1.4.2011 | 22:01
Barátta NEI-liða að verða vonlítil
Barátta NEI-liða er að verða vonlaus í Icesave málinu. Mikill meirihluti þjóðarinnar virðist ætla að segja JÁ. Aðeins hefur þó dregið saman með fylkingunum. Sáralítið þó.
"Samkvæmt könnuninni segjast 55,3% líklegast munu svara játandi en 44,7% að þau muni greiða atkvæði gegn lögunum." segir mbl.is
Óákveðnum hefur fækkað og það styrkir stöðu JÁ-liðanna.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er hvernig NEI-liðar muni taka ósigrinum. Mér finnst mjög líklegt að þeir muni nota hvert tækifæri sem gefst til að eitra andrúmsloft þjóðlífsins.
Í þeim hópi eru margir sem hata og fyrirlíta ríkisstjórnina og því spurning hvernig það hatur mun brjótast út verði ósigurinn þeirra, sem allt bendir til.
Vitringarnir þrír frá Austurvelli, Steingrímur, Jóhanna og Bjarni, leggja allt sitt undir í þessu máli, en uppskera bull, ergelsi og firru hjá 45% þjóðarinnar.
Icesave málinu lýkur alls ekki þann 9. apríl, hvernig sem fer.
Meirihluti ætlar að segja já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður gamann að sjá hvernig þú útskýrir það þegar þjóðin er búinn að fella icesave einu sinni enn,og sem betur fer helv,,ríkisstjórnina.
Þú hefur ekki nógu mikla trú á fólkinu sem býr hérna á skerinu,heldur að það séu bara undirlægjur og aumingjar.
icesave er bara barnaleikur í samanburði við það tjón sem vr og samf eru búinn að valda fólkinu í landinu .
Alfreð (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:36
Því miður eru ekki miklar upplýsingar að finna um þessa könnun. Þetta kemur þó fram: 1299 eru í úrtaki og 840 svara. Tæp 37% svara ekki. Af þeim sem svara segjast 154 ætla að skila auðu eða sitja heima. Eftir eru 686 og þeir skiptast í hlutföllunum 55:45. En allar upplýsingar um óvissu og öryggisbil vantar. Ef óvissan/skekkjumörk er 6% getum við ekki fullyrt með vissu að munur sé á fylkingunum. Könnunin er ekki vísindaleg(að því er best verður séð) heldur hluti af kosningabaráttu.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:41
SAMFYLKINGARSNÚÐURINN HANN BJÖRN BIRGISSON ER Í HAM. BJÖRN GÆTTU AÐ BLÓÐÞRÝSTINGINUM.
N E I I C E S A V E N E I I C E S A V E N E I I C E S A V E N E I I C E S A V E
Númi (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:54
Það er rétt að ríkisstjórnin er búin að valda ómældu tjóni.
En það er óþarfi að valda okkur meira tjóni með því að segja NEI
X-Já.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2011 kl. 22:58
Alfreð, fyrir þér mun ég ekki útskýra neitt. Það væri líklega tilgangslaust. Held ekki að þú hlustir á neitt annað en eigin öfgar. Samanber innlegg þitt hér að ofan. Alltaf leiðinlegt þegar eyrun lokast innanfrá vegna þrýstings frá hatursþrungnu heilabúinu!
Björn Birgisson, 1.4.2011 kl. 23:04
Hrafn, nú skil ég þig ekki. Er þetta ekki Capacent könnun? Hvernig getur hún verið hluti af kosningabaráttu? Hvað ertu eiginlega að gefa í skyn maður?
Björn Birgisson, 1.4.2011 kl. 23:06
Númi minn, aðeins til þín, bara okkar á milli, að gefnu tilefni! Ég er búinn að segja þér í þrígang að ég er Besta flokksmaður á landsvísu. Ertu ekki læs, eða er minnið að svíkja þig svona illilega?
Höfum þetta frekar svona:
VG kjósandinn hann Númi er kominn í ham. NÚMI MINN! GÆTTU AÐ BLÓÐÞRÝSTINGNUM!
Það tekur rosalega á að ryðjast fram á ritvöllinn, á útivelli, nafnlaus og skilríkjalaus með öllu, með falskar ásakanir og annað þvaður í farteskinu. Það er ekki gott fyrir blóðþrýstinginn!
Björn Birgisson, 1.4.2011 kl. 23:13
Það hefði verið gaman að sjá úttekt á því hverskonar fólk það er sem sækist svo mjög eftir Evrópu aðild að því er sama þó að landinn streði fyrir miljörðum í áratugi handa þeim sem lýstu okkur gjaldþrota hryðjuverkamenn.
Svo mikið veit ég að ekki eru það Bændur og ekki eru það sjómenn og ekki er það fiskverkafólk og ekki er það ég járniðnaðarmaðurinn. Ég held að þetta sé í megin atriðum sýnsjúkir aura apar og svo líka óþokkar og venjulegir axarskafta smiðir.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2011 kl. 23:23
Björn, Þú segir í pistli þínnum:
"Það sem ég hef mestar áhyggjur af er hvernig NEI-liðar muni taka ósigrinum. Mér finnst mjög líklegt að þeir muni nota hvert tækifæri sem gefst til að eitra andrúmsloft þjóðlífsins."
Þetta segir mér bara eitt og sér að ekki er álit höfundar mikið á svokölluðum Nei, sinnum, hann er strax að eitra andrúmsloftið sjálfur með þessari athugasemd sinni, hann gefur þeim ekki mikið svigrúml.
Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 23:33
Hvað ef kröfuhafar óska eftir að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna verði sent til Mannréttindadómstóls Evrópu ? Þá veldur það væntalega töfum, skilst að málsmeðferð þar geti tekið allt frá tveimur til fimm árum ! Er nokkuð gott vegna tafanna að hafa kvittað undir óútfyllta vixilinn - jafnvel þó dómstóllinn dæmi okkur í vil ?
Ertu bara alls ekkert hræddur við tafir í málinu ? Sjá t.d. hér og sérstaklega neðst þar sem lögfræðingur og mikill reynslubolti efast um lögmæti þess ráðhags sem innstæðutryggingarsjóðir millli landa (cross border) taka sér með tilliti til heimilda sem Winding-up Directive 2001/24 leyfir þeim að teknu tilliti til art. 1 European Convention of Human Rights:
Hüpkes has noted that the Directive 94/19 is insufficient in that it does not provide any rules on ...s...et-off and on its effect on the payment of deposit protection. Annex II of Directive 94/19, which provides for the host Member State scheme to bilaterally establish with the home Member State scheme appropriate rules and procedures for paying compensation to depositors at that branch. According to condition (c) a home Member State and the host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, the involved States will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme’. I read this possible agreement as one that is not dealing with mutual rights and obligations between two or more schemes, but as providing the two schemes with an authority to come to an agreement, which may influence depositors’ claims. Under the regime of the Winding-up Directive with regard to credit institutions art. 23 Winding-up Directive 2001/24 provides that the adoption of reorganisation measures or the opening of winding-up proceedings shall not affect the right of creditors to demand the set-off of their claims against the claims of the credit institution, where such a set-off is permitted by the law applicable to the credit institution’s claim. Art. 23 however does not seem to apply as it protects (the right to set-off) a claim of a creditor, not – as in the given case – (the right to set-off) a claim of the bank against a creditor (the depositor), who in another relationship is a debtor (according to the laws of D1) too. Moreover, it is to be seen whether depositor X possesses a claim at the moment the liquidation proceeding against the bank is opened. It seems to me that the moment that a right to set-off will exist will depend on the moment that the ‘unavailability’ of a deposit is determined an will therefore start on the day of the competent authority’s determination (CAD) or the day of the judicial authority’s ruling (JAR). This day could be a day after the opening of winding-up proceedings. Once concluded that the given case falls outside the scope of the Winding-up Directive 2001/24, it seems at least odd that involved States would be able (ultimately) to decide the extent of a financial claim, which clearly would be against art. 1 European Convention of Human Rights. Hér eru nánari upplýsingar um lögfræðinginn sem skrifaði þessa grein: http://www.bobwessels.nl/uk/index.php
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 23:40
Ef kannanir munu sýna viðlíka tölur rétt fyrir kosningar, tel ég líklegt að okkar menn muni grípa til óhefðbundinna ráða, og fá kosningarnar ógildaðar með fulltingi Hæstaréttar.
Þar kemur ýmislegt til greina, eins og sýndi sig í stjórnlagaþingskosningunum.
Með samtakamætti okkar mun þetta vera hægt, enda er Hæstiréttur einn helsti og öflugasti andstæðingur ríkisstjórnar HEILAGRAR JÓHÖNNU OG GUNNARSSTAÐAMÓRA.
Sveinn R. Pálsson, 1.4.2011 kl. 23:55
Bara rólegur Björn,já já bara rólegur. Níundi Apríl er á leiðinni,spyrjum að leikslokum. NEI ICESAVE.
Númi (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 00:16
,,...sent til Mannréttindadómstóls Evrópu ? Þá veldur það væntalega töfum, skilst að málsmeðferð þar geti tekið allt frá tveimur til fimm árum !"
En hefurðu ekki áhyggjur af þessu ef svokallað ,,nei" verður í meirihluta og við tekur hibbs um habbs málaþvarg sem ómögulegt er að segja hvað endar? það hlýtur að valda sömu töfum. Málið er að það sem þið komið oft með - á miklu frekar við ef samningi er hafnað. Miklu frekar.
Þar að auki er ég ekki alveg að sjá að sending til Mannréttindadómstóls valdi töfum á útgreiðslu úr þrotabúi. Vegna þess einfaldlega, að nú hefur td. Kaupþing greitt sínar innstæður í útibúum sínum. Fyrir tveimur árum. Þeir greiddu þetta bara nánast stax. Eða eg get ekki skilið öðruvísi. Og Glitnir líka þó hann hafi verið með minna. Kaupþing var með útibú erlendis undir íslenska tryggingarkerfinu. Eða ef það er dregið í efa, þá vil eg sjá skýr gögn og heimildir um hið gagnstæða. (Og ég er ekki að tala um dótturfélag Kaupþings í Englandi)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 00:26
Þetta er netkönnun hjá já-sinnum uppá 1200 manns enda er ekki meira fylgi hjá þeim en það,en sama netkönnun hjá nei-sinnum var öðruvísi en kemur kannski ekki fram í fjölmiðlum ríkisstjórnarinnar,þar var hún með 5000 manna könnun og þar var hlutfallið um 70% nei og náði ekki jáinu í 30 prósent en það er ekki minnst á þetta í Jóhönnu-Baugsmiðlum :)
Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.4.2011 kl. 01:58
Það er merkilegt að úrtakið í könnuninni er svipað og fylgi áfram hópsins var þegar könnunin endaði. En án gríns það er merkilegt hvað þessi tiltörlega fámenni áfram hópur virðist hafa mikið af peningum í auglýsingar og kannanir. Ég tel að hópurinn verði ekki trúverðugur nema bókhald hans verði opnað fyrir kosningarnar svo landsmenn fái að sjá hverjir eru tilbúninir að moka milljónum ef ekki tugmiljónum til að reyna sannfæra landsmenn um að best sé að láta komandi kynslóð borga icesave klafann.
Hreinn Sigurðsson, 2.4.2011 kl. 02:10
Samkvæmt óformlegri könnun sem ég gerði meðal fésbókarvina minna þá ætla 93,3% þeirra sem taka afstöðu að segja nei en 6,7% að segja já
Hreinn Sigurðsson, 2.4.2011 kl. 02:15
Sitt sýnist hverjum um skoðannakannanir greinilega!
Guðmundur Júlíusson, 2.4.2011 kl. 02:22
Takk fyrir öll innlitin! Allar skoðanir eiga rétt á sér! Mínar skoðanir eru auðvitað rétthærri en aðrar hér á síðu! Aðrar eru virtar. Skárra væri það nú.
Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 02:49
Það eru ekki svo margir fábjánar á klakanum að ólögin og ruglið Iceslave3 verði samþykkt. Úrslitin verða milli 70-80% NEI
Kristinn J (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 08:06
,,það er merkilegt hvað þessi tiltörlega fámenni áfram hópur virðist hafa mikið af peningum í auglýsingar og kannanir"
Eg hef hvergi orðið var við neinar aulýsingar frá einhverjum áfram hóp.
Hinnsvegar er ekki flóafriður fyrir auglýsingum frá einhverjum advæs hóp. Hvergi friður fyrir þessu. Hvaðan koma þeir peningar. Meira en lítið skrítð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 08:13
Það hefur marg sýnt sig að skoðanakannanir Capacent hafa ansi oft ekki sýnt rétta mynd af því sem verið er að spyrja um. Mér nægir að benda á þegar Ólafur felldi Icesafe fyrst, þá birti Capacent könnun um að rúm 60% þjóðarinnar, takið eftir, ÞJÓÐARINNAR, væri óánægt með hans ákvörðun. Ég bloggaði þá og efaðist með þessa könnun. Þá var ég snarlega hakkaður niður af samfylkingarpennum um að ég væri nú meiri vitleysingurinn að halda slíku fram. 6 klst. eftir Capacent könnunina, kom í ljós hjá flestum öðrum en þeim, að um 80% af þjóðinni var ánægt með hans ákvörðun. Ekki eitt einasta komment eða afsökun frá þeim aðilum sem töldu mig hafa rangt. Þess vegna segi ég enn og aftur, kannanir frá þessu fyrirtæki virðast ansi oft bera keim af því að vera pantaðar. Nú ef ekki, þá hef ég bara aftur RANGT fyrir mér.
Kveðja
Sigurður Kristján Hjaltestesd (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:46
Auðvitað er þessi könnun fölsuð.
Könnun á Útvarpi Sögu sýndi að nánast 70-80% ætluðu að kjósa drullusokkastimpil yfir land og þjóð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 10:16
Vont mál að meirihluti Íslendinga sé hlynntur þrælaverslun.
Theódór Norðkvist, 2.4.2011 kl. 15:13
Ég er nú bara mjög bjartsýnn á að samningarnir verði felldir með glans og réttlætið nái fram að ganga í nánustu framtíð, ég þekki einn sem ætlar að segja já en nokkra tugi sem ætla að segja nei.
Tryggvi Þórarinsson, 2.4.2011 kl. 17:06
Þakka öllum innlitin!
Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.