Sjávarútvegurinn og rassinn á Völu Grand

Af og til birtast hér á Moggabloggi lærðar greinar um sjávarútvegsmál. Vísir menn eru að fjalla um flotann, stjórnun veiðanna, vinnsluna, kvótamálin, sölumálin, gjaldeyrisskilin og yfirleitt allt sem snertir þennan undirstöðuatvinnuveg okkar.

Einu tel ég mig hafa tekið eftir í því sambandi.

Þau skrif vekja enga eða litla athygli. Fáir virðast nenna að lesa og enn færri skilja eftir athugasemdir.

Ég held að þjóðin skilji ekkert í þessum málum og viti nánast ekkert um þau. Flestir hrópa bara á torgum og í fermingaveislum, sem og í öðrum gleðskap:

Burt með kvótann! Burt með kvótagreifana! Auðlindina til fólksins!

Ég held líka að inni á Alþingi séu fjölmargir sem vita ekkert um þennan undirstöðuatvinnuveg okkar þjóðar og það skipulag sem honum er búið. Margir þeirra hika þó ekki við að tjá sig og opinbera þá vanþekkingu sína í hvert sinn sem þeir opna munninn.

Til dæmis mun enginn koma með athugasemd við þessa færslu, en ef ég hefði skrifað um rassgatið á Völu Grand væri hér biðröð við innganginn!

Skýringin?

Íslendingar eru hættir að vinna í fiski, fjölmargir landar eru frekar á bótum en að vinna í fiski og stór hluti þjóðarinnar hugsar bara með afturendanum og notar höfuðið aðeins til að hengja á það nýtísku húfur og hatta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn,  gæti ekki verið þér meir sammála, held að þorri þjóðarinnar viti alls ekki hvað fiskveiðistjórnun og kvótakerfi snúist um, enda kannski ekki von, þjóðin er vön  því að  hún sé mötuð á upplýsingum sem hún síðan tekur trúanlega sumpart  frá þingmönnum og ekki síst úr fréttum fjölmiðlanna!.

Varðandi "rassgatið á henni/honum, Völu Grand, er ég  mát, no comment, enda veit ég ekki um neinn sem þangað hefur komið,  svo fæst orð  hafa minnsta ábyrgð.

Guðmundur Júlíusson, 2.4.2011 kl. 00:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, alltaf gaman að heyra frá þér. Ef þú lætur það ekki fara lengra, get ég sagt þér í algjörum trúnaði, að þjóðin okkar er álíka merkileg og sú sem byggir Miðbaugs Gíneu!

Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 01:48

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, já, siðpilling er ekki minni en þar á slóðum!!!

Guðmundur Júlíusson, 2.4.2011 kl. 02:02

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ef ég væri ungur og sprækur foli og sæi heiminn fyrir mér sem leikvöll, yfirgæfi ég þennan spillingarflöt, sem við köllum Ísland.

Ég er bara svo gamall að ferðalög til fjarlægra stranda og nýrra viðmiða eru ekki á dagskránni!

En ég elska landið mitt.

Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 02:43

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sæll Björn minn. Ég er svo hjartanlega sammála þér. En hvað varðar Völu Grand, þá skil ég ekki hvað alltaf er verið að hampa þessari persónu, hvað er svona merkilegt við Hann/ hana. Ég kem ekki auga á það!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.4.2011 kl. 13:18

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Eyjólfur, þetta  svar þitt er eins og snýtt út úr "mínum rassi"

Guðmundur Júlíusson, 2.4.2011 kl. 19:52

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nema það að hann er "orginal" og heitir Guðmundur (Guðmunda er varanafn ef á versta  veg fer)

Guðmundur Júlíusson, 2.4.2011 kl. 19:54

8 Smámynd: Björn Birgisson

Strákar, mér hundleiðist þegar fólk er sammála mér! Hvort ætli sé auðveldara að breyta skrifum mínum eða ykkur?

Björn Birgisson, 2.4.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband