasamninga." segir mbl.is

Þá er enn ein leiksýningin hafin. Þetta leikrit er endurflutt í hvert sinn sem aðilar vinnumarkaðarins þurfa að semja.

Ríkisstjórnin hækkar persónuafsláttinn aðeins fyrir launþega og lækkar tryggingagjaldið lítillega fyrir atvinnulífið. Leitar svo nýrra skatta og leiða til að bæta ríkissjóði tapið, því hann má ekkert missa. Tómahljóðið er fyllilega nægt fyrir.

Leikritið gæti sem best heitið Hringrásin endalausa.

Svo verða löngu ákveðnar framkvæmdir kynntar til sögunnar, rétt eins og þær væru að spretta upp úr töfrahatti ríkisstjórnarinnar fyrst núna.

Kannast ekki allir við þetta leikverk?


mbl.is Leggja lokahönd á tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til að viðhalda spennunni í leikritinu er einmitt núna, á síðustu stundu, verið að leggja lokahönd á að skrifa textann sem settur verður á svið á morgun.

Auðvitað verður um endurritun að ræða upp úr gömlu leikriti, sem kallað var Stöðugleikasáttmáli árið 2009, en textinn úr því leikverki var bara notaður í nokkra daga á því ári og getur því vel gengið aftur núna, nánast óbreyttur fyrir utan dagsetningarnar.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2011 kl. 12:58

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Björn. Nú þarf Jóhanna að senda Hrannar í smá frí, jafnvel skemmtiferð til Brussel með nægan vasapening sem dugar í einhverjar vikur.

 Svo þarf hún að nota vinnufriðinn til að setja neyðarlög sem heimila óheftar og kvótalausar strandveiðar, og fjárstuðning við að koma bátum og veiðarfærum í stand ásamt einhverjum fiskverkunarhúsum. Fiskurinn er til staðar af öllum stærðum og gerðum svo ekki þarf að kosta til eldiskvíum né fiskafóðri sem eru mikil og óuppgötvuð auðæfi hjá þeim sem aldri hafa komið nálægt fiskiríi. Skiljanlega. Jóhanna er dugleg kona og vill vel fyrir sína þjóð, það efast ég ekki um og ég skora á hana að drífa í þessu áður en fleiri fiskar og fólk deyja eða flytja úr landhelgi/landi!

  Jóhanna þarf stuðning heiðarlegs almennings við þessa framkvæmd. Jón Bjarnason bíður líklega bara eftir því að þrýstingur almennings í landinu ásamt Jóhönnu taka af skarið um þessa ákvörðun, þannig myndum við þann samstöðuþrýsting sem er okkar eina leið út úr vandanum núna.

 Það kemur SA ekkert við hvað stjórnvöld og almenningur gerir við eign sína í sjónum. Ef þeir hafa stundað eitthvað í þeim málum sem er óljóst og þolir ekki dagsins ljós verða réttarhöld að skera úr um þau ágreiningsmál hjá þeim eins og öðrum landsmönnum. Þar á bæ er búið að stýra og stela nóg í gegnum áratugina og kominn tími til að þeir borgi sínar áhættuskuldir, svik og lotterí sjálfir sem stundað hafa slík löglaus svik!

 Nú þegar er verðið að henda verðmætum í fjöruborðinu vegna siðblindu og gjöreyðingar-stefnu þeirra sem telja sig hafa vit á fiskveiðum en kunna í raun bara að hagræða tölum á blaði og stela frá almenningi sem á síðan að borga skuldir þeirra núna? Nei takk fyrir hönd okkar allra þori ég að fullyrða!

 Fyrirgefðu langlokuna Björn, en ég get bara ekki stoppað þegar ég er komin í ham og ofbýður ránið og ofbeldið hjá útgerðar-ræningjunum. Þú segist vera óflokksbundin og því er von til að þú sjáir muninn á réttu og röngu, hægri og vinstri af hyggjuviti og raunhæfni. Það eru þannig skoðanir sem við landsmenn þurfa núna til að vinna útfrá.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Björn Birgisson

Anna, ég hef lengi verið fylgjandi frjálsum strandveiðum með handfærum, en hafa ber í huga að smábátaflotinn er stór og afkastamikill og því er ekkert að því að setja einhvers konar heildarþak á veiðarnar. Alla vega samrýmist það ekki minni jafnréttiskennd að sumir megi veiða gjörsamlega óheft, á meðan aðrir lúti kvótaúthlutun. Veiðandi úr sömu stofnunum í sömu landhelginni!

Annað. Það samrýmist heldur ekki minni réttlætiskennd að ekkert gjald komi fyrir frjálsar handfæraveiðar, á sama tíma og aðrir greiða auðlindagjald fyrir aðganginn að auðlindinni og þurfa að kaupa sér kvóta dýrum dómum.

Allt er þetta víst til endurskoðunar. Hef enga trú á að nokkuð komi út úr því á næstunni.

Björn Birgisson, 30.3.2011 kl. 13:25

4 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já ég er sammála Hringrásinni endalausu, alltaf sama klabbið og klúðrið án þess að nokkuð breytist í hinu nýja Íslandi. Undir Hringrásina endalausu má setja tildæmis verðbólguna sem lækkar tímabundið en hækkar svo á ný vegna stjórnvaldsmistaka og þar með fylgja verðtryggðu lánin. Áfram verður haldið að skerða lífeyri hins almenna borgara á sama tíma og þeir greiða verðtryggingu lífeyris ríkisstarfsmanna ríkisins í gegn um skattakerfið svo hundruðum miljóna skiptir á ári hverju. Svona má lengi telja, ekkert breytist, allt við það sama og það styttist í næstu eignaupptöku verðtryggingarinnar sem ætti að verða ca 2018 samkvæmt sögunni. Þótt sjávarútvegsstefnunni verði breytt þá tekur bara eitthvað nýtt við sem verður alveg jafnumdeilt og núverandi kerfi. þess vegna er ég alfarið á móti breytingum af þessu tagi, það þarf miklu meiri fagmennsku og tíma til þess að leika sér með okkar aðal atvinnuveg.

Tryggvi Þórarinsson, 30.3.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband