1.4.2011 | 17:55
Það er aldrei of mikið af skemmtiefni á netinu
"Sigurður segir að svo kunni að vera að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telji ríkisstjórnina aðeins hafa styrkst í sessi en við öðrum blasi að það ríki algjört stjórnleysi í landinu."
Sigurður Kári Kristjánsson varaþingmaður. Hann náði víst ekki kjöri, en reyndi mikið!
Hann mætti gjarnan tjá sig oftar opinberlega, því það sem frá honum kemur er oft stórfróðlegt og ekki spillir fyrir að mjög oft er það bráðfyndið líka!
Nú vita allir að það ríkir stjórnleysi í landinu af því að Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögðu sig úr þingflokki VG og svo eru afskipti Íslendinga af helvítinu honum Gaddafi endanlega búin að rústa getu ríkisstjórnarinnar til að stjórna landinu!
Þökk sé Sigurði Kára fyrir þessar upplýsingar.
Vonandi verður Sigurður Kári duglegur að skrifa meira í þessum dúr. Hann er ein allsherjar víðsýn mannvitsbrekka og á að leyfa þjóðinni að njóta visku sinnar í miklu ríkara mæli en hann gerir.
Svo er aldrei of mikið af skemmtiefni á netinu.
Segir Jóhönnu ekki starfi sínu vaxna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri nú að mbl.is segði fréttir af einhverju sem engir eða fáir vita. Þessi staðreynd um Jóhönnu er náttúrlega á allra vitorði.
Björn (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 19:14
Sigurður Kári er sér kapítuli og verða örugglega skrifaðar um hann bækur.
Ástandið hlýtur að fara að lagast. Fann hvað var létt yfir mér í dag og uppgötvaði að ég hef ekki heyrti í LiljuMós í heila viku og heldur ekki minnst á hana.
Ætli hún sé ekki illa haldin af fráhvarfi hafandi ekki verið í sviðsljósi svo lengi.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.