3.4.2011 | 15:29
JÁ eða NEI?
"Formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs hvetja félagsmenn og stuðningsmenn VG til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og kjósa já"."
Er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eini pólitíski leiðtoginn í landinu sem ætlar að segja NEI?
Segir það okkur eitthvað?
Hvetja félagsmenn til að kjósa já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé það rétt að Sigmundur Davíð sé sá eini sem segir NEI þá er hann eini sem elskar þjóð sína af þessu þjóðníðinga hyski á þingi...
Jón Sveinsson, 3.4.2011 kl. 15:45
Það tekur auðvitað enginn hugsandi maður mark á Steingrími: maðurinn skiptir um skoðanir og sannfæringu eftir hentugleika hverju sinni, fyrir utan að mega aldrei útlending sjá án þess að kasta sér í gólfið og biðjast vægðar.
Þetta segir okkur kanski aðallega það að Sigmundur gæti staðið uppi með pálmann í höndunum, svo megn er fyrirlitning almennings á "pólitískum leiðtogum". Einungis um 10% bera traust til Alþingis og stjórnmálamanna ... segir það þér kanski að fólk muni sitja, standa og kjósa eins og Steingrímur og slík dusilmenni bjóða því?
Birgir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 15:46
Já Björn, það segir okkur margt.
Framsókn er eini flokkurinn sem kallaði á nýtt blóð til að takast á við þær fordæmalausu aðstæður sem sköpuðust eftir Hrun. Gamla pólitíkin var gjaldþrota, og skildi eftir sig sviðna jörð.
Ef Steingrími hefði borið gæfu til að fylgja sannfæringu sinni, og standa keikur gegn spillingaröflunum, þá væru þeir í hreinum meirihluta í dag, Steingrímur og Sigmundur, og þjóðin væri glöð, en gömlu þjóðareigendurnir daprir.
Sigmundur er ekki að gera neitt annað en að segja það sem Steingrímur sagði.
Og þá kaus ég Steingrím.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 17:28
Hugsanlega telur þú Þór Saari ekki til pólítískra leiðtoga en ég veit ekki betur en að hann og öll Hreyfingin ætli að segja NEI. Hreyfingin er sjálfsagt ekki með formann en við erum mörg sem lítum á Þor Saari sem okkar pólítíska leiðtoga.
Davíð Pálsson, 3.4.2011 kl. 17:40
Ég gleymdi Hreyfingunni ekki, en veit hins vegar ekki hver er leiðtogi hennar.
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 17:43
já ómar ég gerði sama feil og þú enn ekki aftur ég segi NEI
gisli (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 18:00
Merkilegt hve margir gestir á þessari síðu hafa kosið VG í síðustu losningum!
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 18:19
Já, Björn, enda er þetta kommasíða.
Kveðja að austan.
PS. sagði vinur þinn hann Baldur alltaf.
Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 18:47
Ómar, ertu að skýla þér að baki Baldurs Hermannssonar á svipaðan hátt og Egill Ólafsson druslast nú að baki barna sinna og barna fortíðarinnar?
Rétt þó hjá þér. Þetta er hágæða fimm stjörnu kommasíða, sem nokkuð margir virðast vilja heimsækja, að þér meðtöldum vitaskuld!
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 19:02
Þú mátt orða það eins og þú vilt Björn, reiknaði með að þú myndir skamma mig ennþá meir ef ég skýldi mig ekki á bak við einhvern breiðan.
Og já, ég kem í heimsókn, mjög reglulega.
Kveðja að heimsókn.
Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 19:09
Ómar minn, þú veist að ég skamma aldrei fullorðið fólk. Ég annað hvort tek mark á því eða ekki! Ert þú á Facebook?
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 19:13
Nei, Björn, er eiginlega næstum alveg í gamla tímanum.
Væri ekki hér heldur ef bretar hefðu ekki bombað okkur, það gerði mig seinþreyttan manninn reiðan, og er ennþá reiður.
En konan er á feisinu, þar fær maður allar kjaftasögurnar. Og ekki um ICEsave eða AGS.
Og jú, þú skammar víst fólk, oft, sérstaklega þegar það kallar þig vinstri mann, þess vegna kallaði ég síðuna þína kommasíðu, alltaf sami hérinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.4.2011 kl. 19:34
Ég hef aðeins verið að fikra mig áfram á Facebook. Allt annar heimur en bloggheimurinn. Meiri froða, minni alvara. Meiri þvæla, minna vit. Hentar mér ágætlega!
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 19:50
eg X-di vid framsokn sidast
ks (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 20:32
Flokksbróðir minn hann Steingrímur J á ekki afturkvæmt aftur í stjórnmál. hann hefur svikið alla þá sem kusu VG,semsagt hann er LygaMörður. Já Björn Birgisson þaug hafa svikið okkur ódámisparið Steigrímur og Jóhanna,veit að þú ert sammála því....... N E I I C E S A V E N E I I C E S A V E N E I I C E S A V E N E I I C E S A V E ..
Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:11
Ég ætla að segja þér stórfréttir sem þú hefur aldrei skilið né fattað allt þitt líf. Vinur óvinar þíns er ekki vinur þinn, og óvinur vinar þíns er ekki heldur óvinur þinn. Menn sem hugsa eins og þú uppgötva aldrei sannleikan. Kalli sagði þeim að gera þetta og þess vegna gerðu þeir það. Doddi sagði þeim að gera hitt og því gerðu þeir það aldrei. Svona hugsa fíflin. Alvöru menn taka sjálfstæðar alvöru ákvarðnir. Reyndu að verða maður áður en þú deyrð. Það er ekkert gaman að lifa sem hlýðið og undirgefið viðhengi sem tekur við skipunum frá Samfylkingunni í stað þess að hugsa.
x (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:50
X, nafnlausa dusilmenni. Eitt skil ég og þekki vel. Það eru huglaus og nafnlaus úrþvætti eins og þú, sem vega að venjulegu fólki úr launsátri. Fyrir mér ertu minnisvarði og varða lítilmenna þessarar þjóðar. Viðbjóður og hugleysi þitt kristallast í þínu innleggi. Haltu þig fjarri þessari síðu. Hún er bara fyrir alvöru fólk.
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 22:18
Já, það segir okkur að Sigmundur D. Gunnlaugsson hefur MENNSKU OG VIT, ÓLÍKT HINUM.
Elle_, 4.4.2011 kl. 00:57
Þú veist ekkert um mig frekar en ég um þig, svo ekki tek ég orð þín persónulega. Vel má vera þú sérst fyrirtaks maður, en þitt hvert einasta orð er eins og fyrst samþykkt af Jóhönnu Sigurðardóttir. Ég treysti því að enginn sem er of dæmigerður hægri, vinstri, mið, kristinn, múslimi eða hvað sem er geti mögulega verið sjálfstætt hugsandi manneskja. Settu eina færslu hér sem er ekki eins og steríótýpískur áróður ríkisstjórnarinnar, og fólk fer kannski að taka mark á þér. Hvað er alvöru maður...maður sem er hann sjálfur. Hver er hann sjálfur? Sá sem þarf ekki að pæla í hvað Sigmundur gerir eða ekki til að taka ákvörðun, og telur ekki aðra menn það ómerkilega að láta Sigmund hugsa fyrir sig, hvort sem þeir flykki sér þá á bak við hann eða snúi sér í hina áttina, væri jafn heimskulegt. Hugsa þú þínar hugsanir, til tilbreytingar, og láttu hann Sigmund bara um sínar...og Jóhönnu líka.
x (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:35
Óþekkta stærðin X í þessari jöfnu Björn, er þegar nánar er skoðað alls ekki óþekkt og þetta er alvöru stærð. Þetta er hinn dæmigerði öfgasveppur sem telur sjálfan sig afskaplega lýðræðisþenkjandi en dregur línu skoðanafrelsisins gegnum hárin á eigin rassgati. Hann segir að allir séu frjálsir að hafa hvaða skoðun sem er, svo framalega sem hún sé hans!
Þeir hugsuðu svona félagarnir Hitler og Stalín, enda voru þeir alvöru menn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2011 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.