Fáeinar bjórauglýsingar skaða ekki nokkurn mann

"En í frumvarpinu sé lögð sérstök áhersla á að koma í veg fyrir að farið sé í kringum bannið með því að auglýsa óáfenga vöru með ríkri tilvísun til hinnar áfengu vöru."

Já, já, vissulega er bannað að auglýsa áfengi hérlendis, en þetta er bara vonlaus barátta. Rétt eins og baráttan við dópið og kannabisræktunina.

Eltingaleikurinn endalausi.

Áfengisauglýsingar flæða yfir landið. Í erlendum tímaritum, á Internetinu, á erlendum sjónvarpsstöðvum.

Hér hafa menn verið að auglýsa bjór og notað til þess orðið léttöl. Mér finnst í raun ekkert að því, en vissulega þarf að breyta lögunum.

Ekki eins og nú stendur til að gera.

Heldur heimila auglýsingar á hefðbundnum bjór. Þá er íslenskum framleiðendum ekki mismunað.

Það má auglýsa bráðóholla gosdrykki hvar sem er og hvenær sem er.

Ég sé ekki að fáeinar bjórauglýsingar skaði nokkurn. Þær hafa kannski áhrif á hvaða tegund þú velur þér, en engin áhrif á hvort þú ferð í ríkið eða ekki.


mbl.is Bannað að auglýsa léttbjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Tharna er eg sammala ther Bjorn

Magnús Ágústsson, 1.4.2011 kl. 12:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er þversögn í því að banna auglýsingar á vöru sem leyfilegt er að selja. Það mætti hinsvegar leggja gjald á slíkar auglýsingar, og nota þá fjármuni í forvarnir. ÁTVR auglýsir sjálft, hefur þessa vöru sýnilega í útstillingargluggum, sem öðrum er bannað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.4.2011 kl. 13:21

3 identicon

 Sæll Björn, bjórdrykkja ein og sér er tiltölulega skaðlaus. Drykkja léttvíns í hófi er heilsubætandi og margt gott má segja um vínið en vandamálið er að bjórdrykkja er oft byrjun á drykkju unglinga sem síðar fara að d rekka sterkari drykki. Í raun og veru er barist um hvert ár. Því fyrr sem unglingar byrja að drekka því líklegra er að áfengi verði vandamál. Auglýsingum er beint mjög markvisst að ungu fólki og það er áhrifagjarnt. Það verður því að takmarka aðgengi eins og kostur er. Drykkjumenning eða drykkjusiðir þjóðarinnar eru sérstakur kafli. Það sem á eftir kemur er að finna í greinargerð frumvarpsins.

  Áfengisauglýsingabanni er ætlað að vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu. Sýnt hefur verið fram á að áfengi er meðal áhættuþátta sem valda sjúkdómum á Evrópusvæði WHO og er einn helsti áhættuþáttur meðal ungs fólks. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er talið að áfengi hafi áhrif á allt að 60 skilgreinda sjúkdóma og heilbrigðisvandamál og þá getur misnotkun áfengis haft skaðleg áhrif á aðra en neytandann sjálfan. Helstu heilsufarsáhrif af neyslu áfengis eru slys ýmiss konar, ofbeldi, sjálfsvíg, tauga- og geðsjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar, lifrarsjúkdómar og krabbamein.
    Þrátt fyrir að í gildi sé bann við auglýsingum á áfengi hér á landi hefur aukist að framleiðendur og dreifingaraðilar áfengra drykkja reyni að koma vöru sinni á framfæri í auglýsingum með því að nota líkar umbúðir og nöfn á óáfengum drykkjum, sem þeir svo auglýsa. Með þessu frumvarpi er stefnt að því að koma í veg fyrir að hægt sé að fara í kringum núgildandi bann líkt og verið hefur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 13:38

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Björn þetta er tíma skekja og ekki hægt að bera þetta saman við neitt annað en bardaga við vindmillur. 

Það var athyglisvert að hlusta á gamlan fararstjóra suður á Kanary bera saman ferðir Íslendinga þangað fyrr og nú.  Það þurfti að styðja þá útúr flugvélunnum sagði hann og svo þurfti að smala þeim saman og styðja upp í vélarnar og svo tíndu þeir öllu draslinu sínu.  En í dag þá ber svona varla við. 

Vín var á löngum tíma gert svo merkilegt á íslandi að landinn kunni ekki að drekka neitt nema brenni vín af stút, og helst mikið í einu til að falla ekki í áliti.   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2011 kl. 14:10

5 identicon

Algerlega sammála Hrólfi. Drykkjumenning Íslendinga er til skammar þá sérstaklega hjá ungu fólki. Alltof mikið af landa er drukkið, miðað við hágæða vín í næstu (ríkisrekinni) búð. Þetta er einungis áfengislögunum að kenna. Ungt fólk er byltingarkennt og hefur ekki tilhneigingu til að áorka því sem er þegar leyft.

Örn (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 19:45

6 identicon

Get ekki séð að þessar ströngu reglur um áfengi á íslandi sé að skila einhverjum árangri, hér í Danmörku er áfengi í öllum búðum og vodka flöskum stillt upp við kassann í stórmarkaðnum. Þetta þykir svo sjálfsagður hlutur að maður hættir að taka eftir þessu fljótlega og þessi vara verður ekki eins spennandi og hún er á íslandi þar sem hún er seld á okur verði í ríkisreknum sérverslunum. Danir eru algjörlega lausir við allt sem heitir landi og fólk missir sig ekki þegar það fer til útlanda. Íslendingar eru búnir að búa til sín eigin vandamál með þessu himin háa áfengisverði.  

Hrafn: Allt er gott í hófi, fæstir sem drekka bjór hljóta af því heilsusamlegan skaða. Það er allt óholt ef því er neitt í of miklu mæli eða misnotað, það sama á við um Kók, sælgæti og íslenskt lambakjöt. Ef þessu er neitt í of miklu mæli þá veldur það offitu og hinum ýmsu kvillum

Gunnar Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband