Nei eða Já á laugardaginn?

Á laugardaginn kemur verður gengið til sögulegra kosninga hér á landi. Alveg er magnað að sjá og upplifa hvað skoðanir geta verið skiptar á einu tilteknu máli.

Kosningarnar sem slíkar geta ekki verið einfaldari.

Bara JÁ eða NEI kosningar.

Að skila auðu eða sitja heima hefur engin áhrif á úrslitin. Þau ráðast eingöngu af atkvæðum þeirra sem mæta á kjörstað.

Afstaða NEI liða er tiltölulega einföld. Þeir vilja ekki borga óreiðuskuldir bankaskussa og virðast treysta á að svokölluð dómstólaleið muni leiða til góðrar niðurstöðu fyrir Ísland, hvenær sem sú niðurstaða liggur endanlega fyrir. Eftir einhver ár líklega. Þeir segja í raun fátt um hvað getur gerst í millitíðinni. Virðast ekki hafa af því miklar áhyggjur.

Afstaða JÁ liða er öllu flóknari. Þeir virðast óttast dómstólaleiðina svo mjög að þeir vilja ekki taka neina áhættu þar. Þeir hampa gjarnan rökum um rándýrar lánalínur til landsins, atvinnulífið okkar frosna og almennt álit á þjóðinni erlendis frá. Segja gjarnan að siðaðar þjóðir eigi að leysa deilumál með samningum í stað þess að fá á sig drullusokkastimpil erlendis, með öllum þeim afleiðingum sem slíkum stimpli fylgja.

Fleira mætti auðvitað tína til, en ég læt þetta duga.

Það þarf enginn að furða sig á að nokkuð margir eigi í vandræðum með að gera upp hug sinn í þessu máli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Báðir valmöguleikar jafngilda JÁi við Icesave.

NEIið er aðeins önnur leið, dómstólaleiðin, og hún er fyrirfram töpuð.

Aftur á móti er miklu glæsilegra að falla með sæmd í þessu máli, standa í lappirnar eins og við afneitunarsinnar segjum.

Þá fáum við að borga þrefalt að mati sérfræðinga eins og  Lee Buchheit.

Við einfaldlega neitum vað borga dóminn og lokum landinu í kjölfarið.

Hér mun þá blómstra á ný hin forna bændamenning.

Við förum létt með að lifa á sauðakjöti, harðfisk og skreið um ókomin ár.

Sveinn R. Pálsson, 3.4.2011 kl. 17:57

2 identicon

Nei er ekkert svar og því segi ég já.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ekkert athugavert við það að kíkja á fortíðina ef það er gert í þeim tilgangi að vinsa úr það sem má endurnýta og henda hinu.

Dæmigerður er fastur í gamla nýlendutímabilinu, þegar maðkað mjöl smakkaðist betur en ekkert mjöl, skósólarnir betur en loftið tómt og rjóminn af duglegum vinnumönnum ýmist drukknuðu á bágbornum fleytum í fjöruborðinu eða urðu úti uppi á heiðum á leiðinni í verið vegna þess að þeir áttu hvorki skjólflíkur né boðlegan skófatnað.

Besta sauðakjötið og skreiðin var sent úr landi til þess að greiða kónginum afgjaldið.  Hin forna bændamenning var næstneðsta lagið í lénsskipulaginu, sem er löngu aflagt hjá siðmenntuðum þjóðum.

Slíku ástandi verður aldrei komið á aftur - jafnvel þótt við segjum NEI við Icesave.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2011 kl. 18:33

4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég treysti 66 Norður fullkomlega fyrir því að framleiða skjólflíkur fyrir þjóðina, þegar okkur hefur tekist að loka landinu fyrir útlendingum, með því að velja NEI.

Innlent metan og bíódísil notum við á ökutækin. Ég hef reiknað út lauslega, að hægt sé að framleiða nóg af þessum orkugjöfum hér innanlands.

Varðandi matvælaframleiðslu, hygg ég að okkur muni reynast létt verk að framleiða nóg fyrir þjóðina, jafnvel þó eitthvað verði flutt til útlanda, til að mynda til Kína. Töluverðar makrílveiðar má stunda frá ströndum landsins, án tiltakanlegs kostnaðar.

Það er því ekki spurning að velja NEI, við getum algjörlega staðið okkur, ein og sér úti á miðju hafi.

Sjálfsþurftarbúskapur er enda miklu umhverfisvænni en núverandi lífshættir.

Sveinn R. Pálsson, 3.4.2011 kl. 19:14

5 Smámynd: Björn Birgisson

Alltaf þegar hinn Dæmigerði Moggabloggari fræðir okkur hin um sína sýn á þjóðfélagið vaknar sama spurningin hjá mér. Hvað er ég að bögglast við að skrifa einhvern þvætting um þjóðfélagsmálin, þegar þetta liggur allt svona augljóslega fyrir? Langbest að hætta þessu bulli og láta íhaldinu þetta allt eftir!

Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 19:20

6 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Nú erum við loksins farnir að tala saman Björn minn.

Aftur á móti er alltaf gaman að fylgjast með barnalegum stjórnmálahugmyndum ykkar vinstrimannanna, þannig að þú ættir eindregið að halda áfram að skemmta okkur með þínum bollaleggingum.

En nú hækkar sól á lofti og golfvellirnir fara að verða tilbúnir. Gæti trúað að þú farir að vinna í forgjöfinni á næstunni.

Sveinn R. Pálsson, 3.4.2011 kl. 19:27

7 identicon

ÖLL  SAKAMÁL EIGA  AÐ FARA FYRIR  DÓMSTÓLA.!  ICESAVE ER  SAKAMÁL,ÞVÍ SEGI ÉG  N E I  I C E S A V E.

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:15

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Þeir eru margir drullusokkastimplarnir , eða hvað heldur þú Björn að við höfum fengið marga slíka í þorskastríðunum , sérstaklega þegar Haag dómstóllinn var búinn að afhausa okkur 17 júní 1972 , tveim vikum fyrir einhliða útfærslu landhelgarinnar í 50 mílur?

Hörður B Hjartarson, 5.4.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband