31.3.2011 | 17:13
Hrokafullt sjónarmið hrunverjans lifir góðu lífi
"Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi borgarstjórnar í dag, að það væri ósatt að halda því fram að Orkuveita Reykjavíkur hefði rambað á barmi gjaldþrots."
Ósatt? Hvernig getur það verið ósatt að viðurkenna staðreyndir?
Það er nákvæmlega þessi veruleikafyrring sem hefur leikið þjóðfélagið okkar svo grátt. Öllu hefur hér verið haldið gangandi, með lánum, endurlánum og lygum, löngu eftir að í þrot er komið og þá verður skellurinn miklu stærri og lendir eftir krókaleiðum völundarhúss fjármálanna alltaf á almenningi í þessu landi.
Þetta sjónarmið Hönnu Birnu er ekkert annað en hrokafullt sjónarmið hrunverjans.
Ábyrgðarleysi að tala um gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orkuveitan væri gjaldþrota ef ekki hefði komið til lán Reykjavíkurborgar, segir forstjórinn. Hvenær eru fyrirtæki gjaldþrota, er það ekki þegar þau geta ekki lengur staðið við sínar skuldbindingar, greitt laun, skuldir og annan rekstrarkostnað? Hvernig getur það forðað gjaldþroti Orkuveitunnar að auka skuldir hennarog um 12 milljarða? Það er hæpið að hækkanir á gjaldskrám breyti nokkru, sem nemi til að bæta stöðuna. Hvernig í ósköpunum var hægt að fara svona með þetta fyrirtæki, sem var hér á árum áður hreinn gullmoli?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2011 kl. 17:44
Er ekki nokkuð langt gengið að kalla Hönnu Birnu hrunverja, sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en að hún hafi á einhvern hátt átt þátt í að skapa erfiðleika OR.
Erfiðleikarnir eru arfleifð R-listans og Alfreðs Þorsteinssonar og á stuttum borgarstjórnarferli Hönnu Birnu var byrjað að taka á vandamálum fyrirtækisins og þar á meðal með því að leggja fjármuni frá Reykjavíkurborg í þann varasjóð, sem nú er verið að lána OR úr?
Þetta hlýtur að flokkast undir að hengja bakara fyrir smið. Slík mistök eru svosem ekkert fátíð.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2011 kl. 18:41
Tek einnig undir með nafna hér að ofan. Gjaldþrot og skortur á rekstrarfé er algerlega óskyldir hlutir og gjaldþrota fyrirtæki bjarga sér ekki með auknum lántökum, til viðbótar við lán sem þau geta ekki greitt af fyrir.
Vandamálið í þessu tilfelli er, að lán OR eru til of skamms tíma og þar sem lánveitendur vilja ekki lengja í þeim, vegna gaspurs borgarstjóra og fleiri meirihlutamanna, þá verður eigandinn að leggja til peninga til að greiða af þessum skammtímalánum.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2011 kl. 18:44
Icesave klúðrið okkar kemur víða við okkur til tjóns. Eins og er, er okkur allt lokað á norma llánamarkaði. Lán með 7% vöxtum til Orkuveitunnar ,eins og býðst, gagnast ekki orkusala til stóriðju. Nú er það hin brennandi spurning -hvað gerist þann 9. apríl n.k. . Nei við samningunum gerir hlut okkar verri. Já við samningunum réttir hlut okkar gagnvart siðmenningunni og eykur okkur traust. Okkur sárvantar traust...
Sævar Helgason, 31.3.2011 kl. 19:15
Ekki kemur á óvart að Axel Jóhann Axelsson beri blak af Hönnu Birnu, eins og reyndar öllum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, enda eru þeir nánast fullkomnir og óskeikulir, rétt eins og páfinn.
Ekki minntist ég að aðkomu Hönnu Birnu að OR. En auðvitað eru öll vandræðin R-listanum að kenna! Skárra væri það nú! Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert komið að OR!
Ég var að tala um hugarfarið. Hugarfar Hrunverjanna. Það hefur Hanna Birna tekið sér til fyrirmyndar miðað við hennar málflutning í dag.
Björn Birgisson, 31.3.2011 kl. 19:21
Já, Sævar okkur sárvantar traust. Hvar fáum við það? Eigum við að biðja Axel Jóhann Axelsson um uppskriftina að hans endalausa trausti á Sjálfstæðisflokknum? Í leiðinni kannski að hans djúpa vantrausti á öllum sem ekki teljast vera sjálfstæðismenn. Er það kannski ekkert fyrir okkar þjóð?
Björn Birgisson, 31.3.2011 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.